Kvikmyndamiðstöð íslands
Umsóknir

UMSÓKNIR

Athugið að allar upplýsingar um fyrirkomulag styrkja er að finna í reglugerð um Kvikmyndasjóð. Reglugerðina má nálgast hér.

Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru einungis veittir íslenskum framleiðslufyrirtækjum og einstaklingum sem hafa kvikmyndagerð að meginstarfi. Vilyrði fyrir styrki úr Kvikmyndasjóði opnar oft dyr að annarri fjármögnun og því er æskilegt að sækja um með góðum fyrirvara.

Afgreiðsla umsókna tekur að jafnaði 8-10 vikur. Fáist jákvætt svar við umsókn er gefið út vilyrði fyrir styrk. Áður en unnt er að ganga frá úthlutunarsamningi milli framleiðanda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands þarf fjármögnun að vera lokið og önnur ákvæði reglugerðar að vera uppfyllt. Ganga verður frá samningi áður en tökur hefjast.

Umsækjendur þurfa að fylla út umsóknareyðublað KMÍ sem nálgast má með því að smella á viðeigandi hlekk hér til hliðar.

ATHUGIÐ: Yfirlit yfir þau verkefni sem styrkt hafa verið má nálgast hér.