Um KMÍ
Á döfinni

15.10.2019

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin dagana 25. - 27. október

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í tólfta sinn helgina 25. - 27. október í Frystiklefanum á Rifi, Snæfellsbæ. 
Hátíðin býður upp á fjölbreytt úrval alþjóðlegra stuttmynda, hreyfimynda, vidjóverka og íslenskra tónlistarmyndbanda auk annar viðburða, t.a.m. fiskiréttasamkeppni, fyrirlestra, vinnustofur og tónleika svo dæmi séu nefnd. 
Kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hann er einn af fremstu kvikmyndatökumönnum landsins og tók m.a. Hross í Oss, Kona fer í stríð og Ófærð. Aðstandendur hátíðarinnar segja að þeim finnst mikilvægt að varpa ljósi á störf fólksins sem starfar á bakvið tjöldin og það verður fróðlegt að hlusta á "Besta" eins og hann er kallaður en hann verður með meistarspjall stýrt af Steinunni Ólínu Þorvarðardóttur leikkonu sem er með honum í dómnefnd hátíðarinnar.

Jafnrétti og kynjahlutföll hafa verið eitt af leiðarljósum hátíðarinnar frá upphafi. Það er mikilvægt fyrir ungar konur og kvikmyndagerðarkonur að eiga fyrirmyndir og geta speglað sig í kvikmyndum. Hátíðin hefur lagt mikla áherslu á að vekja athygli á þessu með ólílkum leiðum. Síðustu þrjú ár hafa konur verið gegnt meirihluta í dómnefndhátíðarinnar og verið heiðursgestir hátíðarinnar en auk þess hafa verið haldnar pallborðsumræður á vegum WIFT um stöðu kvenna í kvikmyndagerð.

Hátíðin hefur bæði tekið up F-Rating kerfið og skrifaði nýverið undir 5050by2020 samkomulagið á Carl International Film Festival, ásamt þremur öðrum norrænum kvikmyndahátíðum. Fjallað var um undirskriftina í Screen Daily Five Nordic film festivals sign gender equality pledge (exclusive)
Aðstandendur hátíðar segja að Frystiklefinn sé fullkominn vettvangur fyrir svona litla hátíð og þar sé líka frábært hljóðkerfi en það verða tónleikar með hljómsveitum sem eru að fylgja eftir sínum tónlistarmyndböndum. Í ár spila Óværa og Kólumkilli og raftónlistarmaðurinn Aiieenn en hann er frá Grundarfirði. Svo er fiskiréttakeppnin á laugardeginum, þar sem bæjarbúar og fyrirtæki keppa um besta fiskiréttinn. 

Þann 24. - 25 október næstkomandi, verður haldin stór vinnusmiðja, Norrænar Stelpur Skjóta, fyrir ungar konur í kvikmyndagerð á Norðurlöndum í Grundarfirði í tengslum við hátíðina samstarfi við samstarfsaðila á Grænlandi, í Færeyjum, Noregi og Svíþjóð og Stelpur Skjóta á Íslandi. Vinnusmiðjan er samstarfsverkefni hátíðarinnar við Stelpur Skjóta,WIFT og WIFT Nordic og er fullfjármögnuð m.a. af Norbuk og Kvikmyndasjóði Íslands. Hægt að sjá valda þátttakendur og vinnustofuna hér: NGS - NORDIC GIRLS SHOOT IN ICELAND - Northern Wave

Dagskrána hátíðarinnar má finna  hér.