Stuttmyndir

CUT

Eva Sigurðardóttir

Eftir að kynlífsmyndband af hinni 17 ára gömlu Chloe er lekið á netið, ákveður hún að skrá sig í Bikini Fitness keppni til þess að breyta ímynd sinni. En þegar keppnisdagurinn rennur upp áttar hún sig fljótt á því að það verður erfitt að breyta skoðunum fólks. Hversu langt mun hún ganga til þess að breyta ímynd sinni og ná aftur stjórn á orðspori sínu? 

Lesa meira

Engir draugar

Ragnar Snorrason

Frelsun

Þóra Hilmarsdóttir

Munda

Tinna Hrafnsdóttir

Munda er ómannblendinn prestur á sjötugsaldri. Í hartnær fjörutíu ár hefur líf hennar markast af þráhyggju en einn daginn, þegar Mundu er skyndilega gert að hætta störfum og tilvera hennar fer á hliðina, öðlast hún óvænt kjark til að horfast í augu við sjálfa sig og sleppa tökunum.

Lesa meira

Traust

Bragi Þór Hinriksson

Jón er metnaðargjarn 17 ára piltur sem hjálpar fjölskyldufyrirtækinu með því að vinna næturvaktir í pylsuvagni í miðbæ Reykjavíkur. Viðskiptavinirnir sem fylgja næturlífinu geta verið ansi litríkir. Undir lok vaktarinnar biður ókunnugur maður um far hjá Jóni. Ókunnugi maðurinn virðist tiltölulega meinlaus.

Lesa meira

UNGFRÚ ÍSLAND

Hannes Þór Arason

Gríma er nýkjörin fegursta kona landsins, Ungfrú Ísland, og virðist vera með allt sitt á hreinu. En þegar Gríma gerir afdrifarík mistök, þarf hún að líta í spegilinn og ákveða hvaða manneskja hún er í raun og veru.

Lesa meira