Um Kvikmyndamiðstöð Íslands

Meðal helstu verkefna Kvikmyndamiðstöðvar Íslands er að styrkja framleiðslu íslenskra kvikmynda, vinna að kynningu og dreifingu þeirra, efla kvikmyndamenningu á Íslandi og stuðla að auknum samskiptum við erlenda aðila. Menntamálaráðherra fer með yfirumsjón kvikmyndamála og skipar forstöðumann til fimm ára í senn. Tekjur Kvikmyndamiðstöðvar eru árlegt framlag í fjárlögum.

Núverandi forstöðumaður er Laufey Guðjónsdóttir.

KMÍ starfar samkvæmt kvikmyndalögum sem voru samþykkt á Alþingi árið 2001 og tóku gildi í ársbyrjun 2003, þegar KMÍ var stofnuð. Tekjur Kvikmyndamiðstöðvar eru árlegt framlag í fjárlögum.

Á vegum KMÍ starfar Kvikmyndasjóður, sem veitir styrki til handritsgerðar, þróunar verkefna, framleiðslu íslenskra kvikmynda og kynningar á þeim. Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans má finna í reglugerð (einnig hægt að nálgast Word skjal).

Kvikmyndalög nr. 137/2001 skilgreina hlutverk Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Kvikmyndasafns Íslands og Kvikmyndaráðs.