Um KMÍ
Á döfinni

10.4.2017

Bridging the Dragon óskar eftir umsóknum fyrir China Co-Production Day og Sino-European Project Lab

Bridging the Dragon og Marché du Film óska eftir umsóknum fyrir samframleiðslufund sem mun fara fram þann 19. maí í Cannes. Fundinum er ætlað að styrkja tengsl milli framleiðenda frá Kína og framleiðenda frá Evrópu.

Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2017. Nánari upplýsingar um viðburðinn og skráningu má finna hér.

Bridging the Dragon óskar einnig eftir umsóknum fyrir Sino-European Project Lab. Vinnustofan er haldin í samvinnu við ARRI Media dagana 14. – 16. júní í Shanghai. Umsækjendur geta verið teymi af leikstjórum og framleiðendum eða þá handritshöfundum og framleiðendum frá Evrópu og Kína sem eru að vinna að leikinni kvikmynd. 

Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2017. Nánari upplýsingar um viðburðinn og skráningu má finna hér

Bridging the Dragon er styrkt af Creative Europe – Media áætlun Evrópusambandsins.