Verk í vinnslu

Stuttmyndir

Allar verur jarðar

Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir

Óvænt hetja bjargar deginum í heimsendaframtíð þar sem skrýmsli hafa tekið völdum.

Lesa meira

Chef de Partie

Ágúst Þór Hafsteinsson

Ungur kokkur fær tækifæri til að sanna sig sem almennilegur matreiðslumaður fyrir yfirkokki sínum sem sættir sig við ekkert minna en fullkomnun.

Lesa meira

Drink My Life

Marzibil Sæmundardóttir

Steini er óvirkur alkóhólisti sem tók sig taki er hann eignaðist son með sambýliskonu sinni. Hann vinnur í tveimur vinnum til að ná endum saman en þegar örlögin grípa inn í fer Steini að stíga dans með varhugaverðum dansfélaga.

Lesa meira

Frenjan

Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir

Hin uppskrúfaða og miðaldra Margrét sér kýr á vappi í miðbænum á leiðina á skrifstofuna. Þegar hún mætir vinnuna kemur í ljós að hún ein sér þær. Skoplegt kaos tekur við þegar belja birtist inn í matsalnum.

Lesa meira

Óskin

Inga Lísa Middleton

Hin 9 ára gamla Karen hefur alltaf dreymt um að hitta pabba sinn, leikara sem búsettur er í London og hún hefur sveipað töfraljóma. Óskin rætist þegar hún heimsækir hann, en þessi reynsla sem er í senn spennandi og óþægileg opnar augu hennar fyrir að hann er ekki endilega sá faðir sem hún hafði vonast eftir.  

Lesa meira

Selshamurinn

Ugla Hauksdóttir

Hin fimm ára Sól býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið.
Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu.

Lesa meira

Sunnudagur

Ása Helga Hjörleifsdóttir

Það er vormorgunn í Reykjavík. Maður og kona vakna í rúmi sínu og vita að ástarsamband þeirra er á enda. Þau fara í ferðalag út fyrir endimörk borgarinnar, endimörk ástarinnar; mögulega endimörk heimsins. Saga um ást, missi, og dulmagn náttúrunnar.

Lesa meira

Traust

Bragi Þór Hinriksson

Jón er metnaðargjarn 17 ára piltur sem hjálpar fjölskyldufyrirtækinu með því að vinna næturvaktir í pylsuvagni í miðbæ Reykjavíkur. Viðskiptavinirnir sem fylgja næturlífinu geta verið ansi litríkir. Undir lok vaktarinnar biður ókunnugur maður um far hjá Jóni. Ókunnugi maðurinn virðist tiltölulega meinlaus.

Lesa meira