Um KMÍ
Á döfinni

12.4.2019

Baltasar Kormákur með masterklassa á FEST 2019

FEST - New Directors New Films Festival fer fram í 15. skipti dagana 24. júní - 1. júlí í Portúgal. Þar mun Baltasar Kormákur koma til með að halda masterklassa um leikstjórn. Baltasar hefur vakið heimsathygli fyrir kvikmyndir á borð við Everest og Adrift, auk þess sem sjónvarpsþáttaröðin Ófærð 2 hefur fengið góðar viðtökur erlendis. 

Þá mun einnig handritshöfundurinn Larry Wilson vera með masterklassa um handritagerð á fantasíu og hrollvekju, en Larry er m.a. þekktur fyrir kvikmyndirnar Beetlejuice og The Adams Family.

Nánari upplýsingar um FEST hátíðina má finna hér