Um KMÍ
Á döfinni

5.10.2017

Ég man þig hlýtur verðlaun í Þýskalandi

Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson hlaut aðalverðlaunin á Fantasy Film Fest, kvikmyndahátíð sem fór fram í sjö stærstu borgum Þýskalands í september. Um er að ræða fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Ég man þig hefur gengið afar vel í íslenskum kvikmyndahúsum síðan hún var frumsýnd í byrjun maí, þar sem rúmlega 47.000 manns hafa séð hana. Enn er hægt að sjá myndina í Bíó Paradís þar sem hún er sýnd með enskum texta.

Óskar Þór Axelsson leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Ottó Geir Borg. Myndin er framleidd af Skúla Fr. Malmquist, Þóri Snæ Sigurjónssyni, Sigurjóni Sighvatssyni og Chris Briggs fyrir Zik Zak kvikmyndir. Í aðalhlutverkum eru Jóhannes Haukur Jóhannesson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir.

Ég man þig segir af ungu fólki sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur og fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýji geðlæknirinn í bænum inní rannsókn á sjálfsmorði eldri konu, en svo virðist hún hafi verið heltekin af syni hans sem hvarf fyrir nokkrum árum og fannst aldrei.