Umsóknir

Kvikmyndahátíðir

Styrkir til kvikmyndahátíða innanlands

Veittir eru styrkir til kvikmyndahátíða innanlands sem eru til þess fallnar að efla kvikmyndamenningu og auka fjölbreytni kvikmynda sem sýndar eru almenningi. Styrkveitingar eru háðar fjárveitingum og stöðu sjóðs hverju sinni. 


Sótt um styrki til að mæta kostnaði við framkvæmd kvikmyndahátíðar hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Slíkri umsókn skal fylgja:

  • Kynning og stutt greinargerð um framkvæmd fyrirhugaðrar hátíðar og fyrri hátíða sé hátíðin haldin reglulega.
  • Dagskrá hátíðarinnar, bæði fyrir áætlaðar sýningar kvikmynda og einnig aðrar uppákomur og vinnustofur.
  • Kostnaðaráætlun fyrir hátíðina.
  • Upplýsingar um menntun og starfsreynslu helstu aðstandenda og lykilstarfsmanna.
  • Fjármögnunaráætlun fyrir hátíðina – þ.e. hvernig á að fjármagna hátíðina.

Umsóknir eru metnar á grundvelli umsóknargagna þar sem tillit er tekið til hvort fyrirhuguð hátíð sé til þess fallin að ná fram markmiðum um að efla kvikmyndamenningu, auka útbreiðslu listrænna mynda og fjölbreytni framboðs kvikmynda fyrir alla aldurshópa og allt landið. Hafi kvikmyndahátíð verið haldin áður en jafnframt litið til þeirrar reynslu sem fengist hefur af framkvæmd hennar.

Umsóknir skal senda á tölvupóstfangið: umsoknir@kvikmyndamidstod.is, merkt styrkur vegna kvikmyndahátíðar. Umsóknum skal skilað til  að lágmarki mánuði áður en fyrirhugað er að halda hátíðina.

Komi til styrkveitingar á grundvelli umsóknar er gerður úthlutunarsamningur sem tiltekur nánar skyldur styrkþega, hvaða kostnaður er metinn styrkhæfur og tiltekur hvernig uppgjöri á styrk og eftirfylgni skal háttað.

 Fjárhæðir styrkveitinga til kvikmyndaháíða eru háðar fjárveitingum hverju sinni sem get sett bæði fjárhæðum styrkja og fjölda styrktra verkefna skorður á hverju fjárlagaári.