Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar

Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á endurgreiðslum á allt að 25% af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hafi meira en 80% af framleiðslukostnaði fallið til hérlendis eru jafnframt endurgreidd 25% af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á hinu evrópska efnahagssvæði. 

Endurgreiðslurnar eru á grundvelli  laga nr. 43/1999 með síðari breytingum, en nánar er kveðið á um skilyrði endurgreiðslu í  reglugerð nr. 450/2017.

Endurgreiðslukerfið heyrir undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið en það hefur falið Kvikmyndamiðstöð Íslands umsjón þess.
Þriggja manna nefnd er skipuð til þess að meta umsóknir um endurgreiðslur og hefur hún aðsetur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið tilnefnir formann. Fjármálaráðuneytið- og efnahagsráðuneytið og mennta- og menningamálaráðuneytið tilnefnir sitthvorn nefndarmann. 

Nefndina skipa Þóra Hallgrímsdóttir, hdl. sem formaður, Steinar Örn Steinarsson sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.


Nefndin kemur saman tvisvar sinnum í mánuði og fjallar um umsóknir. Umsækjandi þarf að hafa skilað inn öllum gögnum ásamt umsókn seinasta lagi viku fyrir fund svo unnt sé að taka umsókn til umfjöllunar. 
Umsóknarferlið fyrir endurgreiðslur er tvíþætt.

1. Sótt er um vilyrði um endurgreiðslu tli Kvikmyndamiðstöðvar Íslands áður en framleiðsla hefst. Ef vilyrði er veitt byggir það á umsóknargögnum og skapar skuldbindingu um greiðslu 25% af þeim framleiðslukostnaði.

Telji nefndin að umsókn fullnægi settum skilyrðum er útgefið vilyrði fyrir endurgreiðslu þegar verkefni er lokið. Greinar 3 og 4 í reglugerð 450/2017 tiltaka hvaða gögnum beri að skila inn á þessu stigi umsóknar. 

2. Umsókn um útborgun skal skila inn þegar að framleiðslu þess verkefnis sem sótt er um endurgreiðslu fyrir er lokið og fjárhagsuppgjör liggur fyrir. Framleiðslu telst lokið þegar allir vinnsluþættir sem sótt er um endurgreiðslu fyrir eru fullunnir, staðin hafa verið skil á niðurstöðu þeirra og kostnaður vegna þeirra skráður í fjárhagsbókhald umsækjanda og hefur verið gerður upp. 

Greinar 5 og 6 í reglugerð 450/2017 tiltaka hvaða gögnum skuli skila inn vegna umsóknar um endurgreiðslu.  

Mikilvægt er að gæta þess að umsókn innihaldi allar umbeðnar upplýsingar svo unnt sé að taka umsókn til umfjöllunar.

Nánari upplýsingar veitir Tjörvi Þórsson, framleiðslustjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands: tjorvi@kvikmyndamidstod.is  
Sími: 562-3580 / 696-3776

Gögn vegna umsókna um endurgreiðslur

Verkefnamat - EYÐUBLAÐ

Leiðbeiningar fyrir umsóknir um vilyrði

Lýsing á stigagjöf verkefnamats

Upplýsingar um endurgreiðslur eftir árum

Yfirlitstafla - verkefnum lokið á árinu 2016

Yfirlitstafla - verkefnum lokið á árinu 2015

Yfirlitstafla - verkefnum lokið á árinu 2014

Yfirlitstafla - verkefnum lokið á árinu 2013

Yfirlitstafla - verkefnum lokið á árinu 2012

Yfirlitstafla - endurgreiðslu 2001-2016