Kvikmyndamiðstöð íslands

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

RIFF óskar eftir umsóknum fyrir Bransadaga

Dagana 30. september til 3. október fara fram Bransadagar RIFF. Hátíðin sjálf fer fram frá 24. september til 4. október. Á Bransadögum RIFF verður margt áhugavert í boði, þar á meðal „masterclass“ með heiðursgestinum David Cronenberg, Q&A með íslenskum kvikmyndatónskáldum og margt fleira.

Lesa meira

Hrútar tekin til almennra sýninga á Íslandi 28. maí

Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar sem vann til Prix Un Certain Regard á Cannes kvikmyndahátíðinni um liðna helgi, verður tekin til almennra sýninga hérlendis fimmtudaginn 28. maí. Sena sér um að dreifa myndinni og verður hún sýnd í Háskólabíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri. Heimsfrumsýning myndarinnar á Cannes hátíðinni fór fram 15. maí og frumsýning myndarinnar hérlendis fór fram í Laugabíói í Reykjadal mánudaginn 25. maí. Lesa meira

Hvað er svona merkilegt við það? vann Einarinn á Skjaldborgarhátíðinni

Heimildamyndin Hvað er svona merkilegt við það? undir leikstjórn Höllu Kristínar Einarsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar, um helgina. Skjaldborg er árleg íslensk heimildamyndahátíð sem fer fram á Patreksfirði og stóð yfir frá 22. – 25. maí í ár.

Lesa meira

Fleiri fréttir