Verk í vinnslu

Leiknar kvikmyndir

Abbababb!

Nanna Kristín Magnúsdóttir

Hinn kjarklitli Aron Neisti er í leynifélaginu Rauðuhauskúpunni ásamt vinum sínum Óla og Höllu. Hann neyðisttil að taka á honum stóra sínum þegar hrekkjusvínin í hverfinu láta til skarar skríða.

Lesa meira

Drepum skáldið

Friðrik Þór Friðriksson

Iceland's greatest, and poorest, young poet and a female painter from one of Reykjavík's wealthiest families begin an epic, star-crossed love affair during World War II, at a time when artists such as themselves were being blacklisted by Communist witch-hunts. Set in Reykjavík and New York. 

Lesa meira

Dýrið

Valdimar Jóhannsson

María og Ingvar búa á afskekktum sveitabæ. Þegar lítil og óvenjuleg vera kemur inn í líf þeirra
verður breyting á högum þeirra sem færir þeim mikla hamningju um stund. Hamingju sem síðar
verður að harmleik.

Lesa meira

Gullregn

Ragnar Bragason

Kerfisfræðingurinn Indíana Jónsdóttir býr einangruð í lítilli blokkaríbúð umkringd innflytjendum sem hún fyrirlítur. Í litlum garðskika við íbúðina stendur gullregn, verðlaunað tré sem er stolt hennar og yndi. Þegar einkasonurinn kemur heim með kærustu af erlendum uppruna snýst heimur Indíönu à hvolf. 

Lesa meira

Skjálfti

Tinna Hrafnsdóttir

Saga fær heiftarlegt flogakast á gangi með sex ára syni sínum og missir minnið. Í tilraunum hennar til að fylla upp í eyðurnar kemur í ljós að fleira en flogið sem hafð­i máð út minn­ing­ar.  Inn um glufur sem Saga verður að opna laumast að henni sár og miskunnarlaus fortíð, fortíð sem hún neyðist til að horfast í augu við til að endurheimta líf sitt og missa ekki son sinn. 

Lesa meira

Svar við bréfi Helgu

Helga Ása Hjörleifsdóttir

Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja forðum tíð. Gerði hann rétt að taka skyldur sínar við sveit og eiginkonu fram yfir ástina, eða sveik hann þannig sitt eigið hjarta?

Lesa meira

The Hunter's Son

Ricky Rijneke

The Hunter's Son fjallar um feðga og eftirmála veiðiferðar sem fer úrskeiðis. Ein hvatvís gjörð verður að harmleik. 

Lesa meira

Una

Marteinn Þórsson

Una er yfirnáttúruleg spennusaga sem fjallar um Unu (22), en sonur hennar (4) hvarf fyrir nokkrum árum og er talinn af. Eftir tilraun til sjálfsvígs birtist Unu óhugnanleg vera og Una upplifir sögu sem gerist fyrir meira en hundrað árum, sögu sem fjallar um aðra Unu, sögu um nauðgun, ofbeldi og morð.

Lesa meira