Leiknar kvikmyndir

Alma

Kristín Jóhannesdóttir

Alma er örlagagasaga ungrar konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum án þess þó að muna eftir þeim atburði. Eftir sjö ár berast þær fréttir að kærastinn sé sprelllifandi og á leið til landsins. Hún ákveður að drepa hann þar sem hún er hvort sem er búin að afplána dóm fyrir glæpinn.

Lesa meira

ANDIÐ EÐLILEGA

Ísold Uggadóttir

Hælisleitandi frá Gíneu-Bissá á leið til Kanada verður strandaglópur í Keflavík þegar starfskona við vegabréfaeftirlit stöðvar hana vegna ófullnægjandi ferðaskilríkja. Um leið og hún berst við kerfið á Íslandi, tengist hún óvænt einstæðri móður í húsnæðisbasli, þeirri sömu og hneppti hana í varðhald á Leifsstöð.

Lesa meira

Halastjarnan

Ari Alexander Ergis Magnússon

Lói - þú flýgur aldrei einn

Árni Ólafur Ásgeirsson

Lói er síðastur lóuunga af fjórum til að klekjast úr eggi og á erfitt uppdráttar frá upphafi. Þegar haustar og fjölskyldan ferðbýr sig til að fara suður á bóginn á hlýrri slóðir, þá er Lói ekki enn búinn að læra að fljúga. Hann þarf því að takast á við harðan vetur, grimma óvini og önnur vandamál, ásamt nýjum vinum sínum.

Lesa meira

SUMARBÖRN

Guðrún Ragnarsdóttir

Systkinin Eydís og Kári eru send á barnaheimilið Silungapoll vegna heimiliserfiðleika og fátæktar. Börnin trúa því statt og stöðugt að dvölin verði stutt, en biðin veldur þeim síendurteknum vonbrigðum.

Dagarnir líða, en Eydís með sinn sterka lífsvilja og lífsgleði yfirstígur hverja hindrunina eftir aðra með ráðsnilld og dugnaði og umhyggju fyrir Kára bróður sínum.

Lesa meira

Svanurinn

Ása Helga Hjörleifsdóttir

Afvegaleidd níu ára stúlka er send í sveit um sumar til að vinna og þroskast, en verður í staðinn lykilþátttakandi í atburðarás sem hún skilur varla sjálf.

Lesa meira

Undir trénu

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

Gamalt kynlífsmyndband og fagurt tré koma af stað hatrammri deilu milli venjulegs fólks.

Lesa meira

Vargur

Börkur Sigþórsson

 Bræðurnir Erik og Atli eiga báðir við fjárhagsvanda að stríða af ólíkum ástæðum.  Saman grípa þeir til þess ráðs að smygla dópi til landsins.  Erik skipuleggur verkefnið í þaula og allt virðist ætla að ganga upp, en óvænt atvik setur strik í reikninginn. 

 

Lesa meira
Vetrarbræður

Vetrarbræður

Hlynur Pálmason

Vetrarbræður gerist í einangraðri verkamannabyggð á köldum vetri. Myndin segir frá bræðrunum Emil og Johan og hvernig þeirra daglega rútína er einn dag brotin upp með ofbeldisfullum deilum milli þeirra og annarrar fjölskyldu á vinnustaðnum. Saga um skort af ást sem fókusar á yngri bróðurinn, Emil, og þörf hans fyrir að vera elskaður og þráður.

Lesa meira

Víti í Vestmannaeyjum

Bragi Þór Himriksson

Jón Jónsson, 10 ára, fer með liði sínu Fálkunum til að keppa á fótboltamóti í Vestmanneyjum. ÞegarJón kynnist ÍVARI, strák úr ÍBV sem þarf að þola ofbeldi heimafyrir, þarf hann að vaxa hraðar úr grasien hann nokkru sinni óraði fyrir, innan vallar sem utan.

Lesa meira