Verk í vinnslu

Stuttmyndir

Af hreinu hjarta

Haukur Björgvinsson

Gunnar og Anna búa í litlu samfélagi sem hverfist um að útrýma ástarsorg með því að allir fái úthlutað nýjum maka á 7 ára fresti í Ástarlottóinu. Líf án ástarsorgar virðist sem himnaríki á jörðu en dystópískur raunveruleikinn blasir við þegar Gunnar og Anna verða ástfanginn upp fyrir haus og standa frammi fyrir úthlutun á nýjum maka.

Lesa meira

Eldingar eins og við

Kristín Björk Kristjánsdóttir

Núa brunar á síðustu bensíndropunum í Unaðsdal á Snæfjallaströnd og finnur þar helgireit fyrir ofur-driffjaðrir á mismunandi stigum persónulegrar upplausnar -Hljómlistarfólk og seiðmagnaða vini sem hafa komið þar saman til þess að hlaða batteríið.

Lesa meira

Table (áður Að elta fugla)

Una Lorenzen

Að elta fugla er handteiknuð mynd um hliðarheim. Við langt borð sitja fjórir ótengdir hópar fólks sem hver trúir að sinn veruleiki sé sá eini rétti, þar til nokkur spilakort, rúllandi flaska og lítill fugl tengja þau saman og fær þau til að efast um eigin tilveru. 

Lesa meira

Frenjan

Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir

Hin uppskrúfaða og miðaldra Margrét sér kýr á vappi í miðbænum á leiðina á skrifstofuna. Þegar hún mætir vinnuna kemur í ljós að hún ein sér þær. Skoplegt kaos tekur við þegar belja birtist inn í matsalnum.

Lesa meira

Chef de Partie

Ágúst Þór Hafsteinsson

Ungur kokkur fær tækifæri til að sanna sig sem almennilegur matreiðslumaður fyrir yfirkokki sínum sem sættir sig við ekkert minna en fullkomnun.

Lesa meira

Drink My Life

Marzibil Sæmundardóttir

Steini er óvirkur alkóhólisti sem tók sig taki er hann eignaðist son með sambýliskonu sinni. Hann vinnur í tveimur vinnum til að ná endum saman en þegar örlögin grípa inn í fer Steini að stíga dans með varhugaverðum dansfélaga.

Lesa meira