Fjárheimildir KMÍ á árinu 2020

Fjárlög vegna ársins 2020 hafa verið samþykkt af Alþingi, sem tiltaka fjárheimildir Kvikmyndasjóðs og til starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) á árinu

Fjárheimildir eru aðgreindar fyrir starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) og Kvikmyndasjóð. Fjárlög tiltaka að framlag úr ríkssjóði til Kvikmyndamiðstöðvar muni nema 108,4 m.kr. á árinu 2020, en framlag til Kvikmyndasjóðs 1.109,8 m.kr.

Sé mið tekið af síðasta ári eru fjárheimildir nánast óbreyttar milli ára, eins og taflan að neðan sýnir.

Fjarlog-2020_1

Taka má fram að breyting hefur orðið á framsetningu fjárlaga fyrir starfsemi KMÍ frá árinu 2019 þegar 35 m.kr. sem varið var til verkefna tengdri kvikmyndamenningu og eflingar kvikmyndageirans voru fluttar af rekstrarframlögum KMÍ yfir á Kvikmyndasjóð. Sú breyting hafði ekki áhrif á heildarfjárhæð framlaga til verkefna.

Áætluð fjárhæð til úthlutunar styrkja úr Kvikmyndasjóði árinu 2020 nemur 990 m.kr. sem skiptist á milli þriggja sjóðshluta þar sem 65% úthlutana sjóðsins er varið til leikinna kvikmynda, 18% til leikins sjónvarpsefnis og 17% til heimildamynda. Skipting sjóðsins í hluta er í samræmi við framkvæmd síðustu ára og samkomulag umstefnumótun í kvikmyndagerð 2016 til 2019.

Taflan að neðan sýnir áætlaða skiptingu fyrir hvern sjóðshluta á árinu 2020.

Fjarlog-2020_2

Ástæða þess að úthlutunarfé úr Kvikmyndasjóði er lægra en nemur heildarframlagi ríkissjóðs er að Kvikmyndasjóður fjármagnar einnig framlag til kvikmyndamenningar og eflingar geirans eins og fyrr sagði (um 35 m.kr.), þá er fjárheimild til greiðslu sýningarstyrka fjármögnuð af Kvikmyndasjóði (40 m.kr.), auk aðildargjalda að erlendum sjóðum sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn geta sótt í og vinnu kvikmyndaráðgjafa sem fara yfir umsóknir (um 45 m.kr).


Um KMÍ