Um KMÍ
Á döfinni
  • Mynd: RÚV

27.4.2018

Börkur Sigþórsson leikstýrir þáttaröðinni Baptiste fyrir BBC

Börkur Sigþórsson mun leikstýra þremur þáttum af sex fyrir bresku spennuþáttaröðina Baptiste, sem kemur úr smiðju BBC. Þáttaröðin, sem er afleggjari (e. spin-off) af hinni vinsælu þáttaröð BBC The Missing, er nú í þróun og mun fara í tökur síðar á þessu ári í Hollandi og Belgíu.

Nóg er um að vera hjá Berki um þessar mundir. Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd, Vargur, verður frumsýnd hérlendis þann 4. maí og er hann einn af leikstjórum annarrar seríu af Ófærð, sem er nú í tökum og áætlað er að frumsýna í haust á þessu ári. Þar mun hann leikstýra fjórum af 10 þáttum. Áður hafði hann leikstýrt tveimur af tíu þáttum fyrstu seríu Ófærðar. Auk þess leikstýrði hann á síðasta ári einum þætti í bresku þáttaröðinni Endeavour.