Leikið sjónvarpsefni

Stella Blómkvist II
Óskar Þór Axelsson
Þremur árum eftir örlagaríku atburðina í Stjórnarráðinu er Stella enn að harka, Dagbjört er forsætisráðherra og Ísland er paradís á yfirborðinu. En þegar ný mál koma á borð til Stellu sogast hún aftur í hringiðu glæpa og valdatafls, þar sem hún mætir hættulegri andstæðingum en hún hefur áður kynnst.
Lesa meira
Vitjanir
Eva Sigurðardóttir
Þegar bráðalæknirinn Kristín (46) kemst að framhjáhaldi Helga (48), eiginmanns síns, flytur hún í snarhasti, ásamt dóttur sinni, Lilju (15), á æskuslóðir sínar í Hólmafirði. Foreldrar Kristínar skjóta skjólshúsi yfir mæðgurnar en sambúðin við móður Kristínar, miðilinn Jóhönnu (66) neyðir hana til að horfast í augu við drauga fortíðarinnar. Á meðan Helgi reynir að koma í veg fyrir skilnaðinn þarf Kristín á öllu sínu að halda til að leysa úr óþægilegum fortíðarflækjum með æskuástinni og lögreglumanni staðarins, Ragnari (47). Kristín tekur við stöðu eina læknis litlu heilsugæslunnar í Hólmafirði og hún kemst fljótt að því að rökföst lífssýn hennar stangast illilega á við grasalækningar, spíritisma, hindurvitni og hjátrú í þorpinu. Kristín er komin langt út fyrir þægindarammann. Þótt Kristín hafi aðeins ætlað sér að stoppa stutt við í Hólmafirði, gæti verið að hún þarfnist þorpsins jafn miðið og þorpið þarfnast hennar.
Lesa meira
Ófærð 3
Baltasar Kormákur, Börkur Sigþórsson, Katrín Björgvinsdóttir
Þegar hrottalegt morð er framið á afskekktu landi sértrúarsafnaðar norður í landi, fær lögreglumaðurinn Andri óvænt tækifæri til að bæta fyrr gamlar misgjörðir í starfi, sem hafa fylgt honum eins og skuggi árum saman.
Lesa meira
Vegferðin
Baldvin Zophoníasson
Saga tveggja karlmanna sem fara í ferðalag til þess að styrkja vináttubönd sín. Ferðalagið tekur óvænta stefnu sem reynir á vináttu þeirra og neyðir þá til að horfast í augu við eigin tilfinningar, karlmennsku og stolt.
Lesa meira
Systrabönd
Silja Hauksdóttir
Á tíunda áratug síðust aldar hverfur fjórtán ára stúlka sporlaust á Snæfellsnesi. Tuttugu og fimm árum síðar finnast jarðneskar leifar hennar og þrjár æskuvinkonur neyðast til að horfa í augu við fortíð sína.
Lesa meira
Verbúð
Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson
Þáttaröðin Verbúð fjallar á dramatískan hátt um afleiðingar kvótakerfis fyrir lítið þorp.
Lesa meira