Verk í vinnslu
Heimildamyndir

Tröll á ýmsum tímum

Ásdís Thoroddsen

Tröll hafa fylgt mannkyni í goðsögum og raunverulegri sögu, allt eftir því hvaða skilningur var settur í orðið á hverjum tíma. Þau eru hluti íslenskrar menningar; í rituðum sögum, lagabókum og munnlegum arfi. Við áttum okkur á því að sögulega séð hafa tröllin staðið fyrir fólk sem stendur utan samfélagsins eða er fyrir innan vébanda þess en sýnir andfélagslega hegðun. Þá tákna tröllin líka ógnir þær sem að okkur steðja og eru oft handan skilnings okkar.

Titill: Tröll á ýmsum tímum
Enskur titill: Trolls
Tegund: Heimildamynd
Tungumál: Íslenska


Leikstjóri: Ásdís Thoroddsen
Handrit: Ásdís Thoroddsen
Framleiðendur: Ásdís Thoroddsen
Stjórn kvikmyndatöku: Pavel Filkov
Klipping: Ásdís Thoroddsen
Tónlist: Hallur Ingólfsson
Hljóðhönnun: Hallur Ingólfsson
Kvikun: Þórey Mjallhvít 

Framleiðslufyrirtæki: Gjóla ehf. 

Áætluð lengd: 83 mín
Upptökutækni: HD
Sýningarform: DCP
Sýningarhlutfall: 16:9
Framleiðsluland: Ísland

Tengiliður: Ásdís Thoroddsen - gjola@gjola.is

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Framleiðslustyrkur 2021 kr. 15.000.000