Kvikmyndamiðstöð íslands

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

TIFF-logo

Þrjár íslenskar kvikmyndir og ein meðframleiðsla á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto - Vera Sölvadóttir tekur þátt á TIFF Talent Lab

Þrjár íslenskar kvikmyndir og ein finnsk/íslensk minnihlutameðframleiðsla hafa verið valdar til þátttöku á Toronto International Film Festival. Myndirnar sem um ræðir eru Vonarstræti undir leikstjórn Baldvins Z, stuttmyndin Sjö bátar eftir Hlyn Pálmason, stuttmyndin Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og The Grump eftir Dome Karukoski. Hátíðin, sem er stærsta kvikmyndahátíð Norður-Ameríku, fer fram í Toronto í Kanada frá 4. til 14. september.

Lesa meira
epi_logo.689

Opið fyrir skráningar á European Co-production – Legal and Financial Aspects vinnustofuna

Erich Pommer Institut stendur fyrir vinnustofu sem ber heitið „European Co-production – Legal and Financial Aspects“, sem mun fara fram í Berlín frá 15. – 19. október. Á vinnustofunni er farið ítarlega yfir lagalega þætti og fjármál evrópskra meðframleiðsluverkefna og dreifingu þeirra. Vinnustofunni stjórnar fjöldi reyndra framleiðenda og sérfræðinga á sviði evrópskra meðframleiðsluverkefna. Opið er fyrir skráningu. Lesa meira

Íslenskur kvikmyndafókus á Avvantura Festival Film Forum Zadar í Króatíu

Níu íslenskar kvikmyndir verða sýndar sem hluti af sérstökum íslenskum kvikmyndafókus á Avvantura Festival Film Forum Zadar í Króatíu, sem fram fer í borginni Zadar frá 23. – 29. ágúst. Kvikmyndirnar níu sem verða sýndar eru eftirfarandi: Rokk í Reykjavík, Á köldum klaka, Mýrin, Backyard, Eldfjall, Á annan veg, Djúpið, Málmhaus og París norðursins. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri og handritshöfundur Á annan veg og leikstjóri Parísar norðursins verður viðstaddur kvikmyndafókusinn í boði hátíðarinnar.

Lesa meira

Fleiri fréttir