Stormur
Sævar Guðmundsson
Í heimildarþáttunum Stormur er saga Covid-19 á Íslandi sögð útfrá öllum hliðum og áhersla lögð á mannlega þátt farsóttarinnar. Baráttan baksviðs hjá þríeykinu, lífsbarátta smitaðra með aðstoð ástvina, heilbrigðisstarfsfólks og bakvarðarsveita, smitrakningar, ríkisstjórnin og rannsóknir Íslenskrar Erfðargreiningar eru bara lítill hluti af efnistökunum
Titill: Stormur (áður Covid-19)
Enskur titill: The Storm
Leikstjóri: Sævar Guðmundsson
Handritshöfundur: Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson, Heimir Bjarnason
Framleiðendur: Sævar Guðmundsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Anna Karen Kristjánsdóttir, Brynja Gísladóttir
Framleiðslufyrirtæki: Purkur, Reykjavík Media
Meðframleiðandi: RÚV
Tengiliður: Sævar Guðmundsson - saevarg@me.com
Upptökutækni: 4k-6k
Framleiðsluland: Ísland
KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Þróunarstyrkur 2020 kr. 5.000.000
Framleiðslustyrkur 2021 kr. 20.000.000
KMÍ styrkur fyrir verkefnið nemur 36,4 % af heildarkostnaði kvikmyndarinnar.