Children

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

eurodoc

EURODOC 2015 óskar eftir umsóknum

EURODOC vinnustofan óskar eftir umsóknum. Vinnustofan er fyrir heimildamyndir í þróun sem hafa það að markmiði að öðlast dreifingu á alþjóðlegum vettvangi. Vinnustofan er kjörinn vettvangur fyrir þátttakendur til að finna erlenda meðframleiðendur fyrir verkefni sín. Vinnustofan mun fara fram á þremur mismunandi tímum á árinu 2015. Umsóknarfrestur rennur út 28. nóvember 2014.

Lesa meira

Þrjár íslenskar kvikmyndir sýndar á Nordic Film Festival

Þrjár íslenskar kvikmyndir verða sýndar á Nordic Film Festival. Þetta eru París norðursins undir leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Days of Gray undir leikstjórn Ani Simon-Kennedy og heimildamyndin Harpa – úr draumi í veruleika undir leikstjórn Hrafnhildar Gunnarsdóttur. Hátíðin mun fyrst um sinn fara fram í Lundúnum frá 26. nóvember til 7. desember en eftir það verður hátíðin á faraldsfæti og heimsækir Nottingham, Newcastle, Edinborg og Glasgow. Björn Thors, aðalleikari París norðursins, mun verða viðstaddur tvær fyrstu sýningar myndarinnar í Lundúnum. Lesa meira

Tréð hlýtur verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Arras

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð tóku þátt í þróunarsamkeppni á kvikmyndahátíðinni í Arras í Frakklandi um helgina með sitt nýjasta verkefni, Tréð. Um er að ræða kvikmynd í fullri lengd - drama/þriller sem fjallar um nágrannadeilu sem fer gjörsamlega úr böndunum. Huldar skrifar handritið en leikstjórn mun verða í höndum Hafsteins. Tréð uppskar afar góð viðbrögð og verðlaun dómnefndar, 5000 evrur til frekari þróunar. Lesa meira

Fleiri fréttir