Verk í vinnslu

Heimildamyndir

Aftur heim?

Dögg Mósesdóttir

Móðir kannar sögu heimafæðinga á Íslandi en kemst fljótt að því að hún hefur valið sér eldfimt viðfangsefni á miklum umbrotatímum í íslensku heilbrigðiskerfi sem vekur upp  spurningar um stöðu ljósmæðra í fæðingum og rétt kvenna yfir eigin líkama í fæðingarferlinu. 

Lesa meira

Ást er bara ást

Björn B. Björnsson

Jóhanna Sigurðardóttir var fyrsti opinberlega samkynhneigða forsætisráðherra heims og í þessari mynd er sögð sagan af því hvernig hún og kona hennar, Jónína Leósdóttir komu út úr skápnum. Einnig fylgjumst við þeim á ráðstefnum þar sem Jóhanna talar um mannréttindi samkynhneigðra í heiminum.

Lesa meira

Borða, rækta, elska

Þórður Jónsson, Heather Millard

Við spyrjum sjálf okkur oft hvernig við getum lagt okkar af mörkum fyrir sjálfbærara samfélag. Hvað er það besta sem við getum gert? Í Borða, rækta, elska ferðumst við um heiminn og komumst að því að vistrækt gæti verið eitt svaranna. Sex einstaklingar sem búa í mjög ólíku loftslagi sanna að það að hanna kerfi sem felur í sér vistrækt getur verið lausn.

Lesa meira

Brúður Krists

Rakel Garðarsdóttir, Ágústa M. Ólafsdóttir

Einstök heimildamynd um líf og hugarheim stúlkna sem loka sig ævilangt bak við rimla Karmelklaustursins.

Lesa meira

Ef veggirnir hefðu eyru....?

Sveinn M. Sveinsson, Helga Guðrún Johnson

Um er að ræða gerð 52 mínútna heimildamyndar um afar merka sögu Hegningarhússins við Skólavörðustíg 9, sem byggt var sérstaklega sem fangelsi 1872 og er eitt elsta steinhús landsins.

Á efri hæð byggingarinnar voru höfuðstöðvar lögreglu, bæjarþingstofa Reykjavíkur og aðsetur Landsyfirréttar og síðar Hæstaréttar frá 1920 - 1949.  Þar var einnig heimili fangavarða. Framsetning efnis verður hæfileg blanda af þulartexta og sögur af atburðum í frásögn fólks af báðum kynjum sem til þekkja og hafa tengst húsinu á ýmsa vegu; fanga, fangavarða, sagnfæðinga, dómara, embættismanna, aðstandenda o.fl.  Fléttað verður inn þróun dómsmála;lögbrota og refsinga á Íslandi í gegnum tíðina. Það er einstakt að starfandi fangelsi skuli hafa þrifist í miðjum höfuðstað landsins mitt á milli verslana, veitingastaða og skemmtistaða bæjarins í öll þessi ár.

Lesa meira

Eldhugarnir

Valdimar Leifsson

Eldhugarnir fjallar um baráttu manna við jarðeldana á Heimaey árið 1973. Rauði þráðurinn er fólkið sem lagði sig í hættu við að dæla sjó á flæðandi hraunið til að bjarga m.a. lífæð eyjarinnar, höfninni, og hluta byggðarinnar. Þetta björgunarafrek var einstakt og hefur ekki verið endurtekið.

Lesa meira

Gósenlandið

Ásdís Thoroddsen

Íslensk matargerð mótaðist af harðri náttúru og mögulegum geymsluaðferðum. Innflutningur hráefnis var nauðsynlegur en verslun í höftum. Menningaráhrif frá Danmörku og síðar Bandaríkjunum mótuðu smekkinn á 20. öld en nú eru aðrir áhrifavaldar; innflytjendur, lífræn ræktun, vegan ... Andi nútímans vísar til endurskilgreiningar á hefð sem svar við fjöldaframleiðslu og alþjóðavæðingu.

Lesa meira

GÓÐI HIRÐIRINN

Helga Rakel Rafnsdóttir

Á túninu hans Bjössa má telja hátt í 500 ógangfæra bíla sem hann hefur safnað saman síðustu árin. Hvenær er komið nóg? Hvenær er Bjössi farinn að angra nágranna sína með bílunum sínum?

Lesa meira

Guðríður víðförla

Jóhann Sigfússon, Anna Dís Ólafsdóttir

Guðríður Þorbjarnardóttir (980-1050) hafði um miðja 11. öldina orðið víðförulasta kona miðalda. Hún var landkönnuður sem sigldi átta sinnum yfir úfið Atlantshafið og kannaði veröldina allt frá norðurströndum Ameríku og vestur til Vatíkansins í Rómarborg. Leifur Eiríksson bjargaði henni, síðar mágkonu sinni, úr sjávarháska sem varð til þess að hann fékk viðurnefnið “heppni” en hún “hin víðförla.”

Lesa meira

In Touch

Pawel Ziemilski

In Touch er saga fólks frá smábæ í Póllandi sem heitir Stary Juchy (Gamla Blóð). Bærinn er staðsettur í norður póllandi á stað sem er oft kallaður „land hinna þúsund vatna“. Atburður í kringum 1980 leiddi til þess að um 400 manns frá þessum bæ fluttu til íslands. Ekkert þeirra hefur snúið til baka.

Lesa meira

Ísland FC

Róbert Douglas

Í myndinni er fylgst með íslenskum stuðningsmönnum enskra félagsliða, hvernig 80% af karlmönnum þjóðarinnar eru helteknir af fótboltaliði frá öðru landi og eru til í að gera hvað sem er til að fylgjast með því. Myndin fylgist með áhrifum áhugans á fjölskyldulífið og vinnustað.

Lesa meira

Leikur

Þórunn Hafstað

Heimildamyndin Leikur er könnunaleiðangur inn í heim leiksins. Þar er blákaldur hversdagsleikinn litríkur, tilgangsleysið hið göfugasta markmið, áhættu gert hátt undir höfði og öllu taumhaldi sleppt af ímyndunaraflinu. Leiksvið myndarinnar er daglegt líf á einstökum leikskóla sem loka á vegna niðurskurðar og er myndinni ætlað að undirstrika mikilvægi leiksins í samfélagi hraða, skilvirkni, rökhugsunnar og öryggisstaðla.

Lesa meira

LITLA MOSKVA

Grímur Hákonarson

Litla Moskva fjallar um heilt bæjarfélag og hvernig það hefur breyst í tímans rás, frá því að sósíalistar réðu ríkjum í bænum og til dagsins í dag. Í myndinni er fjallað um stöðu íslensks sjávarþorps á tímamótum þar sem einangrun og samstaða samfélags er tekin til skoðunar með hliðsjón af sérstökum pólítískum aðstæðum. Í bænum fóru sósíalistar og Alþýðubandalagið með stjórn frá árinu 1946 til ársins 1998 þegar nokkur sveitarfélög á Austfjörðum runnu saman í sveitafélagið, Fjarðabyggð.

Lesa meira

LJÓSMÁL

Einar Þór Gunnlaugsson

Saga íslenska vitans er ung, en það var ekki fyrr en árið 1878 sem fyrsti vitinn við strendur Íslands var byggður. Það var  á suðvesturhorni landsins, nánar til tekið á Valahnúk á Reykjanesi. Uppbyggingu vitakerfisins lauk með byggingu Hrollaugseyjavita árið 1954 en þá var ljósvitahringnum um landið lokað. Það voru viðskiptasjónarmið þeirra sem ráku verslunarskip sem sigldu milli Íslands og Evrópu sem kom vitavæðingunni á rekspöl, en vissulega var dramatískur mannskaði íslenskra sjómanna við strendur landsins hvatning til að bæta öryggi allra sjómanna til muna. Eini vitinn sem byggður er af einkaaðila er vitinn á Dalatanga, milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Vitinn er sá elsti sem enn stendur. 1. desember 2003 var þess minnst að 125 ár voru liðin frá því fyrst blikkaði vitaljós á Íslandsströndum. Við það tilefni voru fyrstu sjö vitar landsins friðaðir. Með vitavæðingunni má líka segja að iðnbyltingin hafi komið til Íslands, en bygging vita krafðist nýrra verkkunnáttu og notkun steinsteypu t.d. hófst hér á landi með byggingu vita. Einnig fengu hönnuðir og arkitektar tækifæri til að láta ljós sitt skýna og ber fjöldi vita merki um áhrif þeirra á íslenska byggingalist. Nú eru ljósvitar á Íslandi alls 104 að tölu en þá er ótalinn fjöldi innsiglingar- og hafnarvitar í eigu og umsjá sveitarfélaga.

Lesa meira

Magn

Steinþór Birgisson

Fylgst er með flutningi tímaháðra hljóðskúlptúra Magnúsar Pálssonar 2013-2015 og framvinda þeirra fléttuð saman við bjástur hans og amstur, útréttingar og uppgötvanir. Listamaðurinn kafar í feril sinn innan um verkin meðan haustlitaferð ásamt vinum miðar áfram í átt að sumarbústaðnum á Skjön í Dölum þar sem myndinni lýkur með ljúfu andvarpi.

Lesa meira

Síðasta haustið

Yrsa Roca Fannberg

Þar sem vegurinn endar lengst norður á Ströndum stendur bærinn Krossnes. Þar hefur fjárbúskapur verið stundaður kynslóð fram af kynslóð í hundruðir ára. Úlfar bóndi er jafn mikill hluti af landslaginu eins og Krossnesfjallið sjálft. Þetta er síðasta haustið sem hann og Oddný kona hans smala fé sínu í réttir og þar með endar búskapur í Krossnesi á Ströndum. Enn eimir eftir af gamla Íslandi en síðustu bændurnir sem stunda búskaparhætti að gömlum sið munu brátt heyra sögunni til.

Lesa meira

Snorri

Elín Hansdóttir, Anna Rún Tryggvadóttir, Hanna Björk Valsdóttir

Í afskekktri sundlaug við sjóinn og fjöllin tekur Snorri á móti ungabörnum allan daginn, sex daga vikunnar og kennir þeim að synda. Snorri er frumkvöðull í ungbarnasundi á Íslandi og hefur verið í lauginni samfellt í 25 ár við góðan orðstír bæði á Íslandi og erlendis.   

Lesa meira

STOLIN LIST

Örn Marinó Arnarson, Þorkell Harðarson

Þegar nýlendur heimsins fá sjálfstæði kemur oft í ljós að hornsteinar menningar nýlendna eru komnar á höfuðsöfn fyrrum nýlenduherra sem telja sig réttmæta eigendur. Í flestum tilvikum tekur við löng barátta til að endurheimta menninguna. Stundum næst samkomulag í sátt og samlyndi og sitt sýnist hverjum um eignarhaldskröfurnar.

Lesa meira

Sundlaugar á Íslandi

Jón Karl Helgason

Sundlaugar á Ísandi gegna stóru hlutverki. Laugin og potturinn eru mikilvægir “samkomustaðir”, en hlutverk þeirra er allt í senn; Lífsgæði, íþróttir, leikur, afslöppun, skemmtun og samneyti. Kúltúrinn í laugunum hefur þróast í rúm hundrað ár og er einstakur á heimsvísu.

Lesa meira

Takið af ykkur skóna

Stefanía Thors

Takið af ykkur skóna er heimildarmynd um húsmæðraskólann í Reykjavík, sögð frá samfélagslegu sjónarmiði kennara og nemenda.

Margir halda að húsmæðraskólinn sé ekki í takt við tímann, en nám við skólann veitir mikla innsýn og þekkingu á Íslenskri matargerð og heimilis hefðum.  Myndin er rannsókn á sögu og mikilvægi kvennleika og kvennastarfa.

Lesa meira

Út úr myrkrinu

Titti Johnson, Helgi Felixson

Talið er að 5 – 600 sjálfsvígstilraunir séu gerðar árlega á Íslandi. 40 – 50 manns tekst að taka sitt eigið líf. Takmarkið með þessari mynd e að vekja umræðu á efni sem hefur ríkt þöggun í kringum til fjölda ára.

Lesa meira

Vasulka áhrifin

Hrafnhildur Gunnarsdóttir