Kvikmyndamiðstöð íslands

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach valin til þátttöku í Director‘s Fortnight á Cannes

Sundáhrifin, frönsk-íslensk kvikmynd Sólveigar Anspach heitinnar, hefur verið valin til þátttöku í Director‘s Fortnight hluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Sundáhrifin er ein af aðeins 18 myndum sem munu taka þátt í Director‘s Fortnight. Um er að ræða heimsfrumsýningu myndarinnar. Valið er mikill heiður, enda er Cannes hátíðin ein allra stærsta kvikmyndahátíð veraldar. Hátíðin fer fram frá 11. – 22. maí.

Lesa meira

Sunny Side of the Doc óskar eftir umsóknum

Heimildamyndamarkaðurinn Sunny Side of the Doc óskar eftir umsóknum. Umsóknarfrestur rennur út 4. maí 2016. Hátíðin fer fram í La Rochelle, Frakklandi frá 20. – 23. júní 2016.

Lesa meira

Nordisk Panorama óskar eftir umsóknum

Nordisk Panorama kvikmyndahátíðin óskar eftir umsóknum fyrir keppnir sínar og Nordisk Panorama Market. Nordisk Panorama fer fram í Malmö í Svíþjóð frá 16. til 21. september.

Lesa meira

Fleiri fréttir