Konur í kvikmyndagerð - gögn um umsóknir og úthlutanir vegna framleiðslustyrkja

Kvikmyndamiðstöð Íslands tekur saman tölur um umsóknir og úthlutanir eftir kyni umsækjanda.
Hér eru aðeins teknar saman tölur um lykilstöður, þ.e. handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda til samræmis við það sem tíðkast í tölfræði erlendis. Þessi störf eru ráðandi hvað varðar raddir og sjónarhorn kvenna. Fjöldi kvenna hefur komið að öðrum störfum, bæði listrænum- og framkvæmdaþáttum og hefur hróður nokkurra borist víða, bæði hér á landi og alþjóðlega þótt þeirra verk séu ekki talin með í þessu samhengi.

Á mynd eitt má sjá hlutfall umsókna og úthlutana allra framleiðslustyrkja á árinu 2016 eftir kyni umsækjenda í öllum flokkum. Ljóst er að umtalsvert fleiri umsóknir hafa borist þar sem karlmenn eru í einhverju því lykilhlutverki sem horft er til, þ.e. leikstjórar, framleiðendur eða handritshöfundar. Árangurshlutfall kvenkyns umsækjenda er þó hærra.

graf 1

Mynd 2 sýnir árangurshlutfall þeirra umsækjenda sem sóttu um framleiðslustyrk árið 2016 eftir ofangreindum flokkum. Sjá má að árangurshlutfall þeirra kvenna sem sækja um er í kringum 60% í öllum flokkum. Því má ætla að rýrari hluti úthlutana framleiðslustyrkja skýrist að mestu leyti af því hve fáar umsóknir berast Kvikmyndasjóði þar sem að konur gegna lykilstöðu umsækjenda. 

graf 2 

Vert er að hafa í huga að Kvikmyndasjóður styrkir að meðaltali 3-4 kvikmyndir í fullri lengd á ári. Ákveðin ár styrkir sjóðurinn jafnframt fáein samframleiðsluverkefni og kvikmyndir í eftirvinnslu. Tölfræði fyrir hvert ár varðandi úthlutanir getur því sveiflast nokkuð mikið og því betra að skoða tölfræði yfir lengra tímabil.

Á árunum 2005-2015 var árangurshlutfall leikstjóra 58% hjá báðum kynjum þegar kom að framleiðslustyrkjum fyrir leiknar myndir í fullri lengd. Frá 2012 hefur umsóknum með kvenkynsleikstjórum fjölgað. Árangurshlutfall  framleiðslustyrkja í öllum flokkum á tímabilinu 2012-2015 er 67% fyrir leiknar myndir, 86% í heimildamyndum, 78% í stuttmyndum og 100% í leiknu sjónvarpsefni (sjá töflur 1 og 3).

Synjun um styrk er ekki alltaf endastöð umsækjanda. Fjárhagsstaða sjóðsins hverju sinni skiptir miklu máli og oft kjósa umsækjendur fremur framhaldsstyrki til að þróa verkefni sín betur áður en kemur að endanlegri umsókn um framleiðslustyrk. Algengt er að þróun einstakra verkefna taki nokkur ár.

Ítarlegra yfirlit er að finna í viðhengjum hér neðst.

Tafla 1: Umsóknir og úthlutanir eftir verkefnum* um framleiðslustyrki fyrir leiknar myndir í fullri lengd 2005-2015 Umsóknir Úthlutanir Árangurshlutfall
       
Framleiðslustyrkir eftir kyni leikstjóra      
KK 127 74 58%
KVK 26 15 58%
Teymi KK og KVK 1 0 0%
samtals 154 89 58%
       
Framleiðslustyrkir eftir kyni handritshöfunda      
KK 121 71 59%
KVK 26 13 50%
Teymi KK og KVK 7 5 71%
samtals 154 89 58%

* Margar umsóknir fyrir sama verkefni teljast sem ein umsókn yfir tímabilið 2005-2015.

Á tímabilinu 2005-2015 bárust umsóknir vegna sjö verkefna undir leikstjórn konu sem áður höfðu leikstýrt mynd í fullri lengd - sex þessara verkefna hafa hlotið styrk eða vilyrði. Sambærilegar tölur fyrir karlkyns leikstjóra sem áður höfðu leikstýrt mynd í fullri lengd eru að sótt var um styrk fyrir 73 verkefni og hafa 47 þeirra hlotið styrk eða vilyrði.

Að neðan er að finna ítarlegra yfirlit fyrir árin 2012-2015.

Tafla 2: Árangur eftir umsóknum* um framleiðslustyrki 2012-2015 eftir kyni leikstjóra Umsóknir Úthlutanir Árangurshlutfall
       
Leiknar myndir í fullri lengd      
KK 50 20 40%
KVK 17 8 47%
samtals 67 28 42%
       
Stuttmyndir      
KK 20 8 40%
KVK 9 7 78%
samtals 29 15 52%
       
Leikið sjónvarpsefni      
KK 18 12 67%
KVK 1 1 100%
Teymi KK og KVK 1 1 100%
samtals 20 14 70%
       
Heimildamyndir      
KK 80 27 34%
KVK 15 12 80%
Teymi KK og KVK 5 5 100%
samtals 100 44 44%

* Umsóknir fyrir sömu verkefni geta talið oftar en einu sinni.

Á árunum 2012-2015 barst eingöngu ein umsókn um framleiðslustyrk fyrir leikið sjónvarpsefni undir leikstjórn konu – Ástríður 2. Verkefnið fékk vilyrði 2012 og fór í framleiðslu 2013.

Tafla 3: Umsóknir og úthlutanir eftir verkefnum* um framleiðslustyrki 2012-2015 eftir kyni leikstjóra Umsóknir Úthlutanir Árangurshlutfall
       
Leiknar myndir í fullri lengd      
KK 39 20 51%
KVK 12 8 67%
samtals 51 28 55%
       
Stuttmyndir      
KK 17 8 40%
KVK 9 7 78%
samtals 26 15 58%
       
Leikið sjónvarpsefni      
KK 18 12 67%
KVK 1 1 100%
Teymi KK og KVK 1 1 100%
samtals 20 14 70%
       
Heimildamyndir      
KK 58 27 47%
KVK 14 12 86%
Teymi KK og KVK 5 5 100%
samtals 77 44 57%

* Margar umsóknir fyrir sama verkefni teljast sem ein umsókn yfir tímabilið 2012-2015.

Synjun um framleiðslustyrk er ekki endastöð fyrir verkefni. Verkefni geta verið í þróun lengi og hefur KMÍ m.a. styrkt verkefni sem hafa fengið synjun með þróunarstyrkjum og/eða styrkjum fyrir vinnustofur til frekari undirbúnings þeirra. Ekki er óalgengt að verkefni sem hafa fengið framleiðslustyrk eða vilyrði hafi fengið synjun á einhverjum tímapunkti.

Tafla 4: Árangur í umsóknum um framleiðslustyrki 2012-2015 eftir kyni handritshöfunda Umsóknir Úthlutanir Árangurshlutfall
       
Leiknar myndir í fullri lengd      
KK 50 20 40%
KVK 15 6 40%
Teymi KK og KVK 2 2 100%
samtals 67 28 42%
       
Stuttmyndir      
KK 20 8 40%
KVK 8 6 75%
Teymi KK og KVK 1 1 100%
samtals 29 15 52%
       
Leikið sjónvarpsefni      
KK 13 8 62%
KVK 1 1 100%
Teymi KK og KVK 6 5 83%
samtals 20 14 70%
       
Heimildamyndir      
KK 71 26 37%
KVK 17 12 71%
Teymi KK og KVK 12 6 50%
samtals 100 44 44%

Á tímabilinu 2012-2015 barst einungis ein umsókn um framleiðslu leikins sjónvarpsefnis sem alfarið var skrifað af konum – Stelpurnar 5. Þáttaröðin fékk styrk 2014.

Tafla 5: Árangur í umsóknum um framleiðslustyrki 2012-2015 eftir kyni framleiðenda Umsóknir Úthlutanir Árangurshlutfall
       
Leiknar myndir í fullri lengd      
KK 40 18 45%
KVK 11 4 36%
Teymi KK og KVK 16 6 38%
samtals 67 28 42%
       
Stuttmyndir      
KK 17 8 47%
KVK 10 6 60%
Teymi KK og KVK 2 1 50%
samtals 29 15 52%
       
Leikið sjónvarpsefni      
KK 11 7 64%
KVK 1 0 0%
Teymi KK og KVK 8 7 88%
samtals 20 14 70%
       
Heimildamyndir      
KK 69 22 32%
KVK 24 17 71%
Teymi KK og KVK 7 5 71%
samtals 100 44 44%
Tafla 6: Árangur í umsóknum um framleiðslustyrki í öllum flokkum* 2012-2015 eftir lykilstöðum Umsóknir Úthlutanir Árangurshlutfall
       
Leikstjórar eftir kyni      
KK 168 67 40%
KVK 42 28 67%
Teymi KK og KVK 6 6 100%
Samtals 216 101 47%
       
Handritshöfundar eftir kyni      
KK 154 62 40%
KVK 41 25 61%
Teymi KK og KVK 21 14 67%
samtals 216 101 47%
       
Framleiðendur eftir kyni      
KK 137 55 40%
KVK 46 27 59%
Teymi KK og KVK 33 19 58%
samtals 216 101 47%

*Umsóknir um framleiðslustyrki leikinna mynda í fullri lengd, stuttmynda, leikins sjónvarpsefnis og heimildamynda.

Í tölunum fyrir 2012-2015 hafa eftirvinnslustyrkir ekki verið taldir með.

Fleiri töflur er að finna í viðhengi, sjá hér. Þar má finna ítarlegri upplýsingar um skiptingu áranna 2012-2015 fyrir framleiðslustyrki útfrá lykilstöðunum þremur;  handritshöfundum, leikstjórum og framleiðendum. Athugið að í Excel skjalinu er að finna flipa fyrir hvert ár og flipa með öllum ofantöldum töflum.

Lýsandi gröf er að finna hér og hér.