Rokkamman
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Andrea Jónsdóttir, plötusnúður er á áttræðisaldri. Hún fellur ekki í hefðbundin mót samfélagsins og lifir öðruvísi lífsstíl en ætlast er til af fólki á hennar aldri. Myndin fylgir rokkömmunni í 24 tíma. Með endurliti speglast í senn konan sem er byltingin holdi klædd og það samfélagsumrót sem hún hefur lifað á langri ævi. Þrjár kynslóðir kvenna; amman, dóttirin og barnabarnið segja söguna.
Titill: Rokkamman
Enskur titill: Godmother of Rock
Leikstjóri: Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Handritshöfundar: Anna Hildur Hildibrandsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Framleiðandi: Anna Hildur Hildibrandsdóttir
Framleiðslufyrirtæki: Tattarrattat
Áætlað að tökur hefjist: Júní 2020
Upptökutækni: 4K
Tengiliður: Anna Hildur Hildibrandsdóttir anna@tatt.is
KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Þróunarstyrkur 2019 kr. 1.800.000