Kvikmyndamiðstöð íslands

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

KMI_logo

Konur í kvikmyndagerð - gögn um umsóknir og úthlutanir vegna framleiðslustyrkja

Umræða um stöðu og þátt kvenna í kvikmyndagerð hefur verið þó nokkur síðustu misserin. Starfsfólk KMÍ hefur tekið saman ítarlegri tölur en áður með von um að það varpi betra ljósi á stöðuna og vinnubrögð KMÍ undanfarin ár. Nokkuð hefur borið á rangfærslum um fjölda styrkja og kvikmynda eftir konur en vonandi tekst okkur með betri upplýsingagjöf að skýra þátt KMÍ hér með.

Lesa meira

Filmfest Dresden óskar eftir umsóknum

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin í Dresden óskar eftir umsóknum. Gjaldgengar eru stuttmyndir af öllu tagi. Hátíðin mun fara fram í Dresden í Þýskalandi frá 12. – 17. apríl 2016. Umsóknarfrestur rennur út 5. desember 2015. Lesa meira

Vinnustofa Íslandsstofu - Hvernig tryggjum við faglega framkomu í alþjóðaviðskiptum?

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofu um samskiptavenjur og reglur sem tíðkast í alþjóðaviðskiptum, á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 3. desember
kl. 13-16. Lesa meira

Fleiri fréttir