Aðrir styrkir
Kynningarstyrkir
Kynningarstyrkir eru veittir úr Kvikmyndasjóði. Veita má kynningarstyrki til kynningar og markaðssetningar á fullbúnum kvikmyndum. Skilyrði styrkveitingar er að framleiðslu kvikmyndar sé lokið og áætlun um kynningu og kostnað liggi fyrir.
Kynningarstyrkir vegna þátttöku á erlendum kvikmyndahátíðum
Framleiðandi íslenskrar kvikmyndar getur sótt um kynningarstyrk í tengslum við alþjóðlega frumsýningu myndar á erlendri kvikmyndahátíð sem flokkast undir A-lista kvikmyndahátíð eða hátíð með sambærilegt vægi. Með A-lista hátíð er vísað til skilgreiningar FIAPF samtakanna en einnig er litið til vægis hátíðar í alþjóðlegu samhengi. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að staðfesting liggi fyrir um boð í opinbera dagskrá viðkomandi hátíðar.
Með umsókn þurfa að fylgja staðfesting á boði á hátíð og hvað í því felst, fjárhagsáætlun og
kynningaráætlun. Umsókn skal berast Kvikmyndamiðstöð eigi síðar en tveimur
vikum fyrir þá viðburði sem skipulagðir eru vegna alþjóðlegrar frumsýningar.
Við meðferð og mat á umsókn er litið til umfangs kynningar og fjárhagsáætlunar
ásamt mótframlagi aðstandenda kvikmyndarinnar. Það styrkir umsókn að kynningar og sölufulltrúar sem
koma að alþjóðlegri frumsýningu hafi alþjóðlega reynslu á þeim vettvangi. Styrkur vegna alþjóðlegrar frumsýningar er allt að kr. 2.500.000 en upphæðin er háð stöðu sjóðsins hverju sinni.
Sótt er um kynningarstyrk í gegnum rafræna gátt Kvikmyndamiðstöðvar .
Eyðublað KMÍ fyrir kynningarstyrki á xls formi.
Nánari lýsing á fyrirkmomulagi styrkveitinga, kröfum sem gerðar eru til styrkhæfra verkefna og til umsókna má finna hér.
Kynningarstyrkir vegna þátttöku í ferðakostnaði
Íslensk kvikmynd þarf að vera boðin þátttaka í aðalsýningarflokki A-lista kvikmyndahátíðar og lykilaðstandendur kvikmyndarinnar leggja í kostnað við að styðja við kynningu kvikmyndarinnar á þeim vettvangi.
Með A-listahátíð er vísað til skilgreinar FIAPF samtakanna .
Kostnaður:
- Styrkurinn skal mæta ferðakostnaði á vettvang kvikmyndahátíðar.
- Gert er ráð fyrir að unnt sé að styrkja lykilaðila sem koma að gerð kvikmyndar eins og leikstjóra, aðalleikara eða viðlíka.
- Kostnaður við uppihald, gistingu og ferðir á vettvangi er ekki styrkhæfur.
- Fjárhæð styrks ræðst af vægi tilefnis en að jafnaði er einvörðungu greitt fyrir ferð eins til tveggja aðila á kvikmyndahátíð fyrir hverja kvikmynd fyrir hverja hátíð.
- Við ákvörðun styrkfjárhæðar er tekið mið af almennu fargjaldi.
Það er skilyrði styrkveitingar að verkefnið efli framleiðsluumhverfi íslenskra kvikmynda með aðkomu innlendra lista- eða kvikmyndagerðarmanna, sem hljóta styrk til að kynna viðkomandi verkefni á kvikmyndahátíð.
Aðalframleiðandi kvikmyndar getur sótt um ferðastyrk á A-lista hátíð fyrir aðila sem leggja til lykil-listrænt framlag til kvikmyndarinnar, t.d. leikstjóra, helstu leikara eða aðrar lykilstöður. Þá getur leikstjóri eða aðili sem gegnir lykil listrænni stöðu við gerð kvikmyndar sótt um ferðastyrk.
Umsókn skal senda á tölvupóstfangið: umsoknir@kvikmyndamidstod.is
Með umsókn skal fylgja:
- Lýsing á kvikmyndahátíð.
- Kostnaðaráætlun sundurliðuð þar sem tekið er fram hvaða aðilar fara á kvikmyndahátíð.
- Tiltekið hvaða aðrir styrkir hafi fengist vegna ferðarinnar, t.d. hvað kvikmyndahátíðin býður eða aðrir samstarfsaðilar.
Kynningarstyrkir til birtingar kynningarefnis íslenskra kvikmynda
Veittir eru styrkir til markaðssetningar á íslenskum kvikmyndum í fullri lengd, sem hafa hlotið framleiðslustyrk frá KMÍ og eru ætlaðar til almennra sýninga í kvikmyndahúsum á Íslandi. Styrknum er aðeins ætlað að mæta kostnaði sem hlýst af birtingu kynningarefnis innanlands.
Hægt er að sækja um styrkinn frá og með 1. ágúst 2025.
Um tilraunaverkefni er að ræða sem verður endurskoðað árlega út frá árangri markaðssetningar og fjárhagsstöðu Kvikmyndasjóðs. Hægt er að sækja um styrkinn þegar sýningareintak kvikmyndarinnar er tilbúið og hún tilbúin til almennra sýninga í kvikmyndahúsum á Íslandi.
Styrkurinn miðast við 50% af heildarkostnaði birtinga á auglýsingum um sýningar á myndinni innanlands, að hámarki 2 m.kr. Styrkveiting miðast við stöðu Kvikmyndasjóðs hverju sinni.
Greiðslur verða jafnar og greiddar í tvennu lagi, við undirritun samnings og uppgjör.
Umsókn þarf að berast í síðasta lagi 30 virkum dögum fyrir frumsýningu. Með umsókninni þarf að fylgja ítarleg greinargerð um birtingar auglýsingaefnis kvikmyndarinnar þar sem fram kemur:
- Upplýsingar um markhópanálgun myndarinnar.
- Dreifingaráætlun auglýsinga í fjölmiðlum á borð við netmiðla, útvarpsmiðla, sjónvarpsmiðla, prentmiðla og hlaðvörp.
- Upplýsingar um auglýsingar í biðskýlum sem og eða aðrar auglýsingaleiðir ótaldar hér að framan.
- Sundurliðuð heildarkostnaðaráætlun fyrir birtingar auglýsinga.
- Fjármögnunaráætlun.
Önnur umsóknargögn:
- Allt kynningarefni sem viðkemur kvikmyndinni, til að mynda stiklur , herferðir í kvikmyndahúsum, stafrænt kynningarefni sem og plaköt og annað prentefni.
Umsóknir skulu berast á umsoknir@kvikmyndamidstod.is.
Styrkir til þátttöku í vinnustofum
Veittir eru styrkir til kvikmyndagerðarmanna sem valdir hafa verið til þátttöku í alþjóðlega viðurkenndum vinnustofum og námskeiðum. Styrkveitingar eru háðar fjárveitingum og stöðu sjóðs hverju sinni.
Viðurkennd námskeið og vinnustofur hafa að jafnaði verið auglýst á vef Kvikmyndamiðstöðvar þar sem tilgreind eru skilyrði umsókna. Kvikmyndamiðstöð velur ekki þátttakendur í þessum tilvikum, en getur í sumum tilvikum komið til móts við kostnað þátttakenda.
Umsókn skjal fylgja:
- Boð og staðfesting á þátttöku á viðkomandi vinnustofu/námskeiði.
- Áætlun um kostnað við þátttöku.
Styrkur KMÍ getur numið annað hvort aðildargjaldi eða fargjaldi á vettvang. Styrkur er greiddur eftir á gegn staðfestingu á útlögðum kostnaði kvikmyndagerðarmanns vegna fyrrnefndra kostnaðarliða.
Umsókn skal senda á netfangið: umsoknir@kvikmyndamidstod.is