thicker_than_water

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Kvikmyndasjóður – Umsóknir og úthlutanir eftir kyni fyrir árin 2013 og 2014

Í kjölfar umræðna um hlut kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi hefur Kvikmyndamiðstöð Íslands tekið saman upplýsingar fyrir árin 2013 og 2014 um fjölda umsókna í Kvikmyndasjóð Íslands og styrkja/vilyrða úr sjóðnum eftir kyni. Í flokkun umsókna eftir kyni var stuðst við kyn handritshöfunda og leikstjóra.

Lesa meira

DOK Leipzig óskar eftir umsóknum fyrir DOK Leipzig Co-Production Meeting – Norrænn fókus á hátíðinni

Hin virta heimildamyndahátíð DOK Leipzig óskar eftir umsóknum fyrir DOK Leipzig Co-Production Meeting, sem mun fara fram í lok október þessa árs. Umsækjendur frá norðurlöndum eru sérstaklega hvattir til að sækja um þátttöku, þar sem hátíðin mun innihalda norrænan fókus og af þeim sökum verða nokkur pláss á samframleiðslumarkaðinn eyrnamerkt fyrir norræna umsækjendur. Skapandi heimildamyndir í þróun eða á frumstigum framleiðslu eru gjaldgengar. Umsóknarfrestur rennur út 31. júlí.

Lesa meira

Hrútar tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Evrópusambandsins

Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, hefur verið tilnefnd til LUX kvikmyndaverðlaunanna fyrir árið 2015. LUX eru kvikmyndaverðlaun Evrópusambandsins og er tilnefningin mikill heiður, enda einungis 10 evrópskar kvikmyndir tilnefndar. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur tilnefningu til LUX kvikmyndaverðlaunanna. Tilkynnt var um tilnefningarnar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary þann 5. júlí, en Hrútar tekur einmitt þátt í „Horizons“ hluta hátíðarinnar um þessar mundir. Lesa meira

Fleiri fréttir