Um KMÍ
Á döfinni

11.2.2020

Bergmál hluti af sýningarröðinni Doc Fortnight í MoMA

Um þessar mundir stendur yfir sýningaröðin Doc Fortnight í Nútímalistasafninu MoMA í New York. Kvikmyndaverkið Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson er þar hluti af sýningaröðinni. Þetta er í annað sinn sem Rúnar sýnir í MoMA en Síðasti bærinn tók þátt í sýningaröðinni New Directors new films árið 2006.

Bergmál hefur verið að ferðast víða á milli kvikmyndahátíða síðan í haust þegar myndin var heimsfrumsýnd í aðalkeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss og hlaut þar aðalverðlun dómnefndar unga fólksins. Nokkru síðar fékk Bergmál verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, verðlaun Lúthersku kirkjunnar í Lubeck í þýskalandi og tónskáldið Kjartan Sveinsson hlaut verðlaun fyrir tónlistina í myndinni í Les Arcs í Frakklandi.