Verk í vinnslu

Heimildamyndir

Cirkusdirektören

Titti Johnson, Helgi Felixson

Þegar hún gat ekki bjargað pabba sínum, vildi hún bjarga heiminum.

Lesa meira
Ekki einleikið

Ekki einleikið

Ásthildur Kjartansdóttir, Anna Þóra Steinþórsdóttir

Ekki einleikið er tragikómísk heimildamynd um hina æðislegu Ednu Lupitu og leikhópinn hennar sem afhjúpar hvernig hægt er að lifa eðlilegu spennandi og innihaldsríku lífi þrátt fyrir að vera á barmi sjálfsmorðs.

Lesa meira

Gunnar Gunnarsson, rithöfundur

Júlíus Kemp

Skömmu áður en sænska lærdómslistaakademían tilkynnti um hver hlyti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1955 fékk Gunnar Gunnarsson rithöfundur skeyti frá útgefanda sínum í Svíþjóð sem bað hann um að senda sér ljósmynd og stutt æviágrip eins fljótt og auðið væri. Öll sólarmerki virtust benda til þess að Gunnar fengi verðlaunin. En fór svo?

Lesa meira

Hækkum rána

Guðjón Ragnarsson

Þetta er saga um stúlkur sem búa sig undir að taka yfir heiminn. Þær eru 9-11 ára gamlar en hafa sett markmiðið á það að brjóta niður menningarmúra íþróttahreyfingarinnar. Til þess að gera það þurfa þær að búa yfir mikilli tilfinningagreind og yfirburða styrk. Leiðtogi þeirra er óvenjulegur og hækkar í sífellu rána.

Lesa meira

Leitin að Mjallhvíti

Leitin að Mjallhvít fjallar um uppruna ævintýra persónunar Mjallhvítar.

Lesa meira

Öll nótt úti (áður Hvalur)

Lúðvík Páll Lúðvíksson

Saga um mann sem vildi bjarga hvölum heimsins og í hans ferli
að bjarga blíðum risum hafsins varð hann að miskunarlausum
hryðjuverkamanni.

Lesa meira

Sagan á bakvið söguna

Marteinn Þórsson

Jóhann Sigmarsson er listamaður sem hefur þróast frá því að gera kvimyndir í fullri lengd út í Húgagna hönnun og síðan höggmyndalist. Lífshlaup hans hefur verið ansi litríkt. Hann er fatlaður frá unga aldri og hefur þjáðst að ýmsum öðrum kvillum. En þrátt fyrir það að hafa í raun allt á móti sér hefur áorkað meiru en margir fullgerðir listamenn geta státað af.

Lesa meira

Veðurskeyting

Bergur Bernburg

Afburðagreindur og vel menntaður maður sem gegnir góðri stöðu og hefur náð afar miklum árangri í sínu fagi. Það er vísað til hans sem sjúklings, sem hann vissulega er, en hann er líka annað og meira. Hann er líka landkönnuður sem stendur í gættinni á öðrum heimi. Hann sér land þar sem flest okkar komum ekki auga á neitt. Enginn, allra síst hann sjálfur, efast um sjúkdómsgreininguna eða atburðarásina sem er rakin hér að ofan eða hvað varð til þess að hann fór að leita annarrar, hliðstæðrar veraldar.

Lesa meira
Þegar við dönsum

Þegar við dönsum

Helga Rakel Rafnsdóttir

Þegar við dönsum leiðir okkur á heiðarlegan hátt í gegnum völundarhús sköpunarferlisins. Með leikgleðina að vopni kveikja einstakir listamenn neista hver hjá öðrum, neista sem verður að báli sem tekur sína eigin stefnu og enginn vill slökkva. 

Lesa meira