Children

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Þrestir valin besta myndin á San Sebastián kvikmyndahátíðinni

Þrestir, nýjasta kvikmynd leikstjórans, handritshöfundarins og framleiðandans Rúnars Rúnarssonar, var valin besta myndin á San Sebastián kvikmyndahátíðinni, sem fram fór í borginni Donostia-San Sebastián á Spáni. Rúnar veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn þann 26. september ásamt Mikkel Jersin framleiðanda og Lilju Ósk Snorradóttur meðframleiðanda.

Lesa meira
KMI_logo

Konur í kvikmyndagerð - gögn um umsóknir og úthlutanir vegna framleiðslustyrkja

Umræða um stöðu og þátt kvenna í kvikmyndagerð hefur verið þó nokkur síðustu misserin. Starfsfólk KMÍ hefur tekið saman ítarlegri tölur en áður með von um að það varpi betra ljósi á stöðuna og vinnubrögð KMÍ undanfarin ár. Nokkuð hefur borið á rangfærslum um fjölda styrkja og kvikmynda eftir konur en vonandi tekst okkur með betri upplýsingagjöf að skýra þátt KMÍ hér með.

Lesa meira

Visions du Réel hátíðin óskar eftir umsóknum

Visions du Réel – alþjóðlega kvikmyndahátíðiin í Nyon í Sviss óskar eftir umsóknum. Hátíðin fer fram frá 15. – 23. apríl 2016 og umsóknarfrestir eru tveir: 10. október fyrir myndir sem voru kláraðar fyrir september 2015 og 10. janúar fyrir myndir sem verða kláraðar eftir september 2015. Lesa meira

Fleiri fréttir