Children

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

KMI_logo

Opið fyrir umsóknir vegna miðastyrkja fyrir kvikmyndir frumsýndar 2012-2015

Nú er hægt að sækja um miðastyrki vegna kvikmynda á íslensku sem hafa verið frumsýndar og svo teknar til almennra sýninga á árabilinu 2012 til 2015. Umsóknarfrestur fyrir þær kvikmyndir sem hafa verið teknar til almennra sýninga á þessu tímabili rennur út 1. september 2016. Lesa meira

Þrestir verðlaunuð á Transilvaníu hátíðinni

Þrestir, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, heldur áfram sigurgöngu sinni. Um helgina vann hún til sérstakra dómnefndarverðlauna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu, sem fram fór í Cluj-Napoca í Rúmeníu. Eru þetta sjöundu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar á árinu en jafnframt 17. alþjóðlegu verðlaunin síðan myndin var frumsýnd í september í fyrra og vann sem kunnugt er til hinna virtu aðalverðlauna á San Sebastián kvikmyndahátíðinni. Lesa meira
KMI_logo

Sumarlokun í júlí hjá Kvikmyndamiðstöð

Kvikmyndamiðstöð Íslands verður lokuð í þrjár vikur í sumar, frá 11. júlí til 2. ágúst. Á þessu tímabili verður einungis brýnustu erindum sinnt. Lesa meira

Fleiri fréttir