Kvikmyndamiðstöð íslands

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

UNGAR valin besta stuttmyndin á Flickerfest

UNGAR, stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, var valin besta alþjóðlega stuttmyndin á Flickerfest stuttmyndahátíðinni í Sydney í Ástralíu. Þetta er fyrsta alþjóðlega kvikmyndahátíðin sem UNGAR tekur þátt á og þar með einnig fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Lesa meira
KMI_logo

Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar árið 2017

Fjárlög fyrir árið 2017 hafa verið samþykkt á Alþingi.

Lesa meira

Fjöldi íslenskra kvikmynda sýndar á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg – Hjartasteinn og Fangar í keppni

Fjöldi íslenskra kvikmynda verða sýndar á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, sem mun fara fram frá 27. janúar til 6. febrúar. Gautaborgarhátíðin er nú haldin í 40. sinn og er stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Myndirnar sem um ræðir eru sex talsins; kvikmyndirnar Hjartasteinn, Rökkur og Sundáhrifin, sjónvarpsþáttaröðin Fangar og stuttmyndirnar Ungar og Ljósöld. Lesa meira

Fleiri fréttir