myrin

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Tallinn Black Nights hátíðin óskar eftir umsóknum – hægt að vinna þróunarverðlaun Eurimages á Baltic Event

Opið er fyrir umsóknir á Tallinn Black Nights, eina af örfáum „A“ kvikmyndahátíðum heimsins, sem mun fara fram frá 13. – 29. nóvember í Tallinn og Tartu í Eistlandi. Hægt er að sækja um með verkefni sín fyrir keppnir og aðra flokka hátíðarinnar. Umsóknarfrestur rennur út 23. september. Lesa meira

Þrestir framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna

Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið kvikmyndina Þresti sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Þrestir mun því keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmyndina á erlendu tungumáli. Lesa meira

Garn vann áhorfendaverðlaunin á Nordisk Panorama

Garn, heimildamynd Unu Lorenzen, Heather Millard og Þórðar Braga Jónssonar vann áhorfendaverðlaunin á Nordisk Panorama hátíðinni í Malmö. Framleiðendurnir og meðleikstjórarnir Heather og Þórður Bragi voru viðstödd hátíðina og veittu verðlaununum viðtöku ásamt Krishan Arora, einum af handritshöfundum myndarinnar.

Lesa meira

Fleiri fréttir