NBS

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Kynningarfundur um samframleiðslu með Danmörku í Bíó Paradís

Yfirmaður samframleiðsludeildar dönsku kvikmyndastofnunarinnar DFI (Det Danske Filminstitut), Noemi Ferrer, verður stödd hér á landi í næstu viku. Noemi mun vera með kynningarfund í Bíó Paradís á fimmtudaginn 23. október sem ber yfirskriftina „How to co-produce with Denmark“. Fundurinn er opinn öllum kvikmyndagerðarmönnum og mun hefjast klukkan 15:00 og standa yfir í u.þ.b. klukkustund. Lesa meira

Þrjár íslenskar heimildamyndir valdar til þátttöku á CPH:DOX

Heimildamyndirnar Æ ofaní æ undir leikstjórn Ragnheiðar Gestsdóttur, Trend Beacons undir leikstjórn Markels bræðranna Arnar Marinó Arnarsonar og Þorkels Harðarsonar og End of Summer undir leikstjórn tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar hafa verið valdar til þátttöku á heimildamyndahátíðinni CPH:DOX. Æ ofaní æ og End of Summer munu taka þátt í keppni hátíðarinnar og Trend Beacons verður hluti af sérstakri sýningarröð er nefnist einfaldlega "Special Screenings".

Lesa meira

Salóme vinnur til verðlauna á Szczecin European Film Festival

Sigurganga heimildamyndarinnar Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg heldur áfram. Um helgina var hún kosin „Most Moving Movie“ af dómnefnd Szczecin European Film Festival, sem fram fór í Szczecin í Póllandi. Þar með hefur myndin unnið til verðlauna á öllum þremur kvikmyndahátíðunum sem hún hefur tekið þátt á. Áður hafði myndin verið kosin besta norræna heimildamyndin á Nordisk Panorama hátíðinni, fyrst allra íslenskra heimildamynda, auk þess að hafa verið kosin besta myndin af áhorfendum á Skjaldborg. Lesa meira

Fleiri fréttir