Um KMÍ
  • 19. apríl

Sunny Side of the Doc óskar eftir umsóknum

19. apríl

Heimildamyndahátíðin Sunny Side of the Doc óskar eftir umsóknum. Hátíðin fer fram í La Rochelle í Frakklandi frá 24. – 27. júní. Umsóknarfrestur rennur út 19. apríl.

Sunny Side of the Doc hátíðin er margþættur vettvangur fyrir heimildamyndagerðamenn þar sem hægt er að sækja um eftir því á hvaða stigi verkefni umsækjanda er. Þannig er hægt að senda inn verkefni sem eru í þróun og verkefni sem eru þegar í framleiðslu. Tekið er við öllum tegundum heimildaverkefna.

Nánari upplýsingar um hátíðina má nálgast á heimasíðu Sunny Side of the Doc og hér eru upplýsingar um umsóknarferlið.