Heimildamyndir

Blindrahundur

Kristján Loðmfjörð

Blindrahundur fjallar um Birgi Andrésson sem lést árið 2007 aðeins fimmtíu og þriggja ára að aldri. Með báða foreldra blinda ólst Birgir upp við afar sérstakar aðstæður, hann var jaðarmaður sem haslaði sér afgerandi völl á sviði samtímamyndlistar. Myndin byggir á tíu sjálfstæðum köflum sem spanna líf Birgis frá upphafi til enda.

Lesa meira

Borða, rækta, elska

Þórður Jónsson, Heather Millard

Við spyrjum sjálf okkur oft hvernig við getum lagt okkar af mörkum fyrir sjálfbærara samfélag. Hvað er það besta sem við getum gert? Í Borða, rækta, elska ferðumst við um heiminn og komumst að því að vistrækt gæti verið eitt svaranna. Sex einstaklingar sem búa í mjög ólíku loftslagi sanna að það að hanna kerfi sem felur í sér vistrækt getur verið lausn.

Lesa meira

Brúður Krists

Rakel Garðarsdóttir, Ágústa M. Ólafsdóttir

Einstök heimildamynd um líf og hugarheim stúlkna sem loka sig ævilangt bak við rimla Karmelklaustursins.

Lesa meira

FC KAREOKI

Herbert Sveinbjörnsson

Elsta mýrarboltalið Íslands, FC Kareoki, hafa keppt í evrópumeistaramótinu í mýrarbolta frá upphafi en hafa aldrei unnið neitt. Fyrr en loks öllum til undrunar, sérstaklega þeim sjálfum, sigra þeir keppnina eftir að hafa keppt 10 ár í röð. Ákvörðun er tekin strax í sigurvímuni að fara til Finlands á næsta heimsmeistaramót og verða heimsmeistarar.

Lesa meira

FINNDIÐ

Ragnar Hansson

Hugleikur Dagsson hefur með teiknimyndasögum sínum fangað hug, hjörtu og svörtustu sálarbresti landa sinna og víðar.  En tekst honum að koma húmor sínum til skila í uppistandi… og það út fyrir landsteinana?

Lesa meira

GÓÐI HIRÐIRINN

Helga Rakel Rafnsdóttir

Á túninu hans Bjössa má telja hátt í 500 ógangfæra bíla sem hann hefur safnað saman síðustu árin. Hvenær er komið nóg? Hvenær er Bjössi farinn að angra nágranna sína með bílunum sínum?

Lesa meira

Í kjölfar feðranna

Margrét Jónasdóttir, Ingvar Þórisson

Fjórir menn leggja upp í mikla hættuför. Þeir ætla að róa yfir Norður-Atlantshafið á opnum árabát og verða þar með fyrstir á sögulegum tíma til þess án segla eða mótors. En það gengur ekki þrautalaust. Óveður og breytingar í áhöfn setja strik í reikninginn og þetta verður mannraun mikil.

Lesa meira

Ísland FC

Róbert Douglas

Í myndinni er fylgst með íslenskum stuðningsmönnum enskra félagsliða, hvernig 80% af karlmönnum þjóðarinnar eru helteknir af fótboltaliði frá öðru landi og eru til í að gera hvað sem er til að fylgjast með því. Myndin fylgist með áhrifum áhugans á fjölskyldulífið og vinnustað.

Lesa meira

LITLA MOSKVA

Grímur Hákonarson

Litla Moskva fjallar um heilt bæjarfélag og hvernig það hefur breyst í tímans rás, frá því að sósíalistar réðu ríkjum í bænum og til dagsins í dag. Í myndinni er fjallað um stöðu íslensks sjávarþorps á tímamótum þar sem einangrun og samstaða samfélags er tekin til skoðunar með hliðsjón af sérstökum pólítískum aðstæðum. Í bænum fóru sósíalistar og Alþýðubandalagið með stjórn frá árinu 1946 til ársins 1998 þegar nokkur sveitarfélög á Austfjörðum runnu saman í sveitafélagið, Fjarðabyggð.

Lesa meira

LJÓSMÁL

Einar Þór Gunnlaugsson

Saga íslenska vitans er ung, en það var ekki fyrr en árið 1878 sem fyrsti vitinn við strendur Íslands var byggður. Það var  á suðvesturhorni landsins, nánar til tekið á Valahnúk á Reykjanesi. Uppbyggingu vitakerfisins lauk með byggingu Hrollaugseyjavita árið 1954 en þá var ljósvitahringnum um landið lokað. Það voru viðskiptasjónarmið þeirra sem ráku verslunarskip sem sigldu milli Íslands og Evrópu sem kom vitavæðingunni á rekspöl, en vissulega var dramatískur mannskaði íslenskra sjómanna við strendur landsins hvatning til að bæta öryggi allra sjómanna til muna. Eini vitinn sem byggður er af einkaaðila er vitinn á Dalatanga, milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Vitinn er sá elsti sem enn stendur. 1. desember 2003 var þess minnst að 125 ár voru liðin frá því fyrst blikkaði vitaljós á Íslandsströndum. Við það tilefni voru fyrstu sjö vitar landsins friðaðir. Með vitavæðingunni má líka segja að iðnbyltingin hafi komið til Íslands, en bygging vita krafðist nýrra verkkunnáttu og notkun steinsteypu t.d. hófst hér á landi með byggingu vita. Einnig fengu hönnuðir og arkitektar tækifæri til að láta ljós sitt skýna og ber fjöldi vita merki um áhrif þeirra á íslenska byggingalist. Nú eru ljósvitar á Íslandi alls 104 að tölu en þá er ótalinn fjöldi innsiglingar- og hafnarvitar í eigu og umsjá sveitarfélaga.

Lesa meira

Magn

Steinþór Birgisson

Fylgst er með flutningi tímaháðra hljóðskúlptúra Magnúsar Pálssonar 2013-2015 og framvinda þeirra fléttuð saman við bjástur hans og amstur, útréttingar og uppgötvanir. Listamaðurinn kafar í feril sinn innan um verkin meðan haustlitaferð ásamt vinum miðar áfram í átt að sumarbústaðnum á Skjön í Dölum þar sem myndinni lýkur með ljúfu andvarpi.

Lesa meira

Nýjar hendur

Örn Marinó Arnarson, Þorkell Harðarson

Handalaus maður fær nýjar hendur af látnum einstaklingi. Þetta gæti hljómað eins og vísindaskáldsaga úr smiðju Hollywood, en þetta er veruleikinn. Guðmundur Felix Grétarsson (1974) missti báða handleggi í hræðilegu slysi árið 1998. Hann varð fyrir háspennu í mastri sem hann var að vinna við og eftir margar aðgerðir og sýkingar í handleggjunum þurfti að fjarlægja þá.

Lesa meira

Out of Thin Air

Dylan Howitt

Árið 1976 játuðu sex aðilar á sig tvö hrottaleg morð á þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni, sem höfðu horfið sporlaust á mismunandi tímapunktum árið 1974. Málið setti íslenskt samfélag á hliðina, enda slíkir glæpir síður en svo daglegt brauð hérlendis. Þrátt fyrir játningarnar fundust aldrei nein lík, enginn aðilanna virtist hafa neina sérstaka ástæðu fyrir morðunum og vitni reyndust lítt áreiðanleg. Hvað olli því að þessir sex aðilar játuðu á sig þessa hræðilegu glæpi?

Lesa meira

Reynir Sterki

Baldvin Z

Sagan af Reyni Sterka er saga sem aldrei hefur verið sögð, þó að sögur af afrekum hans hafi gengið manna á milli í fjölda ára. Þetta er saga utangarðsmanns, sveipuð dulúð og yfirnáttúrulegum öflum. Myndin fjallar um ævi hans, allt frá erfiðum uppvaxtarárum, ótrúlegum afrekum og heimsmetum til síðustu ára hans, sem einkenndust af mikilli drykkju og óreglu sem endaði með dauða hans, langt fyrir aldur fram.

Lesa meira

Skjól og skart: Saga og handverk íslensku búninganna

Ásdís Thoroddsen

Í heimildamyndinni er ekki aðeins fjallað um handverk  og sögu íslensku þjóðbúninganna fimm heldur einnig skoðað hvaða gildi þeir hafa fyrir fólk hér og nú, hvað áhrif þeir hafa á listamenn og hönnuði í landinu.

 

Lesa meira

STOLIN LIST

Örn Marinó Arnarson, Þorkell Harðarson

Þegar nýlendur heimsins fá sjálfstæði kemur oft í ljós að hornsteinar menningar nýlendna eru komnar á höfuðsöfn fyrrum nýlenduherra sem telja sig réttmæta eigendur. Í flestum tilvikum tekur við löng barátta til að endurheimta menninguna. Stundum næst samkomulag í sátt og samlyndi og sitt sýnist hverjum um eignarhaldskröfurnar.

Lesa meira