Kvikmyndamiðstöð íslands

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Handritasamkeppni kvenna á vegum Doris Film og Wift á Íslandi

Wift á Íslandi efnir til handritasamkeppni meðal kvenna í samstarfi við Wift í Noregi. Verkefnið er styrkt af framkvæmdasjóði til jafnréttismála. Skilafrestur er til 1. maí næstkomandi.

Lesa meira
fkn

Nordisk Panorama óskar eftir umsóknum

Nordisk Panorama óskar eftir umsóknum fyrir Nordisk Panorama Festival og Nordisk Panorama Market. Nordisk Panorama fer fram í Malmö í Svíþjóð frá 19. til 24. september. Heimildamyndir og stuttmyndir eru gjaldgengar sem fyrr.

Lesa meira
KMI_logo

Fundur 23. apríl með kvikmyndagerðarmönnum í Bíó Paradís

Kvikmyndamiðstöð Íslands býður kvikmyndagerðarmönnum til fundar í Bíó Paradís þann 23. apríl klukkan 16. Farið verður yfir stöðu kvikmyndagerðar á Íslandi í kjölfar niðurskurðar til Kvikmyndasjóðs auk fleiri mála, þeirra á meðal endurgreiðslukerfi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Lesa meira

Fleiri fréttir