Kvikmyndamiðstöð íslands

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Heartstone_Chicago

Hjartasteinn verðlaunuð í Chicago

Hjartasteinnfyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri 
lengd, hlaut Gold Q Hugo verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Chicago í Bandaríkjunum um helgina. Gold Q Hugo eru aðalverðlaunin í Outlook flokki hátíðarinnar, þar sem LGBT sögum og sjónarhornum er gert hátt undir höfði.
Lesa meira

Ófærð hlýtur Prix Europa verðlaunin

Þáttaröðin Ófærð hlaut í Prix Europa verðlaunin 2016 fyrir leikið sjónvarpsefni og er þetta í fyrsta sinn sem íslensk þáttaröð vinnur þessi virtu verðlaun. Alls voru 26 þáttaraðir tilnefndar til verðlaunanna. Lesa meira

Hjartasteinn sigursæl á Varsjár kvikmyndahátíðinni

Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, vann til þriggja verðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Varsjá í Póllandi. Guðmundur Arnar var valinn besti leikstjórinn, Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í myndinni og myndin vann til Kirkjuverðlauna hátíðarinnar. Engin önnur mynd hlaut jafn mörg verðlaun á hátíðinni í ár. Um mikinn heiður er að ræða enda er Varsjár hátíðin ein af fáum „A“ kvikmyndahátíðum í heiminum.

Lesa meira

Fleiri fréttir