Kvikmyndamiðstöð íslands

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Hjartasteinn fyrsta íslenska kvikmyndin til að keppa á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum

Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hefur verið valin í aðalkeppni Venice Days hluta kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Róm í dag þar sem dagskrá Venice Days var kynnt.

Lesa meira

Eiðurinn valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni

Eiðurinn, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Toronto. Myndin verður sýnd í Special Presentations hluta hátíðarinnar. Toronto hátíðin fer fram frá 8. – 18. september.

Lesa meira
KMI_logo

Sumarlokun í júlí hjá Kvikmyndamiðstöð

Kvikmyndamiðstöð Íslands verður lokuð í þrjár vikur í sumar, frá 11. júlí til 2. ágúst. Á þessu tímabili verður einungis brýnustu erindum sinnt.

Lesa meira

Fleiri fréttir