Staðreyndir og tölur

Nokkrar lykiltölur

Velta íslensks kvikmyndaiðnaðar samkvæmt tölum Hagstofunnar

Neðangreind tafla sýnir veltu atvinnugreinarinnar framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni; hljóðupptaka og tónlistarútgáfa í milljónum króna fyrir tímabilið 2009-2017. 


Nánari útlistun má finna á vef Hagstofunnar með því að velja atvinnugreinina framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni; hljóðupptaka og tónlistarútgáfa.

Markaðshlutdeild á íslenskum kvikmyndamarkaði

Á yfirliti undanfarinna ára hér að neðan, sést að bandarískar myndir hafa ráðandi stöðu á íslenskum kvikmyndamarkaði. Hlutdeild þeirra er að jafnaði um 85-90% en getur þó sveiflast í báðar áttir eftir árum. 

Um leið eru bandarískar myndir meirihluti þeirra mynda sem sýndar eru hér, en innlendar kvikmyndahátíðir og kvikmyndahús sem leggja áherslu á listrænar kvikmyndir hafa þó aukið mjög framboð annarra kvikmynda á undanförnum árum. 

Hlutdeild íslenskra mynda kann að virðast lítil í þessum samanburði en hafa ber tvennt í huga; íslenskur kvikmyndahúsamarkaður er hlutfallslega mjög stór (seldir miðar á íbúa eru hér gjarnan á milli 4-5, meðan sama hlutfall í Evrópu er í kringum 2 á mann) og meðalaðsókn á íslenskar kvikmyndir er mjög há, tæp 5% þjóðarinnar sjá íslenska mynd að jafnaði sem er um helmingi hærra hlutfall en til dæmis heimamyndir á hinum Norðurlöndunum. 

 2017   2016  2015  2014
Íslenskar kvikmyndir frumsýndar í kvikmyndahúsum 7  4  8  8
Íslenskar heimildamyndir frumsýndar í kvikmyndahúsum 10  10  8  n/a
Kvikmyndahús 15  15 15 15
Kvikmyndahús með stafrænum búnaði 14  14 14 14
Kvikmyndasalir 40  40 40 40
Kvikmyndasalir með stafrænum búnaði 39  39 39 39
Kvikmyndasalir með 3D búnaði 30  30 30 30
Sæti í kvikmyndahúsum 6.799  6.799 6.799 6.799
Meðal miðaverð án vsk.934,8 kr. 892,5 kr. 842 kr. 829 kr.
Meðal miðaverð með vsk.1.230 kr. 1.190 kr. 1.123 kr. 1105 kr.
Seldir miðar (heild)

1.373.178

 1.420.503 1.382.494 1.344.569
Seldir miðar á hvern íbúa 3,9  4,3 4,2 4,1
Seldir miðar á íslenskar myndir122.591

91.221

61.847 148.146
Tekjur (heild)1.689.529.817 kr.

1.689.783.655 kr.

1.551.569.621 kr. 1.485.618.475 kr.
Tekjur íslenskra mynda189.460.952 kr. 111.521.594 kr. 73.824.318 kr. 196.952.859 kr.
Tekjur bandarískra mynda1.442.759.208 kr. 1.527.995.946 kr. 1.334.446.458 kr. 1.247.598.640 kr.
Tekjur evrópskra mynda56.349.767 kr.

49.033.245 kr.

136.295.356 kr. 41.066.976 kr.
Tekjur annarra mynda959.890 kr. 1.232.870 kr. 7.003.489 kr. 0 kr.
Markaðshlutdeild íslenskra mynda11,2% 6,6% 4,8% 13,3%
Markaðshlutdeild bandarískra mynda85,4% 90,4% 86% 84%
Markaðshlutdeild evrópskra mynda3,3% 2,9% 8,7% 2,7%
Markaðshlutdeild annarra mynda0,1% 0,1% 0,5% 0%