Um KMÍ
Á döfinni

31.5.2019

Ágústa M. Ólafsdóttir og Rakel Garðarsdóttir leikstjórar sitja í dómnefnd International Green Film Festival - UseLess sýnd á kvikmyndahátíðunum CinemAmbiente og Ekotopfilm

Heimildamyndin UseLess eftir Ágústu M. Ólafsdóttur og Rakel Garðarsdóttur hefur unnið til fjölda verðlauna síðan hún var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni fyrir ári síðan. Hún var valin besta myndin á International Green Film Festival í Kraká í Póllandi í fyrra, en í ár munu þær Ágústa og Rakel koma til með að sitja í dómnefnd hátíðarinnar sem fer fram dagana 18. - 25. ágúst. 

Þá var myndin sýnd þann 29. maí á Ekotopfilm, sem er ein elsta kvikmyndahátíðin sem beinir sjónum að sjálfbærni og umhverfismálum. Einnig hefur UseLess verið valin í keppni á CinemAmbiente - Environmental Film Festival sem fer fram dagana 31. maí - 5. júní á Ítalíu. Þar verður myndin sýnd þann 3. júní.   

UseLess var valin besta heimildamyndin á NYCTV kvikmyndahátíðinni í New York, hlaut verðlaun fyrir bestu myndina í umhverfisflokki á DOC LA heimildamyndahátíðinni í Los Angeles, silfurverðlaun í flokknum Fight and adaption to climate change frá Deauvill Green Award og svo hlaut hún sérstaka viðurkenningu frá EcoAct

Useless fjallar um matar- og tískusóun og er áhorfendum gerð grein fyrir því hve mikið af auðlindum fer til spillis þegar vara endar í ruslinu eftir langt framleiðsluferli og ferðalag til neytandans. Talað er við sérfræðinga, hönnuði, aðgerðarsinna, framleiðendur og fleiri til að varpa ljósi á þau umhverfis- og samfélagslegu áhrif sem framleiðsla matvæla og tískufatnaðar hefur í för með sér.