The Sea

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Fúsi framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2015

Kvikmyndin Fúsi eftir Dag Kára er sú íslenska kvikmynd sem tilnefnd er til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár og keppir þar með við fjórar aðrar myndir frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Í fyrra varð Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson fyrsta íslenska kvikmyndin til að vinna til verðlaunanna. Kvik­mynda­verðlaun Norður­landaráðs verða af­hent við hátíðlega athöfn þann 27. októ­ber næstkomandi í Hörpu.

Lesa meira

Þrestir og Hrútar valdar til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto

Nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Toronto. Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, verður einnig sýnd í sama hluta hátíðarinnar og fylgir þar með eftir góðu gengi sínu á kvikmyndahátíðum heimsins. Toronto hátíðin fer fram frá 10. – 20. september. Lesa meira

Ófærð valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð hefur verið valin á Primetime hluta kvikmyndahátíðarinnar í Toronto. Primetime fer fram í fyrsta skipti á hátíðinni í ár og miðar að því að gera leiknu sjónvarpsefni hátt undir höfði. Fyrsti þáttur í Ófærð verður sýndur á hátíðinni, en þáttaröðin spannar alls 10 þætti. Hátíðin fer fram frá 10. – 20. september. Lesa meira

Fleiri fréttir