Um KMÍ
Á döfinni

9.3.2018

Andið eðlilega frumsýnd á Íslandi

Andið eðlilega, fyrsta kvikmynd Ísoldar Uggadóttur í fullri lengd, verður frumsýnd hérlendis í Háskólabíói þann 9. mars.

Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum.

Andið eðlilega var heimsfrumsýnd á hinni virtu Sundance kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum, þar sem Ísold var valin besti erlendi leikstjórinn í World Cinema Dramatic Competition. Því næst hélt myndin til Gautaborgar og vann þar FIPRESCI gagnrýnendaverðlaunin. í Toronto í september síðastliðnum og hefur síðan þá verið valin besta kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kaíró í Egyptalandi, sem er ein af fáum svokölluðum „A“ hátíðum heimsins, og unnið fyrir bestu leikstjórn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kolkata í Indlandi.

Ísold leikstýrir og skrifar handritið að Andið eðlilega. Skúli Fr. Malmquist framleiðir Andið eðlilega fyrir hönd Zik Zak kvikmynda, en meðframleiðendur eru þær Inga Lind Karlsdóttir, Lilja Ósk Snorradóttir og Birna Anna Björnsdóttir, auk meðframleiðenda frá Belgíu og Svíþjóð.