Um KMÍ
Á döfinni

11.4.2024

Skýrsla um efnahagsleg áhrif endurgreiðslukerfis gefin út

Árið 2023, var ráðgjafarfyrirtækið Olsberg SPI fengið af menningar- og viðskiptaráðuneytinu til að leggja mat á efnahagsleg áhrif endurgreiðslukerfis fyrir kvikmyndagerð á Ísland. 

Markmið úttektarinnar var að mæla og lýsa efnahagslegum áhrifum af framleiðslu sjónvarps og kvikmyndaverkefna sem hlutu endurgreiðslu í gegnum endurgreiðslukerfi kvikmynda á Íslandi, árin 2019–2022.

Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á ráðstefnu sem menningar- og viðskiptaráðuneytið, Íslandsstofa og Kvikmyndamiðstöð Íslands stóðu fyrir í Hörpu, föstudag 5. apríl, um verðmætasköpun í kvikmyndagerð á Íslandi.

https://www.youtube.com/watch?v=M3gWrF9hofM

Skýrslu Olsberg SPI er að finna á vef Stjórnarráðs Íslands . Útdrátt á íslensku, þar sem helstu niðurstöður eru reifaðar, má einnig nálgast þar.

Ljósmynd: Pegasus Pictures – Tilverur. Ljósmyndari: Hörður Sveinsson.