The Sea

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

fkn

Fimm íslenskar myndir valdar til þátttöku á Nordisk Panorama - þrjú verkefni valin á Nordisk Forum

Stuttmynda- og heimildamyndahátíðin Nordisk Panorama hefur tilkynnt hvaða íslensku myndir munu taka þátt á hátíðinni sem fer fram frá 19. – 24. september í Malmö í Svíþjóð. Þær eru fimm talsins og allar munu þær taka þátt í keppnum hátíðarinnar. Myndirnar fimm eru Salóme undir leikstjórn Yrsu Roca Fannberg, Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur, Megaphone eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur, Hjónabandssæla undir leikstjórn Jörundar Ragnarssonar og Málarinn eftir Hlyn Pálmason. Þá hafa þrjú verkefni verið valin til þátttöku á Nordisk Forum.

Lesa meira
efa

Vonarstræti og Hross í oss á meðal 50 mynda sem koma til greina sem mynd ársins á evrópsku kvikmyndaverðlaununum

European Film Academy, EFA, hefur opinberað lista sinn yfir þær kvikmyndir sem koma til greina sem besta mynd ársins á evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Þetta eru 50 myndir sem hefur verið mælt með til tilnefningar á evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Á meðal þessara mynda eru Vonarstræti undir leikstjórn Baldvins Z og Hross í oss undir leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Lesa meira
Heine_Deckert

Heino Deckert með heimildamyndasmiðju í nóvember – umsóknarfrestur rennur út 6. október

Kvikmyndamiðstöð Íslands, í samstarfi við fagfélög kvikmyndagerðarmanna, standa fyrir vinnusmiðju fyrir heimildamyndir dagana 6. – 9. nóvember 2014. Heino Deckert mun stýra smiðjunni. Umsóknarfrestur er til 6. október 2014.

Lesa meira

Fleiri fréttir