thicker_than_water

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Vonarstræti valin besta myndin á Febiofest

Vonarstræti undir leikstjórn Baldvins Z hefur verið valin besta myndin á Febiofest kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Prag í Tékklandi frá 19. – 27. mars. Vonarstræti tók þátt í aðalkeppni hátíðarinnar er nefnist „New Europe“ og varð þar hlutskörpust gegn 11 öðrum kvikmyndum. Baldvin var sérstaklega boðið af aðstandendum á hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku. Lesa meira

Fúsi frumsýnd 27. mars

Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára, verður frumsýnd á föstudaginn 27. mars í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói á Akureyri. Fúsi var heimsfrumsýnd á Berlinale Special hluta Berlinale hátíðarinnar sem fram fór í febrúar. Þar hlaut hún afar góðar viðtökur meðal hátíðargesta og gagnrýnenda.

Lesa meira

European Film Promotion óskar eftir umsóknum fyrir Producers on the Move

Á hverju ári stendur European Film Promotion (EFP) fyrir vinnustofunni „Producers on the Move“, sem fer fram samhliða Cannes kvikmyndahátíðinni. Kvikmyndamiðstöð Íslands (KMÍ) er aðili að EFP. Í ár mun vinnustofan fara fram frá 15. til 18. maí. 20 framleiðendur frá 35 aðildarlöndum EFP verða valdir til þátttöku. Umsóknarfrestur rennur út þann 26. mars. Lesa meira

Fleiri fréttir