thicker_than_water

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Heine_Deckert

Heino Deckert með aðra heimildamyndasmiðju í lok ágúst - umsóknarfrestur framlengdur til 5. ágúst

Heino Deckert hélt vel heppnaða heimildamyndasmiðju haustið 2013 og nú hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í lok ágúst 2014. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2013.

Lesa meira
fkn

Nordisk Panorama Market óskar eftir umsóknum

Nordisk Panorama óskar eftir umsóknum fyrir Nordisk Panorama Market. Nordisk Panorama hátíðin fer fram í Malmö í Svíþjóð frá 19. til 24. september. Heimildamyndir og stuttmyndir eru gjaldgengar sem fyrr og rennur umsóknarfrestur fyrir myndir fullkláraðar á árinu 2014 út þann 1. ágúst næstkomandi.

Lesa meira
DOK-Leipzig

DOK Leipzig Co-production Meeting óskar eftir umsóknum

DOK Leipzig Co-production Meeting óskar eftir umsóknum. Um er að ræða samframleiðslumarkað fyrir aðila með heimildamyndir í þróun og mun hann fara fram í Leipzig, Þýskalandi dagana 27. – 28. október. Umsóknarfrestur rennur út 1. ágúst.

Lesa meira

Fleiri fréttir