Stuttmyndir
Islandia
Eydís Eir Björnsdóttir
Islandia er sönn saga ungrar konu sem á einni nóttu stendur uppi sem sökudólgur í framandi landi.
Lesa meira
Ólgusjór
Andri Freyr Ríkarðsson
Telma og Baldur eru sjómenn á litlum báti í Breiðafirði. Þau eru undir mikilli pressu frá útgerðinni að skila inn afla en þorskarnir láta lítið á sér bera. Þennan dag verður sjómennskan þó að lúta í lægra haldi fyrir óuppgerðu máli sem mun draga dilk á eftir sér.
Lesa meira
Traust
Bragi Þór Hinriksson
Jón er metnaðargjarn 17 ára piltur sem hjálpar fjölskyldufyrirtækinu með því að vinna næturvaktir í pylsuvagni í miðbæ Reykjavíkur. Viðskiptavinirnir sem fylgja næturlífinu geta verið ansi litríkir. Undir lok vaktarinnar biður ókunnugur maður um far hjá Jóni. Ókunnugi maðurinn virðist tiltölulega meinlaus.
Lesa meira
UNGFRÚ ÍSLAND
Hannes Þór Arason
Gríma er nýkjörin fegursta kona landsins, Ungfrú Ísland, og virðist vera með allt sitt á hreinu. En þegar Gríma gerir afdrifarík mistök, þarf hún að líta í spegilinn og ákveða hvaða manneskja hún er í raun og veru.
Lesa meira