Verk í vinnslu

Leiknar kvikmyndir

Dýrið

Valdimar Jóhannsson

María og Ingvar búa á afskekktum sveitabæ. Þegar lítil og óvenjuleg vera kemur inn í líf þeirra
verður breyting á högum þeirra sem færir þeim mikla hamningju um stund. Hamingju sem síðar
verður að harmleik.

Lesa meira

Héraðið

Grímur Hákonarson

Inga og Reynir eru hjón á miðjum aldri sem reka stórt kúabú í Dalfirði. Einn daginn vaknar Inga upp við þær fréttir að Reynir hafi farist í bílslysi og líf hennar breytist skyndilega. 

 

Lesa meira

Hvítur, hvítur dagur

Hlynur Pálmason

Ábyrgur faðir, ekkill og lögreglustjóri lítils sjávarþorps hefur verið frá starfi síðan eiginkona hans hvarf fyrir tveimur árum. Hann einbeitir sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og fjölskyldu þar til hann byrjar að gruna mann í þorpinu um að tengjast hvarfi konu hans. Með tímanum breytist grunur hans í þráhyggju sem óhjákvæmilega bitnar á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um hefnd, sorg og skilyrðislausa ást.

Lesa meira

Vigdís

Baldvin Z

Eftir 16 ára farsælan forsetaferil pakkar Vigdís Finnbogadóttir saman á Bessastöðum. Um leið leitar hugurinn til baka til þess tíma þegar þetta hófst allt saman – árið 1980 þegar einhver fékk þá undarlegu hugmynd að kona gæti, í fyrsta sinn í veraldarsögunni, orðið forseti. Vigdís.

Lesa meira