Um KMÍ
Á döfinni

4.6.2019

Fimm íslensk verkefni valin á „Nordisk Panorama Impact Workshop“ í Reykjavík

Alls munu fimm íslensk verkefni taka þátt í þriggja daga vinnustofu á vegum Nordisk Panorama sem fer fram í Reykjavík um miðjan júní. Vinnustofan leggur áherslu á „impact production“, það er hvernig þátttakendur geti nýtt heimildamyndina og kynningarferlið á henni til að hafa áhrif. Vinnustofan er fyrir framleiðendur og leikstjóra á heimildamyndum / verkefnum.

Verkefnin sem taka þátt í vinnustofunni eru eftirfarandi:

Aftur heim?

HomeAgain_1559653701132

Leikstjóri: Dögg Mósesdóttir
Framleiðandi: Dögg Mósesdóttir
„Impact“ framleiðandi: Hlín Jóhannesdóttir

Út úr myrkrinu

Leikstjórar: Titti Johnson og Helgi Felixson
Framleiðandi: Helgi Felixson

Raise the Bar

Raise_the_Bar_Web

Leikstjóri: Guðjón Ragnarsson
Framleiðandi: Margrét Jónasdóttir

The Farmer and the Factory

The_Farmer_and_the_Factory_Web

Leikstjóri: Barði Guðmundsson
Framleiðandi: Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Turninn

The_Tower_Web

Framleiðandi: Kristín Andrea Þórðardóttir
Rannsakendur: Þóra Tómasdóttir og Gunnþórunn Jónsdóttir

 

Vinnustofan hóf göngu sína í Helsinki, Finnlandi nú í febrúar og er Ísland annar viðkomustaðurinn. Vinnustofan mun koma til með að ferðast um öll Norðurlöndin. 

Nánari upplýsingar má finna hjá Nordisk Panorama Impact Workshop