Kvikmyndamiðstöð íslands

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

KMI_logo

Umsóknarfrestur vegna miðastyrkja fyrir kvikmyndir frumsýndar 2012-2015 rennur út 1. september

Nú er hægt að sækja um miðastyrki vegna kvikmynda á íslensku sem hafa verið frumsýndar og svo teknar til almennra sýninga á árabilinu 2012 til 2015. Umsóknarfrestur fyrir þær kvikmyndir sem hafa verið teknar til almennra sýninga á þessu tímabili rennur út 1. september 2016.

Lesa meira

Eiðurinn valin til aðalkeppni á San Sebastian hátíðinni

Nýjasta kvikmynd Baltasar Kormáks, Eiðurinn, hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni San Sebastian hátíðarinnar. San Sebastian hátíðin er ein af fáum svokölluðum „A“ kvikmyndahátíðum og því um mikinn heiður að ræða. Hátíðin fer fram í Donostia-San Sebastián á Spáni frá 16. – 24. september.

Lesa meira

Þrestir á meðal 50 mynda í forvali á evrópsku kvikmyndaverðlaununum

European Film Academy, EFA, hefur opinberað lista sinn yfir þær kvikmyndir sem koma til greina sem besta mynd ársins á evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Þetta eru 50 myndir sem hefur verið mælt með til tilnefningar á evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Á meðal þessara mynda er Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson. Lesa meira

Fleiri fréttir