Umsóknir

Aðrir sjóðir og samframleiðslusamningar

Ásamt því að sækja um styrki hjá Kvikmyndasjóði stendur íslenskum umsækjendum til boða að sækja um styrki hjá öðrum evrópskum sjóðum; Eurimages, Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn og MEDIA áætlun Creative Europe.

Til að eiga möguleika á styrk hjá þessum sjóðum þarf að standast ýmsar kröfur, sem má lesa nánar um með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.

Ísland er einnig aðili að samframleiðslusamningum við önnur lönd, sjá nánar hér fyrir neðan.

Aðrir sjóðir 

EURIMAGES

EURIMAGES er sjóður sem starfar á vegum Evrópuráðsins og veitir styrki til samframleiðslu evrópskra kvikmynda og heimildamynda í fullri lengd. Ísland hefur verið þátttakandi í sjóðnum síðan 1992 og hafa fjölmargar íslenskar kvikmyndir hlotið styrki úr sjóðnum. Aðildarlönd eru alls 36. Umsóknarferlið krefst mikils undirbúnings og því gott að kynna sér ferlið til hlítar. Eurimages veitir styrki til lokafjármögnunar og hægt er að nálgast allt að 10-12% af fjármögnun þaðan. 

Fulltrúi Íslands í stjórn EURIMAGES er Sigurður Valgeirsson.

NORRÆNI KVIKMYNDA- OG SJÓNVARPSSJÓÐURINN

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn

Tilgangur Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er að efla framleiðslu norræns kvikmynda- og sjónvarpsefnis, með því að taka þátt í lokafjármögnun bíómynda, sjónvarpsmynda og þáttaraða og skapandi heimildamynda. Aðilar að sjóðnum eru norrænu kvikmyndastofnanirnar og sjónvarpsstöðvar í almanna- og einkaeigu. Á Íslandi eru Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Stöð 2 aðilar að sjóðnum. Hægt er að lesa reglurnar um NFTF á íslensku á heimasíðu sjóðsins. 

CREATIVE EUROPE - MEDIA

Creative Europe - Kvikmynda og menningaráætlun ESB 2014-2020 er ætlað að styrkja samkeppnishæfni hinna skapandi- og menningarlegu greina og efla menningarlega fjölbreytni. Áætlunin skiptist í MEDIA / kvikmyndir sem styður við kvikmyndir og margmiðlun og Culture / Menning sem styrkir menningu og listir. Upplýsingastofa Creative Europe á Íslandi er til húsa hjá Rannís og þar starfa Ragnhildur Zoëga, Sigríður Margrét Vigfúsdóttir og Hulda Hrafnkelsdóttir.

Vefur Creative Europe

Samframleiðslusamningar

Evrópusamningur um samframleiðslu kvikmynda

Kanada

Frakkland