Fjárheimildir KMÍ á árinu 2024 samkvæmt fjárlagafrumvarpi

Frumvarp til fjárlaga vegna ársins 2024 hefur verið lagt fram á Alþingi.

Samkvæmt frumvarpinu munu útgjaldaheimildir Kvikmyndamiðstöðvar Íslands nema 1.269,5 m.kr. á árinu 2024 sem skiptist milli rekstrarliðar Kvikmyndamiðstöðvar og Kvikmyndasjóðs. Til rekstrarliðar miðstöðvarinnar er áformað að verja 155,2 m.kr. en 1.114,3 m.kr. til Kvikmyndasjóðs.

Samanburður við samþykkt fjárlög fyrra árs sýnir 2% samdrátt í framlagi til Kvikmyndasjóðs milli ára.

Sá samanburður tekur þó ekki tillit til 150 m.kr. viðbótarfjármagns sem ætlað er að veita sjóðnum á árinu 2023. Þar var um að ræða sérstakt framlag sem ætlað er að eyrnamerkja framleiðslustyrkveitingum til verkefna sem hefja framleiðslu á árinu og var mótvægisaðgerð við frestun fjárframlaga á yfirstandandi ári. Sé sú fjárveiting meðtalin verður lækkun framlags milli ára um 12%.

Þessi umfjöllun verður uppfærð við samþykki fjárlaga og/eða ef breytingar verða á fjárlagatillögum í þinglegri meðferð.


Um KMÍ