Leiknar kvikmyndir

Fjallkona fer í stríð

Benedikt Erlingsson

Kórstjóri á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi íslands… Þar til munaðarlaus stúlka frá Búlgaríu stígur inn í líf hennar. Að bjarga einu barni er að bjarga heiminum. En er það nóg?

Lesa meira

FYRIR MAGNEU

Baldvin Z

Þegar 15 ára Magnea kynnist 18 ára Stellu breytist allt. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inní heim fíkniefna sem hefuralvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.

Lesa meira

TRYGGÐARPANTUR

Ásthildur Kjartansdóttir

Gísella Dal fær dag einn þær fréttir að ríkulegur arfurinn frá ömmu hennar sé upp urinn og hún gæti þurft að fórna lífsstíl sínum og fara að vinna fyrir sér. Henni hugkvæmist að fá sér leigjendur og sagan lýsir síðan sambúð fjögurra kvenna þar sem teflt er saman ólíkum heimum og varpað fram spurningum um lífsgildi, lífsviðhorf og lífsblekkingu.

Lesa meira

Víti í Vestmannaeyjum

Bragi Þór Hinriksson

Jón Jónsson, 10 ára, fer með liði sínu Fálkunum til að keppa á
fótboltamóti í Vestmanneyjum. Þegar Jón kynnist Ívari, strák úr ÍBV sem þarf að þola ofbeldi heimafyrir, þarf hann að vaxa hraðar úr grasi en hann nokkru sinni óraði fyrir, innan vallar sem utan.

Lesa meira