Um KMÍ
  • 18. júní, Kvikmyndamiðstöð Íslands

TIFF x Instagram Shorts Festival óska eftir umsóknum

18. júní

Kvikmyndahátíðin í Toronto (TIFF), í samstarfi við samfélagsmiðilinn Instagram, óskar eftir umsóknum fyrir stafræna stuttmyndakeppni sem fer nú  fram á samfélagsmiðlinum Instagram í 3. skiptið. Hátíðin fer fram dagana 10.-18. júlí. Opnað verður fyrir umsóknir þann 29. maí og er hægt að sækja um til 18. júní.

Um er að ræða stuttmyndir sem eru 60 sekúndur eða styttri. Til þess að sækja um þátttöku þarf að setja inn kvikmyndina á Instagram undir myllumerkinu #TIFFxInstagram ásamt því að fylla út þátttökuumsókn sem finna má hér.  

Keppnin leggur áherslu á að gefa ungu kvikmyndagerðarfólki tækifæri til að koma sínum verkum á framfæri. Er það gert með því að nota samfélagsmiðilinn sem vettvang fyrir stuttmyndir víðsvegar að.
Í ár er lögð sérstök áhersla á að kvikmyndagerðarfólk af öllum kyngervum og kynvitundum fái sérstakt tækifæri til að koma sínum verkum á framfæri og það því sérstaklega hvatt til þess að sækja um.  

Allar nánari upplýsingar um keppnina má finna hér