Verk í vinnslu
Stuttmyndir

Ekki opna augun
Kolfinna Nikulásdóttir
Ragnar bindur fyrir augun á Þuríði og þau halda í óvissuferð á afmælisdaginn hennar. Þuríði líður óþægilega með bundið fyrir augun en Ragnar lofar að ferðin sé stutt. Ragnar fær samviskubit þar sem Þuríði líður illa. Rifrildi í óbyggðum leiðir í ljós að þau vita hvorugt muninn á ofbeldi og ást.
Lesa meira
Zoo-I-Zide
Anna Sæunn Ólafsdóttir
Stuttmyndin Zoo-I-Zide er dystópísk framtíðarmynd sem gerist í Evrópu eftir að hnattræn hlýnun hefur valdið því að 30% af landi hefur sokkið í sæ og þar af leiðandi valdið margþættum vanda. Með stofnun sameinaðs ríkis, Westropiu og alræðisstefnu stjórnvalda hafa verið byggðar magnþrungnar neðanjarðarborgir.
Lesa meira