Um KMÍ
Á döfinni
  • LaFMFavourites1

19.3.2020

CPH:DOX í stafrænni útgáfu - Last and First Men og Síðasta haustið sýndar

Last and First Men, tilraunamynd eftir Jóhann Jóhannsson heitinn, og Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg eru sýndar í stafrænni útgáfu af alþjóðlegu heimildamyndahátíðinni CPH:DOX sem fer fram dagana 18. - 29. mars. Vegna útbreiðslu Covid-19 veirurnar og ákvörðun stjórnvalda að setja á samkomubann í Danmörku tóku stjórnendur CPH:DOX þá ákvörðun að gera hátíðina stafræna þetta árið, og með því að sýna myndir hátíðarinnar á vefnum. CPH:DOX er ein af stærstu heimildamyndahátíðum Evrópu, en um 100.000 manns sækja hana árlega. 

Last and First Men var leikstýrt af Jóhanni og byrjaði sem kvikmynda- og tónverk byggt á samnefndri vísindaskáldsögu eftir Olaf Stapledon og fjallar um mannkyn framtíðar. Verkið var frumflutt með lifandi tónlist á Manchester Festival árið 2017. Myndin var heimsfrumsýnd í Berlinale Special hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Berlín sem fór fram dagana 20. febrúar - 1. mars.Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnenda í hinum virtu kvikmyndatímaritum Variety, IndieWire, Cineuropa, Screendaily og The Playlist.

Framleiðendur myndarinnar eru Jóhann, Þórir S. Sigurjónsson og Sturla Brandth Grøvlen fyrir Zik Zak Filmworks. Með stjórn kvikmyndatöku fór Sturla Brandth Grøvlen og klippari var Mark Bukdahl. Með alþjóðlega sölu og dreifingu fer Films Boutique (gabor@filmsboutique.com)

TheLastAutumnHerdingJPG

Siðasta haustið undir leikstjórn Yrsu Roca Fannberg var heimsfrumsýnd á hinni virtu kvikmyndahátíð Karlovy Vary síðasta sumar.

Framleiðandi myndarinnar er Hanna Björk Valsdóttir. Framleiðslufyrirtæki eru Akkeri Films og Biti aptan bæði. Stjórn kvikmyndatöku var í höndum Carlos Vásquez Méndez og Federico Delpero Bejar sá um klippingu. Hljóðhönnuður var Björn Viktorsson, auk þess sem tónlist er eftir Gyðu Valtýsdóttur. Myndin var tekin á 16mm filmu, haustið 2016 í Árneshreppi á Ströndum þegar fjórir bændur af átta hættu búskap. 

Nánari upplýsingar um CPH:DOX má finna á heimasíðu hátíðarinnar .