Children

Velkomin

Velkomin á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um Kvikmyndamiðstöðina og starfsemi hennar. Lögum samkvæmt ber Kvikmyndamiðstöð Íslands að stuðla að framleiðslu, dreifingu og kynningu á íslenskum kvikmyndum og auk þess að sjá um söfnun og útgáfu efnis sem viðkemur íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Kvikmyndamiðstöð vinnur einnig að eflingu kvikmyndamenningar á Íslandi og því að treysta tengsl á milli íslenskra og erlendra kvikmyndagerðaraðila.


FRÉTTIR

Stuttmyndir Guðmundar Arnars áfram sigursælar

Stuttmyndir Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður og Ártún, halda áfram sigurgöngu sinni á kvikmyndahátíðum heimsins. Hvalfjörður var valin besta leikna myndin á Zoom – Zblizenia kvikmyndahátíðinni í Jelenia Gora í Póllandi og Ártún var valin besta leikna stuttmyndin á Mediawave kvikmyndahátíðinni í Komárom í Ungverjalandi. Lesa meira

Kvikmyndaframleiðsla er hörku menningariðnaður - málþing og aðalfundur

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) og Samtök iðnaðarins (SI) standa fyrir málþingi í Gamla bíói þann 26. maí frá kl. 16:00 - 17:30. Lesa meira

Sundáhrifin vann til verðlauna á Director‘s Fortnight í Cannes

Sundáhrifin, hin fransk/íslenska gamanmynd Sólveigar Anspach heitinnar, vann í kvöld til SACD verðlaunanna fyrir bestu frönskumælandi kvikmynd á lokahófi Director‘s Fortnight dagskránnar á Cannes kvikmyndahátíðinni, einni stærstu og virtustu kvikmyndahátíð heims. Er um mikinn heiður að ræða fyrir alla aðstandendur myndarinnar.

Lesa meira

Fleiri fréttir