Verk í vinnslu

Leikið sjónvarpsefni

Reykjavík 112

Reynir Lyngdal, Tinna Hrafnsdóttir

Þegar ung kona er myrt á hrottalegan hátt í Reykjavík, verður sex ára dóttir hennar, sem er í felum, vitni að morðinu. Rannsóknarlögreglumaðurinn Huldar og barnasálfræðingurinn Freyja þurfa að leggja til hliðar sín deilumál og sameinast í þrotlausri vinnu til að leysa morðmálið og vernda unga vitnið fyrir yfirvofandi ógn morðingjans.

Lesa meira

Felix & Klara

Ragnar Bragason

Fyrrverandi tollvörðurinn Felix G.Haralds flyst ásamt eiginkonu sinni Klöru í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík og rankar við sér eftir langa starfsævi í innihaldslausum hversdagsleika. Á sama tíma og Klara er frelsinu fegin leitar Felix tilgangs og lítil atvik verða að stórviðburðum.

Lesa meira

Vigdís

Björn Hlynur Haraldsson, Tinna Hrafnsdóttir

Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bj´ða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga stúlku sem gefst aldrei upp sama á hvað dynur.

Lesa meira

Danska konan

Benedikt Erlingsson

Í ljótri blokk í litlu Reykjavík býr einstæð dönsk kona. Hún vill vera góð og láta gott af sér leiða, en hún svífst einskis. Hvað gerist þegar Rambo flytur inn í húsið okkar í líki miðaldra konu? Hvar endar sagan þegar tilgangurinn helgar meðalið?

Lesa meira