Verk í vinnslu

Heimildamyndir

3. póllinn

Andri Snær Magnason, Anní Ólafsdóttir

Þriðji Póllinn er saga um tvær manneskjur sem tengjast í gegnum sama sjúkdóm. Fílaprinsessan Anna Tara kallar til sín rokkstjörnuna Högna til að kveða niður skömmina sem fylgir geðhvörfum með þvíað halda stórtónleika í Katmandu.

Lesa meira

Á móti straumnum

Óskar Páll Sveinsson

Transkonan Veiga Grétarsdóttir siglir á kayak í kringum Ísland rangsælis eða á móti straumnum í þrjá mánuði. Myndin er
táknræn og segir samtímis frá ferðinni í kynleiðréttingarferlinu og svo frá ferðinni á róðrinum á kajak þar sem glímt er við
náttúruna um hvor hefur betur. Myndin lýsir innri baráttu Veigu um líf eða dauða hvort sem er í lífinu sjálfu eða ein úti á
kajak.

Lesa meira

Aftur heim?

Dögg Mósesdóttir

Móðir kannar sögu heimafæðinga á Íslandi en kemst fljótt að því að hún hefur valið sér eldfimt viðfangsefni á miklum umbrotatímum í íslensku heilbrigðiskerfi sem vekur upp  spurningar um stöðu ljósmæðra í fæðingum og rétt kvenna yfir eigin líkama í fæðingarferlinu. 

Lesa meira

Baðstofan

Nicos Argillet

Heimildarmynd og þáttarröð þar sem við fylgjum textíllistakonunni Tinnu, er hún leitar að rótum þeirra hannyrða sem við þekkum í dag. Með aðstoð sérfræðinga uppgötvar hún að nútímalist er sköpuð með sömu tækni og aldagamlar hannyrðir og sýnir okkur þær gersemar sem við eigum í okkar aldagamla handverki.

Lesa meira
Bride of Christ

Brúður Krists

Rakel Garðarsdóttir, Ágústa M. Ólafsdóttir

Einstök heimildamynd um líf og hugarheim stúlkna sem loka sig ævilangt bak við rimla Karmelklaustursins.

Lesa meira

Ef veggirnir hefðu eyru....?

Sveinn M. Sveinsson, Helga Guðrún Johnson

Um er að ræða gerð 52 mínútna heimildamyndar um afar merka sögu Hegningarhússins við Skólavörðustíg 9, sem byggt var sérstaklega sem fangelsi 1872 og er eitt elsta steinhús landsins.

Á efri hæð byggingarinnar voru höfuðstöðvar lögreglu, bæjarþingstofa Reykjavíkur og aðsetur Landsyfirréttar og síðar Hæstaréttar frá 1920 - 1949.  Þar var einnig heimili fangavarða. Framsetning efnis verður hæfileg blanda af þulartexta og sögur af atburðum í frásögn fólks af báðum kynjum sem til þekkja og hafa tengst húsinu á ýmsa vegu; fanga, fangavarða, sagnfæðinga, dómara, embættismanna, aðstandenda o.fl.  Fléttað verður inn þróun dómsmála;lögbrota og refsinga á Íslandi í gegnum tíðina. Það er einstakt að starfandi fangelsi skuli hafa þrifist í miðjum höfuðstað landsins mitt á milli verslana, veitingastaða og skemmtistaða bæjarins í öll þessi ár.

Lesa meira

Eldhugarnir

Valdimar Leifsson

Eldhugarnir fjallar um baráttu manna við jarðeldana á Heimaey árið 1973. Rauði þráðurinn er fólkið sem lagði sig í hættu við að dæla sjó á flæðandi hraunið til að bjarga m.a. lífæð eyjarinnar, höfninni, og hluta byggðarinnar. Þetta björgunarafrek var einstakt og hefur ekki verið endurtekið.

Lesa meira

Flóra

Gunnlaugur Þór Pálsson

Flóra er heiti á 60 mínútna heimildarkvikmynd um Eggert Pétursson, listmálara. Tröllaskagi og ferð okkar um hálendið og Skaftafell eru í senn hornsteinar og hreyfiafl myndarinnar. Við njótum leiðsagnar Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, grasafræðings, sem sameinar upplifun okkar á íslenskri náttúru og flórumengi blómamynda Eggerts. Frá skissubók hans og í tónlistaróði til móður náttúru, þar sem þrautseigja og margbreytileiki flórunnar skákar heimi málverksins, en um leið undirstrikar tilvist þessa tveggja heima. 

Lesa meira

Full Steam Ahead (áður Lonely at the top)

Gréta Ólafsdóttir og Susan Musk

Different generations of women give us rare insights into thei world and what it takes be able to grow and work within the geothermal industry, a male-dominated field. Successive generations of women share their struggles and successes, and the changes that have taken place in the workplace over the years.

Lesa meira

GÓÐI HIRÐIRINN

Helga Rakel Rafnsdóttir

Á túninu hans Bjössa má telja hátt í 500 ógangfæra bíla sem hann hefur safnað saman síðustu árin. Hvenær er komið nóg? Hvenær er Bjössi farinn að angra nágranna sína með bílunum sínum?

Lesa meira

Guðríður víðförla

Jóhann Sigfússon, Anna Dís Ólafsdóttir

Guðríður Þorbjarnardóttir (980-1050) hafði um miðja 11. öldina orðið víðförulasta kona miðalda. Hún var landkönnuður sem sigldi átta sinnum yfir úfið Atlantshafið og kannaði veröldina allt frá norðurströndum Ameríku og vestur til Vatíkansins í Rómarborg. Leifur Eiríksson bjargaði henni, síðar mágkonu sinni, úr sjávarháska sem varð til þess að hann fékk viðurnefnið “heppni” en hún “hin víðförla.”

Lesa meira

K2 - Ferð til himna

Kári G. Schram

Ferð á hæsta tind óvissunnar þar sem dauðinn bíður við hvert fótmál. Kvikmyndin fangar þá mannraun, hættur, fegurð og drauma sem slík ferð ber í skauti sér. Ferðalag sálar, líkama og þreks til að ná því einstaka afreki að klífa erfiðasta fjall heims K2 er mannraun sem ekki er hægt að taka af léttúð eða án íhugunar. 

Lesa meira

Kvikmyndasaga

Ásgrímur Sverrisson

Saga íslenskrar kvikmyndagerðar frá upphafi til okkar daga. Sögð að miklu leyti af þeim sem gerðu myndirnar og sýnt úr myndunum í bland við tíðarandann.

Lesa meira

Kviksyndi

Annetta Ragnarsdóttir

Kviksyndi er heimildarmynd um millistéttina á Íslandi. Staða hennar í nútíma þjóðfélagi og og þá staðreynd að stór hluti hennar nær ekki endum saman þrátt fyrir 100% vinnu og oft á tíðum mikla menntun.

Lesa meira

Leikur

Þórunn Hafstað

Heimildamyndin Leikur er könnunaleiðangur inn í heim leiksins. Þar er blákaldur hversdagsleikinn litríkur, tilgangsleysið hið göfugasta markmið, áhættu gert hátt undir höfði og öllu taumhaldi sleppt af ímyndunaraflinu. Leiksvið myndarinnar er daglegt líf á einstökum leikskóla sem loka á vegna niðurskurðar og er myndinni ætlað að undirstrika mikilvægi leiksins í samfélagi hraða, skilvirkni, rökhugsunnar og öryggisstaðla.

Lesa meira

Litla Afríka

Hanna Björk Valsdóttir

Sjóðheit Afríka og ískalt Ísland mætast í Kramhúsinu. Trommarar og dansarar frá Gíneu kenna íslenskum dönsurum að hreyfa sig í gegnum rytmann og taktinn í afrísku trommunum þeirra. Hvers vegna að dansa afríska dansa á kaldasta hjara veraldar?

Lesa meira

LJÓSMÁL

Einar Þór Gunnlaugsson

Saga íslenska vitans er ung, en það var ekki fyrr en árið 1878 sem fyrsti vitinn við strendur Íslands var byggður. Það var  á suðvesturhorni landsins, nánar til tekið á Valahnúk á Reykjanesi. Uppbyggingu vitakerfisins lauk með byggingu Hrollaugseyjavita árið 1954 en þá var ljósvitahringnum um landið lokað. Það voru viðskiptasjónarmið þeirra sem ráku verslunarskip sem sigldu milli Íslands og Evrópu sem kom vitavæðingunni á rekspöl, en vissulega var dramatískur mannskaði íslenskra sjómanna við strendur landsins hvatning til að bæta öryggi allra sjómanna til muna. Eini vitinn sem byggður er af einkaaðila er vitinn á Dalatanga, milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Vitinn er sá elsti sem enn stendur. 1. desember 2003 var þess minnst að 125 ár voru liðin frá því fyrst blikkaði vitaljós á Íslandsströndum. Við það tilefni voru fyrstu sjö vitar landsins friðaðir. Með vitavæðingunni má líka segja að iðnbyltingin hafi komið til Íslands, en bygging vita krafðist nýrra verkkunnáttu og notkun steinsteypu t.d. hófst hér á landi með byggingu vita. Einnig fengu hönnuðir og arkitektar tækifæri til að láta ljós sitt skýna og ber fjöldi vita merki um áhrif þeirra á íslenska byggingalist. Nú eru ljósvitar á Íslandi alls 104 að tölu en þá er ótalinn fjöldi innsiglingar- og hafnarvitar í eigu og umsjá sveitarfélaga.

Lesa meira

Móðir mín ríkið

Ieva Ozolina

Una var aðskilin frá systur sinni þegar hún var ættleidd af munaðarleysingjahæli 3 ára gömul. Síðan þá hefur það verið draumur Unu að hitta systur sína aftur, en síðustu 30 árin hefur systirin aðeins verið til í minningum Unu. Síðan einn daginn, lifnaði hún við. Myndin er eins og pússluspil sem hefur verið búið til af óhamingjusömum foreldrum og kerfinu. Pússluspil sem Una reynir að leysa.

Lesa meira

Stelpur rokka í Tógó

Alda Lóa Leifsdóttir

Mynd um þrjár kynslóðir kvenna í Stelpur rokka-búðum í Tógó. Rokkbúðastýrur á fertugsaldri, Romaine bassaleikari á þrítugsaldri og fimm táningsstelpur. Þrjár kynslóðir kvenna hver með sinn skilning á lífinu og tónlist vinna saman í fimm daga í rokkbúðum

Lesa meira

Sundlaugar á Íslandi

Jón Karl Helgason

Sundlaugar á Ísandi gegna stóru hlutverki. Laugin og potturinn eru mikilvægir “samkomustaðir”, en hlutverk þeirra er allt í senn; Lífsgæði, íþróttir, leikur, afslöppun, skemmtun og samneyti. Kúltúrinn í laugunum hefur þróast í rúm hundrað ár og er einstakur á heimsvísu.

Lesa meira

Takið af ykkur skóna

Stefanía Thors

Takið af ykkur skóna er heimildarmynd um húsmæðraskólann í Reykjavík, sögð frá samfélagslegu sjónarmiði kennara og nemenda.

Margir halda að húsmæðraskólinn sé ekki í takt við tímann, en nám við skólann veitir mikla innsýn og þekkingu á Íslenskri matargerð og heimilis hefðum.  Myndin er rannsókn á sögu og mikilvægi kvennleika og kvennastarfa.

Lesa meira

The Amazing Truth About Daddy Green (áður Towtruck)

Olaf de Fleur

Darryl Francis was wrongfully accused and convicted as an accessory to murder in Los Angeles when he was a teenager. During the two decades he spent in prison, he discovered the power of creative writing and humor to cope with life behind bars. Director Olaf de Fleur plays with the line between fiction and reality, the same method that won him a Teddy Award at the 2008 Berlinale.

Lesa meira

Út úr myrkrinu

Titti Johnson, Helgi Felixson

Talið er að 5 – 600 sjálfsvígstilraunir séu gerðar árlega á Íslandi. 40 – 50 manns tekst að taka sitt eigið líf. Takmarkið með þessari mynd e að vekja umræðu á efni sem hefur ríkt þöggun í kringum til fjölda ára.

Lesa meira

Vegur 75 um Tröllaskarð

Árni Gunnarsson

Árið 1978 samdi Vegagerðin við “anda” úr fortíðinni um að hætta við að sprengja upp kletta í Tröllaskarði. Hvers vegna og hverjar urðu afleiðingarnar?

Lesa meira

Verksummerki

Jón Egill Bergþórsson

Heimildamynd um Steinunni Sigurðardóttur, einn fremsta núlifandi rithöfund Íslands. Byggt á viðtölum við hana hérlendis og í Strasbourg þar sem hún býr. Ýmsir segja og frá henni og verkum hennar auk þess sem lesin eru brot úr verkum hennar.

Lesa meira