Um KMÍ
Á döfinni

10.4.2018

EFA Young Audience Award haldin á Íslandi 6. maí

EFA Young Audience Award býður börnum á aldrinum 12-14 ára víðsvegar um Evrópu að gerast meðlimir í dómnefnd á kvikmyndahátíð. Valdar hafa verið þrjár evrópskar kvikmyndir sem börn á þessum aldri horfa á samtímis í yfir 36 löndum í Evrópu þann 6. maí og lýkur hátíðinni með verðlaunaafhendingu sem haldin er í Efurt í Þýskalandi sem sýnd er í beinni útsendingu á yaa.europeanfilmawards.eu

EFA Young Audience áhorfendaverðlaunin hafa farið fram frá árinu 2012 á vegum European Film Academy og tekur Ísland nú þátt í fyrsta skipti. Hátíðin verður sem áður sagði haldin þann 6. maí í Bíó Paradís. Gert er ráð fyrir að dagskrá hefjist kl. 9 og lýkur henni með verðlaunafhendingu sem hefst kl. 18 að íslenskum tíma. 

Nefnd sem skipuð er af EFA tilnefnir þrjár evrópskar kvikmyndir sem ætlaðar eru aldurshópnum 12-14 ára. Fulltrúar dómnefndar í hverju landi um sig kynna niðurstöður dómnefndar í myndbandsupptöku sem sýnd er á verðlaunafhendingunni líkt og í Eurovision - evrópsku söngvakeppninni. 

Leikstjórarnir Ása Helga Hjörleifsdóttir og Ísold Uggadóttir stjórna umræðum eftir myndirnar og geta börnin í lok dags tekið þátt í kosningu þar sem besta myndin er valin. Deginum lýkur síðan með verðlaunaafhendingu þar sem börnin tilkynna niðurstöður kosninga hvers lands fyrir sig, í anda evrópsku söngvakeppninnar. 

Börnin geta átt í samskiptum við önnur börn á deginum í löndum þar sem kvikmyndaverðlaunin fara fram í gegnum samfélagsmiðla og spjallrásir.

 

Markmið hátíðarinnar er að bjóða upp á einstakt tækifæri fyrir börn til þess að kynnast evrópskri kvikmyndamenningu og að sýna myndir sem endurspegla raunveruleika ungmenna um alla Evrópu. Eins er stefnt að því að kveikja áhuga barnanna á evrópskum sögum, fólki, menningu og hvetja til samkenndar, skilnings og þolinmæði. 

Hægt er að skrá þátttakendur á aldrinum 12-14 ára fyrir 3.maí n.k. með því að tölvupóst á sigridur@kvikmyndamidstod.is.

Boðið verður upp á popp og drykki, ávexti og hádegisverð yfir daginn.  

Myndirnar sem valdar hafa verið í ár eru: 

GIF_Andreozzi_Amatovic_001__hires-copy-2_previewGirl in Flight, eftir Söndru Vannuchi, er blíð, ógnvænleg, spennandi og tilfinningarík ferð ellefu ára stúlku frá Toskana, sem flýr að heiman og ver tveimur nóttum í sígaunabúðum í Róm.

Hér má sjá stiklu úr Girl in Flight.

-c-Stefan_Bremer_Tuffi_FilmsHobbyhorse Revolution fjallar um að hætta aldrei að gera það sem þú elskar: Fyndin og hjartnæm mynd um táninga og sársaukafullan uppvöxt þeirra, um leið og þau uppgötva eigin raddir og hæfileika við útreiðar og gerð hestaprika.

Hér má sjá stiklu úr Hobbyhorse Revolution.

1-Ady&Jean-©bathysphereWallay fjallar um Ada, 13 ára strák sem býr einn með föður sínum í Frakklandi. Þegar faðirinn stendur úrræðalaus gagnvart hegðunarvanda Ada grípur hann til þess að senda hann til fjölskyldu þeirra í Burkina Faso. 

Hér má sjá stiklu úr Wallay.