Um KMÍ
Á döfinni
  • End of Sentence

3.6.2019

End of Sentence og Tryggð sýndar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg

Kvikmyndirnar End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins og Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur verða sýndar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg sem fer fram dagana 19. - 30. júní. Kvikmyndirnar verða sýndar sem hluti af dagskránni „European Perspectives“ þar sem sjónum er beint að evrópskri kvikmyndagerð.  

Þetta mun vera heimsfrumýning á kvikmyndinni End of Sentence sem er leikstýrt af Elfari Aðalsteins og Michael Armbruster skrifar handritið. Myndin fjallar um  Frank Fogle sem leggur í vegferð til að uppfylla hinstu ósk eiginkonu sinnar, en hann þarf einnig að uppfylla loforð um að taka son þeirra Sean með. Langferð frá Ameríku til Írlands með föður sínum er hinsvegar það síðasta sem Sean hefur í hyggju er hann stígur út úr fangelsi í Alabama og að dreifa ösku móður sinnar í stöðuvatn á uppeldisslóðum hennar gengur þvert á hans framtíðaráætlanir. En er ferðaplön hans hrynja samþykkir hann treglega að slást í för með föður sinum gegn því að þeir feðgar munu aldrei þurfa að hittast aftur.

Tryggð var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fór fram dagana 25. janúar - 4. febrúar og er byggð á skáldsögu Auðar Jónsdóttur, TryggðarpanturTryggð er fyrsta leikna kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur í fullri lengd og fjallar um Gísellu Dal sem fær tvær erlendar konur til þess að leigja hjá sér til að ná endum saman. Fyrst um sinn gengur sambúðin vel, en með tímanum fara menningarárekstrar að krauma upp á yfirborðið sem ógna valdi Gísellu, geði hennar og sjálfsmynd.

Nánari upplýsingar um kvikmyndahátíðina í Edinborg má finna á heimasíðu hennar