Staðreyndir og tölur

Konur í kvikmyndagerð - gögn um umsóknir og úthlutanir vegna framleiðslustyrkja

Kvikmyndamiðstöð Íslands tekur saman tölur um umsóknir og úthlutanir eftir kyni umsækjanda.
Hér eru aðeins teknar saman tölur um lykilstöður, þ.e. handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda til samræmis við það sem tíðkast í tölfræði erlendis. Þessi störf eru ráðandi hvað varðar raddir og sjónarhorn kvenna. Fjöldi kvenna hefur komið að öðrum störfum, bæði listrænum- og framkvæmdaþáttum og hefur hróður nokkurra borist víða, bæði hér á landi og alþjóðlega þótt þeirra verk séu ekki talin með í þessu samhengi.

Á mynd eitt má sjá hlutfall umsókna og úthlutana allra framleiðslustyrkja á árinu 2016 eftir kyni umsækjenda í öllum flokkum. Ljóst er að umtalsvert fleiri umsóknir hafa borist þar sem karlmenn eru í einhverju því lykilhlutverki sem horft er til, þ.e. leikstjórar, framleiðendur eða handritshöfundar. Árangurshlutfall kvenkyns umsækjenda er þó hærra.

graf 1

Mynd 2 sýnir árangurshlutfall þeirra umsækjenda sem sóttu um framleiðslustyrk árið 2016 eftir ofangreindum flokkum. Sjá má að árangurshlutfall þeirra kvenna sem sækja um er í kringum 60% í öllum flokkum. Því má ætla að rýrari hluti úthlutana framleiðslustyrkja skýrist að mestu leyti af því hve fáar umsóknir berast Kvikmyndasjóði þar sem að konur gegna lykilstöðu umsækjenda. 

graf 2 Hér má finna ítarlegra yfirlit um umsóknir og úthlutanir fyrir árið 2016 með tilliti til kyns umsækjenda. 

Vert er að hafa í huga að Kvikmyndasjóður styrkir að meðaltali 3-4 kvikmyndir í fullri lengd á ári. Ákveðin ár styrkir sjóðurinn jafnframt fáein samframleiðsluverkefni og kvikmyndir í eftirvinnslu. Tölfræði fyrir hvert ár varðandi úthlutanir getur því sveiflast nokkuð mikið og því betra að skoða tölfræði yfir lengra tímabil.


Á fundi KMÍ með kvikmyndagerðarfólki sem fór fram í Bíó Paradís 7. nóvember 2017 var farið yfir umsóknir og úthlutanir með tilliti til kyns umsækjanda. 

Neðangreind mynd sýnir yfirlit yfir umsóknir og úthlutanir á framleiðslustyrkjum eftir kyni leikstjóra á árunum 2013-2017.

Uthlutanir2013-2017Eins og þessar skýringamyndir sýna hafa borist talsvert fleiri umsóknir fyrir verkefni þar sem að karlkyns leikstjóri er heldur en kvenkyns á þessu tímabili. Einnig má sjá að árangurshlutfall þeirra verkefna sem sækja um með kvenkyns leikstjóra er mjög gott. Efni fundarins var að fjalla um samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2016 – 2019 sem gert var af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og samtökum í íslenskri kvikmyndagerð. 
Stór hluti þess samkomulags miðar að því að rétta hlut kynjanna í íslenskri kvikmyndagerð. 

Ljóst er að enn er ærið verkefni fyrir höndum þegar að neðangreind skýringarmynd er skoðuð en hún sýnir yfirlit yfir framleiðslustyrki eftir kyni leikstjóra, framleiðenda, handritshöfunda og helstu lykilstöðum frá janúar til október 2017. Enn vantar fleiri umsóknir þar sem kvenkyns leikstjórar leikstýra verkefnum. 

Uthlutanir-2017