Children

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Hross í oss hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur verðlaunin og því gífurlegur heiður fyrir aðstandendur. Verðlaunin nema um 7,3 milljónum króna. Hross í oss hefur farið sigurför um heiminn og sankað að sér verðlaunum á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.

Lesa meira

Íslendingar áberandi í Hollywood

Um þessar mundir eru Íslendingar áberandi í Hollywood, á hinum ýmsu sviðum kvikmyndagerðar. Lesa meira
YAIC

Áhugaverðir fyrirlestrar á You Are In Control

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control (YAIC) verður haldin í Reykjavík í sjöunda sinn dagana 3. og 4. nóvember 2014 í Bíó Paradís.  Sem fyrr mætast á ráðstefnunni skapandi greinar; hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, leiklist, kvikmyndagerð og myndlist. Fjöldi fyrirlesara hafa staðfest komu sína á ráðstefnuna og meðal þeirra sem geta talist áhugaverðir fyrir kvikmyndagerðarmenn eru Christine Boland, Nelly Ben Hayoun og Edward Nawotka. Lesa meira

Fleiri fréttir