Verk í vinnslu
Leikið sjónvarpsefni

Vitjanir

Eva Sigurðardóttir

  Þegar bráðalæknirinn Kristín (46) kemst að framhjáhaldi Helga (48), eiginmanns síns, flytur hún í snarhasti, ásamt dóttur sinni, Lilju (15), á æskuslóðir sínar í Hólmafirði. Foreldrar Kristínar skjóta skjólshúsi yfir mæðgurnar en sambúðin við móður Kristínar, miðilinn Jóhönnu (66) neyðir hana til að horfast í augu við drauga fortíðarinnar. Á meðan Helgi reynir að koma í veg fyrir skilnaðinn þarf Kristín á öllu sínu að halda til að leysa úr óþægilegum fortíðarflækjum með æskuástinni og lögreglumanni staðarins, Ragnari (47). Kristín tekur við stöðu eina læknis litlu heilsugæslunnar í Hólmafirði og hún kemst fljótt að því að rökföst lífssýn hennar stangast illilega á við grasalækningar, spíritisma, hindurvitni og hjátrú í þorpinu. Kristín er komin langt út fyrir þægindarammann. Þótt Kristín hafi aðeins ætlað sér að stoppa stutt við í Hólmafirði, gæti verið að hún þarfnist þorpsins jafn miðið og þorpið þarfnast hennar.

Titill: Vitjanir
Enskur titill: Fractures
Tegund: Drama

Leikstjórar: Eva Sigurðardóttir
Handrit: Kolbrún Anna Björnsdóttir, Valgerður Þórsdóttir
Framleiðendur: Arnbjörg Hafliðadóttir, Andri Ómarsson

Framleiðslufyrirtæki: Glassriver ehf
Meðframleiðslufyrirtæki: Rúv, Askja Films, Lunanime BV

Upptökutækni: 2K Digital
Áætlað að tökur hefjist: September 2020
Sala og dreifing erlendis: REinvent Studios
Sala og dreifing innanlands: Hörður Rúnarsson - hordur@glassriver.is

Tengiliður: Hörður Rúnarsson - hordur@glassriver.is

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Handritastyrkur I. hluti 2015 kr. 400.000
Handritastyrkur II. hluti 2016 kr. 800.000
Handritastyrkur III. hluti 2017 kr. 600.000
Þróunarstyrkur 2020 kr. 2.500.000
Framleiðslukostnaður 2020 kr. 50.000.000

KMÍ styrkur fyrir verkefnið nemur 8.5% af heildarkostnaði kvikmyndarinnar.