Children

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Less Is More óskar eftir umsóknum

LIM / Less Is More óskar eftir umsóknum. LIM er evrópskur vettvangur fyrir þróun á kvikmyndum í fullri lengd með lágan framleiðslukostnað. Umsóknarfrestur rennur út 14. desember. Lesa meira

Íslenskar kvikmyndahátíðir geta sótt um EFFE viðurkenningu fyrir 2017 - 2018

Nú geta íslenskar kvikmyndahátíðir sótt um EFFE viðurkenningu fyrir árin 2017 – 2018. EFFE viðurkenningin er framtak á vegum EFA (European Festivals Association) og Evrópusambandsins. Umsóknarfrestur rennur út 17. febrúar 2017 og niðurstöður verða tilkynntar umsækjendum þann 15. apríl 2017.

Lesa meira

Ísland sigursælt á vefverðlaunaafhendingu Cinema Scandinavia

Fréttavefurinn Cinema Scandinavia stóð á dögunum fyrir verðlaunaafhendingu fyrir árið 2016. Þar reyndust íslenskar kvikmyndir og aðstandendur sérlega sigursælir. Alls unnu íslenskar myndir til sex verðlauna, þar á meðal aðalverðlaunin fyrir bestu norrænu kvikmynd, sem féllu í skaut Hjartasteins. Lesa meira

Fleiri fréttir