Um KMÍ
Á döfinni

13.1.2020

Eddan - opið fyrir umsóknir til 21. janúar

Eddan tekur nú á móti umsóknum og innsendingum á kvikmyndum- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2020. Öll verk frumsýnd opinberlega frá 1. janúar til 31. desember 2019 eru gjaldgeng. Sjá nánar um innsendingarreglur hér.

Aðeins er hægt að sækja um rafrænt í gegnum heimasíðu Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út allar upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum inn á ftp þjón.

Frekari upplýsingar um umsóknarferlið er hægt að nálgast hér

Gjald fyrir verk í aðalflokkum Eddunnar er 25.000 kr og gjald fyrir fagverðlaunaflokk fyrir verk kostar kr 5.000 (verð eru án vsk).

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þriðjudaginn 21. janúar, 2020 og í kjölfarið hefja valnefndir Eddunnar störf.