Um KMÍ
Á döfinni

23.12.2020

Breytingar á lögum um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi til breytinga á lögum 43/1999, um tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi. Frumvarpið felur í sér breytingar á lögunum sem viðbrögð við athugasemdum Ríkisendurskoðunar í skýrslu frá október 2019. Jafnframt framlengir frumvarpið gildistíma laganna til 31. desember 2025 og þannig endurgreiðslukerfið.

Hagaðilar og almenningur er hvattur til að kynna sér drögin í samráðsgáttinni og gefa umsögn um málið, en frestur er til 8. janúar 2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.

Að auki má benda á að í Kvikmyndastefnu til ársins 2030 er stefnt að endurskoðun endurgreiðslukerfisins sem mun miða að því að því að varðveita kosti þess en jafnframt þróa það á þann veg að það standist alþjóðlega samkeppni á hverjum tíma.

Sjá nánar hér: Drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 43/1999, um tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi.