Um KMÍ
Á döfinni

14.3.2017

Emerging Producers óskar eftir umsóknum

Ji.hlava International Documentary Film Festival stendur fyrir verkefninu Emerging Producers, sem miðar að því að kynna upprennandi framleiðendur fyrir fagfólki frá hinum ýmsu sviðum kvikmyndabransans. Emerging Producers mun fara fram samhliða hátíðinni frá 24. til 28. október 2017 í borginni Jihlava, Tékklandi. Einnig fer fram fjögurra daga fundur og kynninga á framleiðendum samhliða kvikmyndahátíðinni í Berlín frá  6. – 9. febrúar. Umsóknarfrestur rennur út 31. mars.

Markmiðið með Emerging Producers er að skapa fjölbreytt og skapandi vinnuumhverfi fyrir hina upprennandi framleiðendur og sá í farveg evrópskrar samframleiðslu á sviði heimildamyndagerðar. Sérstök áhersla er lögð á kvikmyndatöku í heimildamyndum.

Í þátttöku eru innifalin námskeið, fyrirlestrar og case stúdíur auk áðurnefnds tækifæris til að skapa tengslanet innan heimildamyndabransa Evrópu. Auk þess verða þátttakendur kynntir sérstaklega við ýmis tækifæri á meðan hátíðinni stendur.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Emerging Producers.