Leiknar kvikmyndir

Fálkar að eilífu
Óskar Þór Axelsson
Kvikmyndin Fálkar að eilífu, er um hvernig Frank Fredrickson og vinir hans af annari kynslóð innflytjenda í Kanada brutust undan félagslegum fordómum og fátækt til frægðar þegar þeir unnu gullverðlaun í ísknattleik á Ólympíuleikunum 1920.
Handritið er byggt á bókinni, When Falcons Fly eftir David Square
Lesa meira
Volaða land
Hlynur Pálmason
Saga af metnaði, trú, fjölskyldu og hefnd undir lok 19. aldar. Danskur prestur ferðast til Íslands með það verkefni að reisa kirkju og ljósmynda fólkið í harðneskjulegri náttúrunni. Presturinn afvegaleiðist er áhugi hans eykst á ungri konu í þorpinu og hrindir það af stað villimannslegum deilum.
Lesa meira
Á ferð með mömmu
Hilmar Oddsson
Þegar móðir Jóns og hans mesti áhrifavaldur fellur frá verða alger umskipti í lífi hans. Með uppáklætt líkið í aftursætinu og hundinn Brésnef við hlið sér tekst hann á hendur ferð þvert yfir landið til að heiðra hennar síðustu ósk. En mamma hefur ekki sagt sitt síðasta.
Lesa meira
Drepum skáldið
Friðrik Þór Friðriksson
Rómantískt drama í anda Rómeo og Júlíu. Louisa var af efnafjölskyldu í Reykjavík og fór til New York að nema myndlist, meðan Steinn var sárfátækur og áreittur af yfirvöldum vegna róttækra skoðana sinna og meinað að ferðast til Bandaríkjanna
Lesa meira
Northern Comfort
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Sarah, framakona á fimmtugsaldri, er haldin óstjórnlegum ótta við að fljúga. Til að bjarga nýtilkomnu ástarsambandi verður hún að yfirstíga flughræðsluna og læra að sleppa tökunum.
Lesa meira
The Hunter's Son
Ricky Rijneke
The Hunter's Son fjallar um feðga og eftirmála veiðiferðar sem fer úrskeiðis. Ein hvatvís gjörð verður að harmleik.
Lesa meira