Um KMÍ
Á döfinni

8.1.2019

Elísabet Ronaldsdóttir tilnefnd til Eddie verðlaunanna fyrir Deadpool 2

Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndaklippari hefur verið tilnefnd til Eddie verðlaunanna sem veitt eru af sambandi bandarískra kvikmyndaklippara (American Cinema Editors). 

Elísabet er tilnefnd í flokknum besta klipping gamanmyndar (Best Edited Comedy Feature Film) fyrir þátt sinn í kvikmyndinni Deadpool 2, auk þeirra Dirk Westervelt og Craig Alpert. Kvikmyndir sem einnig eru tilnefnar í flokknum eru Crazy Rich Asians, The Favourite, Greenbook og Vice.  

Auk Deadpool 2 hefur Elísabet klippt erlendar myndir á borð Atomic Blonde og John Wick. Hún hefur einnig klippt fjöldann allan af íslenskum kvikmyndum og þáttum þar með talið Svaninn, Djúpið, Ófærð og Mýrina.  

Verðlaunaafhendingin fer fram í 69. skipti þann 1. febrúar í Beverly Hills, Kaliforníu.