Umsóknir

Aðrir styrkir

Kynningarstyrkir vegna þátttöku á erlendum kvikmyndahátíðum

Kynningarstyrkir eru veittir úr Kvikmyndasjóði. Veita má kynningarstyrki til kynningar og markaðssetningar á fullbúnum kvikmyndum. Skilyrði styrkveitingar er að framleiðslu kvikmyndar sé lokið og áætlun um kynningu og kostnað liggi fyrir.

Framleiðandi íslenskrar kvikmyndar getur sótt um kynningarstyrk í tengslum við alþjóðlega frumsýningu myndar á erlendri kvikmyndahátíð sem flokkast undir A-lista kvikmyndahátíð eða hátíð með sambærilegt vægi. Með A-lista hátíð er vísað til skilgreiningar FIAPF samtakanna en einnig er litið er til vægis hátíðar í alþjóðlegu samhengi.  Skilyrði fyrir styrkveitingu er að staðfesting liggi fyrir um boð í opinbera dagskrá viðkomandi hátíðar.

Með umsókn þurfa að fylgja staðfesting á boði á hátíð og hvað í því felst, fjárhagsáætlun og kynningaráætlun. Umsókn skal berast Kvikmyndamiðstöð eigi síðar en tveimur vikum fyrir þá viðburði sem skipulagðir eru vegna alþjóðlegrar frumsýningar.

Við meðferð og mat á umsókn er litið til umfangs kynningar og fjárhagsáætlunar ásamt mótframlagi aðstandenda kvikmyndarinnar. Það  styrkir umsókn að kynningar og sölufulltrúar sem koma að alþjóðlegri frumsýningu hafi alþjóðlega reynslu á þeim vettvangi. Styrkur vegna alþjóðlegrar frumsýningar er allt að kr. 2.500.000 en upphæðin er háð stöðu sjóðsins hverju sinni.

Sótt er um kynningarstyrk í gegnum rafræna gátt Kvikmyndamiðstöðvar .

Kynningarstyrkir vegna þátttöku í ferðakostnaði 

 Umsókn skal senda á tölvupóstfangið: umsoknir@kvikmyndamidstod.is

Styrkir til þátttöku í vinnustofum

Veittir eru styrkir til kvikmyndagerðarmanna sem valdir hafa verið til þátttöku í alþjóðlega viðurkenndum vinnustofum og námskeiðum. Styrkveitingar eru háðar fjárveitingum og stöðu sjóðs hverju sinni. 

Viðurkennd námskeið og vinnustofur hafa að jafnaði verið auglýst á vef Kvikmyndamiðstöðvar þar sem tilgreind eru skilyrði umsókna. Kvikmyndamiðstöð velur ekki þátttakendur í þessum tilvikum, en getur í sumum tilvikum komið til móts við kostnað þátttakenda.

Umsókn skjal fylgja boð og staðfesting á þátttöku á viðkomandi vinnustofu/námskeiði ásamt áætlun um kostnað við þátttöku. Styrkur KMÍ getur numið annað hvort aðildargjaldi eða fargjaldi á vettvang. Styrkur er greiddur eftir á gegn staðfestingu á útlögðum kostnaði kvikmyndagerðarmanns vegna fyrrnefndra kostnaðarliða.

Umsókn skal senda á tölvupóstfangið: umsoknir@kvikmyndamidstod.is