Verk í vinnslu

Heimildamyndir

Turninn

Ísold Uggadóttir

Senseless

Guy Davidi

Senseless er uppvaxtarsaga frá samfélagi þar sem börn fæðast til þess að verða hermenn. Þeim er ætlað að uppfylla félagslegar skyldur innan hersins hvort sem þau eiga þar heima eða ekki.

Sagan er mjög persónuleg og byggð á bréfum og leynidagbókum ungra hermann sem hafa dáið í herskyldu. Við fylgjumst með innri baráttu þessara ungu hermanna sem velta vöngum yfir lífinu sem þeim er ætlað. Þau fylgja okkur inn í heim einangrunar og efasemda, þar sem þau eru þvinguð jafnvel til þess að fara á svig við eigin gildi.

Lesa meira

Rokkamman

Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Andrea Jónsdóttir, plötusnúður er á áttræðisaldri. Hún fellur ekki í hefðbundin mót samfélagsins og lifir öðruvísi lífsstíl en ætlast er til af fólki á hennar aldri. Myndin fylgir rokkömmunni í 24 tíma. Með endurliti speglast í senn konan sem er byltingin holdi klædd og það samfélagsumrót sem hún hefur lifað á langri ævi. Þrjár kynslóðir kvenna; amman, dóttirin og barnabarnið segja söguna. 

Lesa meira

Veðurskeytin

Bergur Bernburg

Afburðagreindur og vel menntaður maður sem gegnir góðri stöðu og hefur náð afar miklum árangri í sínu fagi. Það er vísað til hans sem sjúklings, sem hann fyrir flestum vissulega er, en hann er líka annað og meira. Hann er líka landkönnuður sem stendur í gættinni á öðrum heimi. Hann sér land þar sem flest okkar komum ekki auga á neitt. Veðurskeytin fjalla um sýn manns sem veikist illa og neyðist til að gera nýjan samning við sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi. Sýn hans á veikindi sín er viðfangsefni kvikmyndarinnar. Honum er ljóst að hann er og verður alltaf sjúklingur en í hjarta sínu er hann líka landkönnuður sem finnur kallið koma til sín úr öðrum heimi. Og það er erfitt að svara því ekki, því líf hans liggur að veði.

Lesa meira

Sagan á bakvið söguna

Marteinn Þórsson

Jóhann Sigmarsson er listamaður sem hefur þróast frá því að gera kvimyndir í fullri lengd út í Húgagna hönnun og síðan höggmyndalist. Lífshlaup hans hefur verið ansi litríkt. Hann er fatlaður frá unga aldri og hefur þjáðst að ýmsum öðrum kvillum. En þrátt fyrir það að hafa í raun allt á móti sér hefur áorkað meiru en margir fullgerðir listamenn geta státað af.

Lesa meira

Öll nótt úti (áður Hvalur)

Lúðvík Páll Lúðvíksson

Saga um mann sem vildi bjarga hvölum heimsins og í hans ferli
að bjarga blíðum risum hafsins varð hann að miskunarlausum
hryðjuverkamanni.

Lesa meira
Þegar við dönsum

Þegar við dönsum

Helga Rakel Rafnsdóttir

Þegar við dönsum leiðir okkur á heiðarlegan hátt í gegnum völundarhús sköpunarferlisins. Með leikgleðina að vopni kveikja einstakir listamenn neista hver hjá öðrum, neista sem verður að báli sem tekur sína eigin stefnu og enginn vill slökkva. 

Lesa meira

Leitin að Mjallhvíti

Leitin að Mjallhvít fjallar um uppruna ævintýra persónunar Mjallhvítar.

Lesa meira

Gunnar Gunnarsson, rithöfundur

Júlíus Kemp

Skömmu áður en sænska lærdómslistaakademían tilkynnti um hver hlyti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1955 fékk Gunnar Gunnarsson rithöfundur skeyti frá útgefanda sínum í Svíþjóð sem bað hann um að senda sér ljósmynd og stutt æviágrip eins fljótt og auðið væri. Öll sólarmerki virtust benda til þess að Gunnar fengi verðlaunin. En fór svo?

Lesa meira