Um KMÍ
Á döfinni
  • Eddan_clean

27.2.2017

Edduverðlaun 2017 – Hjartasteinn sigursælust með níu Eddur

Hjartasteinn var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var fyrir fullum sal í beinni útsendingu á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu þann 26. febrúar. Hjartasteinn hlaut flest verðlaun á hátíðinni, níu Eddur, meðal annars fyrir leikstjórn, handrit, og kvikmyndatöku.

Blær Hinriksson í Hjartasteini var valinn leikari ársins í aðalhlutverki og Hera Hilmarsdóttir í Eiðnum var valin leikkona ársins í aðalhlutverki. Gísli Örn Garðarsson í Eiðnum var valinn leikari ársins í aukahlutverki og Nína Dögg Filippusdóttir í Hjartasteini var valin leikkona ársins í aukahlutverki.

Ligeglad var valið leikið sjónvarpsefni ársins, Ófærð hlaut áhorfendaverðlaun fyrir sjónvarpsefni ársins, Ungar var valin stuttmynd ársins og Jökullinn logar var valin heimildamynd ársins.

Heiðursverðlaun ársins komu í hlut Gunnars H. Baldurssonar leikmyndahönnuðar.

Eftirtalin verk og einstaklingar unnu til verðlauna á Eddunni 2017:    

Kvikmynd ársins
Hjartasteinn

Leikstjórn ársins
Guðmundur Arnar Guðmundsson - Hjartasteinn

Leikari ársins í aðalhlutverki
Blær Hinriksson - Hjartasteinn

Leikari ársins í aukahlutverki
Gísli Örn Garðarsson – Eiðurinn

Leikkona ársins í aðalhlutverki
Hera Hilmarsdóttir - Eiðurinn

Leikkona ársins í aukahlutverki
Nína Dögg Filippusdóttir – Hjartasteinn

Leikið sjónvarpsefni ársins
Ligeglad

Sjónvarpsefni ársins
Ófærð

Handrit ársins
Guðmundur Arnar Guðmundsson - Hjartasteinn

Stuttmynd ársins
Ungar

Heimildamynd ársins
Jökullinn logar

Kvikmyndataka ársins
Sturla Brandth Grøvlen - Hjartasteinn

Klipping ársins
Anne Østerud og Janus Billeskov Jansen - Hjartasteinn

Tónlist ársins
Hildur Guðnadóttir - Eiðurinn

Brellur ársins
Pétur Karlsson og Daði Einarsson – Eiðurinn

Búningar ársins
Helga Rós V. Hannam – Hjartasteinn

Gervi ársins
Ragna Fossberg og Heimir Sverrisson – Eiðurinn

Hljóð ársins
Huldar Freyr Arnarson - Eiðurinn

Leikmynd ársins
Hulda Helgadóttir – Hjartasteinn

Barna- og unglingaefni ársins
Ævar vísindamaður

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins
Leitin að upprunanum

Lífsstílsþáttur ársins
Rætur

Menningarþáttur ársins
Með okkar augum

Sjónvarpsmaður ársins
Helgi Seljan

Skemmtiþáttur ársins
Orðbragð

Heiðursverðlaun ÍKSA
Gunnar H. Baldursson