Um KMÍ
Á döfinni

3.12.2018

Davíð Þór Jónsson tilnefndur til norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunanna

Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin fara fram í Berlín dagana 11. – 12. febrúar 2019. Þar hefur tónlist Davíðs Þórs Jónssonar við kvikmyndina Kona fer í stríð verið valin sem framlag Íslands til Hörpu verðlaunanna, sem eru árlega veitt einu tónskáldi af Norðurlöndunum.

Í fyrra hlaut Daníel Bjarnason verðlaun fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Það var í annað skipti sem íslenskt tónskáld hlaut verðlaunin. Atli Örvarsson hlaut verðlaun árið 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Hrútar og sama ár fékk Jóhann Jóhannsson sérstök heiðursverðlaun. 

Hörpu verðlaunin voru sett á laggirnar árið 2009 með það að markmiði að beina kastljósinu að norrænum hæfileikum, færni og þekkingu og að kynna norrænt hæfileikafólk á sviði kvikmyndatónlistar og leiklistar fyrir alþjóðlega kvikmyndageiranum. Með þessu er stefnt að því að auka möguleika á samstarfsmöguleikum milli Norðurlandanna og hinum alþjóðlega kvikmyndamarkaði.

Nánari upplýsingar um Hörpu verðlaunin er að finna á heimasíðu hátíðarinnar.