Um KMÍ
Á döfinni

8.1.2019

Félag kvikmyndagerðamanna stendur fyrir vinnusmiðju um þróun heimildarmynda - með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands

FK stendur á vorönn fyrir vinnusmiðju um þróun heimildarmynda. Smiðjan er haldin með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Gert er ráð fyrir að átta verkefni taki þátt í smiðjunni og fer hún fram yfir tvær helgar með nokkurra mánaða millibili. Fyrri smiðjan fer fram í febrúar en seinni helgin verður í apríl/maí. 

Verkefnin geta verið á ýmsum stigum handrits og þróunar og er markmiðið að þróa verkefnin fyrir næsta stig umsóknarferlis KMÍ, hvort sem um er að ræða handrits-, þróunar - eða framleiðsluumsókn.

Smiðjan er haldin yfir tvær helgar og er opin öllum sem hafa kvikmyndagerð að aðalstarfi. Hún er haldin utan borgarmarkanna og er þáttakendum að kostnaðarlausu fyrir utan ferðakostnað og fæði. Athugið að mikilvægt er að þáttakendur hafi tíma til að vinna í verkefninu á milli fyrri og seinni hluta smiðjunnar.

Umsjón er í höndum Helgu Rakelar Rafnsdóttur en hún sá einnig um sömu smiðju árið 2017. Helga Rakel hefur lokið MA gráðu í skapandi heimildamyndagerð frá Pompeu Fabra IDEC í Barselóna og hefur víðtæka reynslu í faginu. 

Umsókn skal innihalda stutt treatment eða synopsis og skal send í tölvupósti á netfangið helgarak@gmail.com

Umsóknarfrestur er 20. Janúar 2019.