The Sea

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Fjöldi íslenskra kvikmynda sýndar á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg – París norðursins keppir um Drekaverðlaunin

Fjöldi íslenskra kvikmynda verða sýndar á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, sem mun fara fram frá 23. janúar til 8. febrúar. Gautaborgarhátíðin er nú haldin í 38. sinn og er stærsta kvikmyndahátíð norðurlanda. Myndirnar sem um ræðir eru kvikmyndirnar París norðursins og Vonarstræti, heimildamyndin æ ofaní æ og stuttmyndin Tvíliðaleikur. Fjöldi kvikmynda og sjónvarpsefnis verður einnig kynnt á hátíðinni; Þrestir, Hrútar, Ófærð, Blóðberg, Borgríki 2 – Blóð hraustra manna og Grafir & bein.

Lesa meira
KMI_logo

Jón Óskar Hallgrímsson ráðinn skrifstofu- og fjármálastjóri Kvikmyndamiðstöðvar Íslands

Jón Óskar Hallgrímsson hefur verið ráðinn skrifstofu- og fjármálastjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Jón Óskar tekur við starfi Ásdísar Höskuldsdóttur, sem hefur fært sig alfarið yfir í verslunarrekstur.

Lesa meira

Sverrir Guðnason og Anita Wall verðlaunuð á Gullbjöllunni

Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason hlaut verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki á verðlaunahátíð sænsku kvikmyndaakademíunnar, Gullbjöllunni. Verðlaunin hlaut hann fyrir leik sinn í kvikmyndinni Flugparken. Sverrir var einnig tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Gentlemen. Sænska leikkonan Anita Wall hlaut við sömu athöfn verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir leik sinn í sænsk/íslensku kvikmyndinni Hemma.

Lesa meira

Fleiri fréttir