Hátíðir og verðlaun

Íslenskar kvikmyndir á hátíðum 2019 - alþjóðleg verðlaun

Íslenskar kvikmyndir hafa unnið til fjölmargra verðlauna á alþjóðlegum vettvangi. Hér að neðan er að finna samantekt á verðlaunum fyrir árið 2019. 

Allar ábendingar vegna skráningar um verðlaun eru vel þegnar og óskast sendar á info@kvikmyndamidstod.is

Leiknar kvikmyndir:

Hvítur, hvítur dagur (leikstjóri: Hlynur Pálmason)

Ingvar Sigurðsson valinn besti leikarinn (Louis Roederer Foundation Rising Star Award) á International Critics' Week -Cannes, 15. - 23. maí

Ingvar Sigurðsson hlaut leikaraverðlaunnin á Transilvania International Film Festival, 31. maí - 6. júní

Vann til aðalverðlaunanna sem besta myndin (Propeller of Motovun) á kvikmyndahátíðinni í Motovun í Króatíu, 23. -27. júlí

Kona fer í stríð (leikstjóri: Benedikt Erlingsson) - vann einnig til verðlauna árið 2018

Vann til áhorfendaverðlaunanna á Tromsö International Film Festival, 14. - 20. janúar

Davíð Þór Jónsson hlaut HARPA Nordic Film Composers Award fyrir tónlist sína við kvikmyndina.  

Lof mér að falla (leikstjóri: Baldvin Z)

Vann til „Most disturbing feature film“ verðlaunanna á Ramdam Festival Belgium, 12. - 22. janúar

Kristín Þóra Haraldsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar (Mentions Spéciales Prix d'interprétation féminine) á Mamers en Mars, 15. - 17. mars


Heimildamyndir:

In Touch (leikstjóri: Pawel Ziemilski) - vann einnig til verðlauna árið 2018

Hlaut "The Human Value Award" á 21st Thessaloniki Documentary Festival, 1. - 10. mars

The seer and the unseen (leikstjóri: Sara Dosa)

Vann til "The McBaine Bay Area Documentary Feature Award" á San Francisco International Film Festival, 10. - 23. apríl 


Stuttmyndir

Kanarí (leikstjóri: Erlendur Sveinsson)

Hlaut "Vimeo Staff Pick" verðlaunin á Aspen Shortsfest, 2. - 7. apríl