Íslenskar kvikmyndir á hátíðum erlendis

Kvikmyndamiðstöð ræktar tengsl við helstu kvikmyndahátíðir og kvikmyndastofnanir víðs vegar um heim og styðst við flokkun alþjóðlegra samtaka kvikmyndaframleiðenda (International Federation of Film Producers Association - FIAPF) á kvikmyndahátíðum.

Á hverju ári eru fjöldi íslenskra kvikmynda valdar sérstaklega til þátttöku á kvikmyndahátíðum. Í öllum tilfellum er um listrænt val aðstandenda hátíðanna að ræða.

Ár hvert stendur KMÍ einnig, í samvinnu við ýmsar erlendar stofnanir og kvikmyndahátíðir, fyrir nokkrum kvikmyndafókusum. Kvikmyndafókusarnir gera íslenskum kvikmyndum hátt undir höfði og stuðla þannig að kynningu á íslenskri menningu í ólíkum löndum.

Hér að ofan má finna yfirlit yfir hátíðarþátttökur íslenskra kvikmynda og kvikmyndafókusa eftir árum.