Kvikmyndamiðstöð íslands

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Opið fyrir umsóknir á Series Mania Co-production Forum

Forum des Images óskar eftir umsóknum fyrir Series Mania Co-production Forum, sem er meðframleiðsluvettvangur sérstaklega fyrir sjónvarpsseríur. Atburðurinn fer fram í París frá 19. – 21. apríl. 15 sjónvarpsseríur í þróun verða valdar til þátttöku og kynntar meðframleiðendum, dagskrárstjórum sjónvarpsstöðva, dreifingaraðilum og kaupendum víðsvegar að úr heiminum. Umsóknarfrestur rennur út 26. febrúar.

Lesa meira
KMI_logo

Gögn um umsóknir og úthlutanir fyrir árið 2015

Alls bárust Kvikmyndamiðstöð Íslands 190 umsóknir og veittir voru 105 styrkir árið 2015. Tölurnar um styrki eiga við umsóknir sem var fjallað um og lauk með niðurstöðu árið 2015.

Lesa meira
eddan

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2016 tilkynntar

Tilkynnt hefur verið um allar tilnefningar til Edduverðlaunanna 2016.Verðlaunamyndirnar Hrútar, Fúsi og Þrestir fengu flestar tilnefningar; Hrútar fékk 13, Fúsi 12 og Þrestir 11. Eddan 2016, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), verður  haldin hátíðleg sunnudagskvöldið 28. febrúar á hótel Hilton Reykjavík Nordica.

Lesa meira

Fleiri fréttir