Kvikmyndamiðstöð íslands

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

KMI_logo

Fjárveitingar til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands fyrir árið 2015

Frumvarp til fjárlaga 2015 hefur verið samþykkt á Alþingi. Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar verða kr. 835.9 m.kr. árið 2015, þar af 724,7 m.kr. í Kvikmyndasjóð. Til kynninga, reksturs og styrkja til kvikmyndahátíða og kvikmyndahúsa sem leggja áherslu á listrænar kvikmyndir eru 111,2 m.kr.

Lesa meira
KMI_logo

Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir starf skrifstofu- og fjármálastjóra laust til umsóknar

Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir starf skrifstofu- og fjármálastjóra laust til umsóknar. Ásdís Höskuldsdóttir, sem gegnt hefur starfi framleiðslu- og fjármálastjóra hjá Kvikmyndamiðstöð um tæplega þriggja ára skeið, mun á næstunni láta af störfum. Umsóknir óskast fylltar út á Hagvangur.is og umsóknarfrestur er til og með 5. janúar nk.

Lesa meira
nordic_logo

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn setur á fót Nordic Genre Boost

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur sett á fót Nordic Genre Boost, nýja stefnu sem miðar að því að styðja við þróun á norrænum „genre“ kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í formi styrkja. Markmiðið með þessum þróunarstyrkjum er fyrst og fremst að þessar kvikmyndir og sjónvarpsþættir fái notið sín, hljóti dreifingu og sýnileika, á norrænum og alþjóðlegum markaði. Lesa meira

Fleiri fréttir