Verk í vinnslu

Stuttmyndir

Dauði Maríu

Sigurður Kjartan Kristinsson

Eftir að ekkjan Marie kemst að því að hún einungis örfáar vikur eftir ólifaðar birtast unglingsstelpunni Nico, barnabarni Marie, myrku hliðar fjölskyldu hennar. 

Lesa meira

Drink My Life

Marzibil Sæmundardóttir

Steini er óvirkur alkóhólisti sem tók sig taki er hann eignaðist son með sambýliskonu sinni. Hann vinnur í tveimur vinnum til að ná endum saman en þegar örlögin grípa inn í fer Steini að stíga dans með varhugaverðum dansfélaga.

Lesa meira
Stuttmyndin Frú Regína

Frú Regína

Garpur Elísabetarson

Myndin fjallar um tvo bræður, 14 og 16 ára, sem kallaðir eru á fund ömmu sinnar. Hún lýsir yfir áhyggjum af eldri systur þeirra sem er komin á kafi í eiturlyf og ofbeldissamband. 
Amman kennir kærasta systur þeirra um ófarirnar og sér bara eitt í stöðunni, það að koma kærastanum fyrir kattarnef. 

Lesa meira
Já-Fólkið

Já-Fólkið

Gísli Darri Halldórsson

Íbúum í blokk er fylgt í einn dag. Glíman við hversdagsleikann er misjöfn og ljóst að vaninn litar líf þeirra (og rödd). Þetta er óður til vanans og fjötranna sem fylgja. 
Gamansöm teiknimynd með dramatískum undirtón.

Lesa meira

Óskin

Inga Lísa Middleton

Þegar hin 9 ára gamla Karen hittir föður sinn, leikara sem búsettur er í London og hún hefur sveipað töfraljóma, kemst hún að því að hann er kannski ekki sá faðir sem hún hefði óskað sér. Þessi óþægilega reynsla gefur henni aukið sjálfstraust til að takast á við einelti sem hún verður fyrir heima á Íslandi.

Lesa meira

Selshamurinn

Ugla Hauksdóttir

Íslensk þjóðsaga rennur saman við veruleika feðginna og sameinar þau í söknuði.

Lesa meira

Sunnudagur

Ása Helga Hjörleifsdóttir

Það er vormorgunn í Reykjavík. Maður og kona vakna í rúmi sínu og vita að ástarsamband þeirra er á enda. Þau fara í ferðalag út fyrir endimörk borgarinnar, endimörk ástarinnar; mögulega endimörk heimsins. Saga um ást, missi, og dulmagn náttúrunnar.

Lesa meira

Traust

Bragi Þór Hinriksson

Jón er metnaðargjarn 17 ára piltur sem hjálpar fjölskyldufyrirtækinu með því að vinna næturvaktir í pylsuvagni í miðbæ Reykjavíkur. Viðskiptavinirnir sem fylgja næturlífinu geta verið ansi litríkir. Undir lok vaktarinnar biður ókunnugur maður um far hjá Jóni. Ókunnugi maðurinn virðist tiltölulega meinlaus.

Lesa meira