Verk í vinnslu

Leiknar kvikmyndir

Alma

Kristín Jóhannesdóttir

Alma er örlagagasaga ungrar konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum án þess þó að muna eftir þeim atburði. Eftir sjö ár berast þær fréttir að kærastinn sé sprelllifandi og á leið til landsins. Hún ákveður að drepa hann þar sem hún er hvort sem er búin að afplána dóm fyrir glæpinn.

Lesa meira

ANDIÐ EÐLILEGA

Ísold Uggadóttir

Hælisleitandi frá Gíneu-Bissá á leið til Kanada verður strandaglópur í Keflavík þegar starfskona við vegabréfaeftirlit stöðvar hana vegna ófullnægjandi ferðaskilríkja. Um leið og hún berst við kerfið á Íslandi, tengist hún óvænt einstæðri móður í húsnæðisbasli, þeirri sömu og hneppti hana í varðhald á Leifsstöð.

Lesa meira

Halastjarnan

Ari Alexander Ergis Magnússon

Kona fer í stríð

Benedikt Erlingsson

Kórstjóri á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi íslands… Þar til munaðarlaus stúlka frá Búlgaríu stígur inn í líf hennar. Að bjarga einu barni er að bjarga heiminum. En er það nóg?

Lesa meira

Lof mér að falla

Baldvin Z

Þegar 15 ára Magnea kynnist 18 ára Stellu breytist allt. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inní heim fíkniefna sem hefuralvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.

Lesa meira

Lói - þú flýgur aldrei einn

Árni Ólafur Ásgeirsson

Lói er síðastur lóuunga af fjórum til að klekjast úr eggi og á erfitt uppdráttar frá upphafi. Þegar haustar og fjölskyldan ferðbýr sig til að fara suður á bóginn á hlýrri slóðir, þá er Lói ekki enn búinn að læra að fljúga. Hann þarf því að takast á við harðan vetur, grimma óvini og önnur vandamál, ásamt nýjum vinum sínum.

Lesa meira

Tryggð

Ásthildur Kjartansdóttir

Gísella Dal fær tvær erlendar konur til þess að leigja hjá sér til að ná endum saman. Fyrst um sinn gengur sambúðin vel, en með tímanum fara menningarárekstrar að krauma upp á yfirborðið sem ógna valdi Gísellu, geði hennar og sjálfsmynd.

Lesa meira

Vargur

Börkur Sigþórsson

 Bræðurnir Erik og Atli eiga báðir við fjárhagsvanda að stríða af ólíkum ástæðum.  Saman grípa þeir til þess ráðs að smygla dópi til landsins.  Erik skipuleggur verkefnið í þaula og allt virðist ætla að ganga upp, en óvænt atvik setur strik í reikninginn. 

 

Lesa meira

Víti í Vestmannaeyjum

Bragi Þór Hinriksson

Jón Jónsson, 10 ára, fer með liði sínu Fálkunum til að keppa á fótboltamóti í Vestmanneyjum. ÞegarJón kynnist ÍVARI, strák úr ÍBV sem þarf að þola ofbeldi heimafyrir, þarf hann að vaxa hraðar úr grasien hann nokkru sinni óraði fyrir, innan vallar sem utan.

Lesa meira