NBS

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Óskað eftir umsóknum fyrir Les Arcs European Film Festival samframleiðslumarkaðinn

Les Arcs European Film Festival er kvikmyndahátíð sem fer fram á Bour-Saint Maurice skíðastaðnum í Frakklandi frá 13. – 20. desember. Frá 13. – 16. desember fer fram samhliða hátíðinni samframleiðslumarkaðurinn Coproduction Village. Umsóknarfrestur fyrir verkefni í þróun er 27. september og umsóknarfrestur fyrir kvikmyndir í eftirvinnslu er 5. október.

Lesa meira
logo_Berlin2010

Berlinale Talents auglýsir Talent Press opið til umsókna

Ungir kvikmyndagagnrýnendur og blaðamenn geta nú sótt um að taka þátt á Talent Press sem er á vegum Berlinale Talents, Goethe-Institut og FIPRESCI. Umsóknarfrestur rennur út 1. september. Lesa meira
fkn

Nordisk Panorama Market óskar eftir umsóknum

Nordisk Panorama óskar eftir umsóknum fyrir Nordisk Panorama Market. Nordisk Panorama hátíðin fer fram í Malmö í Svíþjóð frá 19. til 24. september. Heimildamyndir og stuttmyndir eru gjaldgengar sem fyrr og rennur umsóknarfrestur fyrir myndir fullkláraðar á árinu 2014 út þann 1. ágúst næstkomandi. Lesa meira

Fleiri fréttir