The Sea

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Fúsi valin besta myndin á Tribeca kvikmyndahátíðinni – vann einnig fyrir besta handrit og besta leikara

Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára, var valin besta myndin á hinni virtu Tribeca kvikmyndahátíð, sem nú stendur yfir í New York. Dagur Kári hlaut einnig verðlaun fyrir besta handrit og Gunnar Jónsson var valinn besti leikari í aðalhlutverki. Fúsi tók þátt í „World Narrative“ keppni hátíðarinnar. Lesa meira

Cartoon Forum óskar eftir umsóknum

Cartoon Media óskar eftir umsóknum fyrir Cartoon Forum. Cartoon Forum er stærðarinnar markaður fyrir kynningar á teiknimyndum í þróun. Hann mun fara fram í Toulouse í Frakklandi frá 15. – 18. september. Umsóknarfrestur rennur út 13. maí. Lesa meira

Baltasar Kormákur heiðraður sem alþjóðlegur kvikmyndagerðarmaður ársins á CinemaCon ráðstefnunni

Þann 20. apríl var Baltas­ar Kor­mákur heiðraður sem alþjóðlegur kvikmyndagerðarmaður ársins 2015 á Cinem­aCon, ráðstefnu sam­taka banda­rískra kvik­mynda­húsa­eig­enda. Ráðstefn­an fer fram dag­ana 20.-23. apríl í Las Vegas í Banda­ríkj­un­um og var Baltas­ar heiðraður á alþjóðlegum degi ráðstefnunnar. Lesa meira

Fleiri fréttir