thicker_than_water

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Fúsi valin til keppni á Tribeca kvikmyndahátíðinni

Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára, hefur verið valin til keppni á hinni virtu Tribeca kvikmyndahátíð, sem fram fer í New York frá 15. til 26. apríl. Fúsi mun taka þátt í „World Narrative“ keppni hátíðarinnar. Lesa meira

Skjaldborg auglýsir eftir umsóknum

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda – verður haldin um hvítasunnuhelgina, 23. – 26. maí. Hátíðin mun að vanda fara fram í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði, en þetta verður í 9. sinn sem hátíðin er haldin. Umsóknarfrestur rennur út 17. apríl. Lesa meira

Jihlava heimildamyndahátíðin óskar eftir umsóknum fyrir Emerging Producers

Alþjóðlega heimildamyndahátíðin í Jihlava í Tékklandi óskar eftir umsóknum fyrir Emerging Producers vinnustofuna. Vinnustofan fer fram frá 28. október til 1. nóvember í Jihlava. Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl. Lesa meira

Fleiri fréttir