NBS

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Kvikmyndasjóður – Umsóknir og úthlutanir eftir kyni fyrir árin 2013 og 2014

Í kjölfar umræðna um hlut kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi hefur Kvikmyndamiðstöð Íslands tekið saman upplýsingar fyrir árin 2013 og 2014 um fjölda umsókna í Kvikmyndasjóð Íslands og styrkja/vilyrða úr sjóðnum eftir kyni. Í flokkun umsókna eftir kyni var stuðst við kyn handritshöfunda og leikstjóra.

Lesa meira

Fúsi verður lokamynd Sarajevo kvikmyndahátíðarinnar

Fúsi, kvikmynd Dags Kára, verður lokamynd hinnar virtu Sarajevo kvikmyndahátíðar, sem fer fram í Sarajevo í Bosníu og Hersegóvínu frá 14. – 22. ágúst. Dagur Kári og Gunnar Jónsson aðalleikari myndarinnar verða viðstaddir hátíðina og munu kynna myndina fyrir sýningu. Lesa meira

Hrútar valin besta myndin á European Film Festival Palic

Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, hlaut Gullna Turninn fyrir bestu mynd á evrópsku kvikmyndahátíðinni í Palić í Serbíu um liðna helgi. Um ástæðuna fyrir valinu sagði dómnefndin: „Hrútar segir okkur sögu af tveimur bræðrum sem glata því sem er þeim kærast: sauðfénu sínu, arfleifð sinni. Þetta er kvikmynd sem skoðar sammannlegar þarfir er snúa að samböndum milli fólks og gerir það á einfaldan, táknrænan hátt.“ Lesa meira

Fleiri fréttir