Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar

Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á tímabundnum endurgreiðslum allt að 25% af framleiðslukostnaði. Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða. 

Hafi meira en 80% af framleiðslukostnaði fallið til hérlendis eru jafnframt endurgreidd 25% af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á hinu evrópska efnahagssvæði. Endurgreiðslukerfið heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Íslands.

Umsóknum um endurgreiðslu skal beina til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands áður en framleiðsla kvikmyndar eða sjónvarpsefnis hefst hér á landi. Endurgreiðslurnar eru á grundvelli  laga nr. 43/1999 með síðari breytingum, en nánar er kveðið á um skilyrði endurgreiðslu í  reglugerð nr. 622/2012.

Sérstök nefnd fjallar um umsóknirnar. Telji hún að umsókn fullnægi settum skilyrðum er útgefið vilyrði fyrir endurgreiðslu þegar verkefni er lokið. 

Nánari upplýsingar veitir Tjörvi Þórsson, framleiðslustjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands: tjorvi@kvikmyndamidstod.is  
Sími: 562-3580 / 696-3776

Gögn vegna umsókna um endurgreiðslur

Verkefnamat - EYÐUBLAÐ

Leiðbeiningar fyrir umsóknir

Lýsing á stigagjöf verkefnamats

Upplýsingar um endurgreiðslur eftir árum

Yfirlitstafla - verkefnum lokið á árinu 2016

Yfirlitstafla - verkefnum lokið á árinu 2015

Yfirlitstafla - verkefnum lokið á árinu 2014

Yfirlitstafla - verkefnum lokið á árinu 2013

Yfirlitstafla - verkefnum lokið á árinu 2012

Yfirlitstafla - endurgreiðslu 2001-2016