Staðreyndir og tölur

Konur í kvikmyndagerð - gögn um umsóknir og úthlutanir vegna framleiðslustyrkja

Á árinu 2018 bárust 192 umsóknir um styrki vegna 157 verkefna. Í lok árs var 33 umsóknum ósvarað. 208 umsóknum var svarað árið 2018, þar af 49 frá fyrra ári. Svarhlutfallið var því 33% hærra en frá fyrra ári.

Í töflunni hér að neðan má sjá hversu mörgum umsóknum var svarað eftir gerð styrkja auk fjölda úthlutana. Þar kemur fram að rúmlega helmingur af þeim umsóknum sem var svarað á árinu 2018 fengu styrk.

Umsóknir Úthlutanir Árangurshlutfall
Handritastyrkir 120 64 53%
Þróunarstyrkir 20 17 85%
Framleiðslustyrkir 68 39 57%
Samtals 208 120 58%

Í neðangreindri töflu má sjá fjölda umsókna eftir flokkum. Langflestar umsóknir bárust vegna leikinna kvikmynda en fæstar voru vegna stuttmynda.

Fjöldi umsókna eftir flokkum
Heimildamyndir57
Leiknar kvikmyndir104
Stuttmyndir10
Leikið sjónvarpsefni 37
Samtals 208

Hér er hægt að nálgast helstu upplýsingar um þau verkefni sem KMÍ og Kvikmyndasjóður Íslands hafa styrkt fyrir árið 2018 og hvar þau eru stödd í vinnsluferlinu.


Konur í kvikmyndagerð - gögn um umsóknir og úthlutanir vegna framleiðslu- og handritastyrkja


Með það fyrir augum að halda áfram umræðu um konur í kvikmyndagerð hefur KMÍ síðastliðin ár birt tölulegar upplýsingar hvað varðar umsóknir og styrki eftir lykilstöðum í kvikmyndagerð sem skipt er eftir kyni.

Það hefur verið ljóst um nokkurt skeið að mun færri umsóknir berast KMÍ um styrki þar sem konur skipa lykilstöðurnar í handritagerð, leikstjórn eða framleiðslu. Til að bregðast við þessu var lögð sérstök áhersla á að jafna hlut kynjanna í kvikmyndagerð í samkomulagi um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árið 2016-2019, sem undirritað var af fulltrúum samtaka kvikmyndagerðamanna og tveimur ráðherrum.

KMÍ brást við með að vinna tillögur sem lagðar voru fyrir kvikmyndaráð sem samþykkti þær einróma. Í kjölfarið voru þær kynntar mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem ekki hafa borist viðbrögð við þeim ennþá. Minnisblaðið frá árinu 2017 með tillögum um frekari aðgerðir og kostnað má finna hér.

Kvikmyndamiðstöð Íslands tekur saman tölur um umsóknir og úthlutanir eftir kyni umsækjanda.
Hér eru aðeins teknar saman tölur um lykilstöður, þ.e. handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda til samræmis við það sem tíðkast í tölfræði erlendis. Þessi störf eru ráðandi hvað varðar raddir og sjónarhorn kvenna. Fjöldi kvenna hefur komið að öðrum störfum, bæði listrænum- og framkvæmdaþáttum og hefur hróður nokkurra borist víða, bæði hér á landi og alþjóðlega þótt þeirra verk séu ekki talin með í þessu samhengi.

Ljóst er að enn er ærið verkefni fyrir höndum þegar að neðangreind skýringarmynd er skoðuð en hún sýnir yfirlit yfir framleiðslustyrki eftir kyni leikstjóra, framleiðenda, handritshöfunda og helstu lykilstöðum fyrir allt árið 2018. Enn vantar fleiri umsóknir þar sem kvenkyns leikstjórar leikstýra verkefnum.


Framleidslustyrkir-eftir-kyni-2018Þegar umsóknir um handritastyrki eru skoðaðar á neðangreindri mynd eftir kyni má sjá að talsvert fleiri umsóknir berast frá körlum en konum, þá sérstaklega hvað varðar leiknar kvikmyndir og leikið sjónvarpsefni. Minni munur er á milli kynja varðandi heimildamyndir. Þá má sjá að árangurshlutfall þeirra verkefna sem sækja um með kvenkyns umsækjendum er betra en karla.


Handritastyrkir

Neðangreind mynd sýnir yfirlit yfir umsóknir og úthlutanir á framleiðslustyrkjum eftir kyni leikstjóra á árunum 2013 til 2018 í öllum flokkum, þ.e. leiknum kvikmyndum, leiknu sjónvarpsefni, heimildamyndum og stuttmyndum.

Eins og þessar skýringamyndir sýna hafa borist talsvert fleiri umsóknir fyrir verkefni þar sem að karlkyns leikstjóri er heldur en kvenkyns á þessu tímabili. Einnig má sjá að árangurshlutfall þeirra verkefna sem sækja um með kvenkyns leikstjóra er mun betra en karla.

Framleidslustyrkir-eftir-kyni-leikstjora-2013-2018


Í töflunum hér að neðan má sjá tölur um lykilfólk, þ.e. handritshöfunda, leikstjóra og framleiðendur og hvernig framleiðslustyrkir skiptast eftir kyni. Þessi störf eru ráðandi hvað varðar raddir og sjónarhorn karla og kvenna.

Til glöggvunar er töflunum einnig skipt upp eftir tegundum styrkja og tegundum verkefna.


Árangur í umsóknum um framleiðslustyrki 2018 eftir kyni leikstjóra


UmsóknirÚthlutanirÁrangurshlutfall
Leiknar myndir í fullri lengd
kk18739%
kvk6583%
samtals241250%
Stuttmyndir
kk8338%
kvk2150%
samtals10440%
Leikið sjónvarpsefni
kk3267%
kvk2150%
teymi kk og kvk5240%
samtals10550%
Heimildamyndir
kk151173%
kvk8675%
teymi kk og kvk11100%
samtals241875%

Árangur í umsóknum um framleiðslustyrki 2018 eftir kyni handritshöfundaUmsóknir
ÚthlutanirÁrangurshlutfall
Leiknar myndir í fullri lengd
kk177 41%
kvk43 75%
teymi kk og kvk 3 2 67%
samtals2412 50%
Stuttmyndir
kk83 38%
kvk21 50%
samtals10440%
Leikið sjónvarpsefni
kk32 67%
kvk21 50%
teymi kk og kvk52 40%
samtals105 50%
Heimildamyndir
kk12867%
kvk9889%
teymi kk og kvk3267%
samtals241875%

Árangur í umsóknum um framleiðslustyrki 2018 eftir kyni framleiðendaUmsóknir
ÚthlutanirÁrangurshlutfall
Leiknar myndir í fullri lengd
kk73 43%
kvk53 60%
teymi kk og kvk126 50%
samtals2412 50%
Stuttmyndir
kk6350%
kvk2150%
teymi kk og kvk 2 0 0%
samtals10440%
Leikið sjónvarpsefni
kk3267%
kvk00
teymi kk og kvk7343%
samtals10550%
Heimildamyndir
kk7571%
kvk9778%
teymi kk og kvk8675%
samtals241875%