Um KMÍ
Á döfinni
  • Collage of Icelandic Films in competition in Nordisk Panorama 2023.

18.8.2023

Fimm íslenskar kvikmyndir í keppni Nordisk Panorama

Fimm íslenskar heimilda- og stutmyndir keppa um verðlaun á Nordisk Panorama, sem fer fram í Malmö í Svíþjóð 21.-26. september.

Opnunarmynd hátíðarinnar er stuttmynd Gunnar Martinsdóttur Schlüter, Fár, ásamt sænsku heimildamyndinni Miraklet i Gullspång eftir Mariu Fredriksson.

Eftirtaldar myndir frá Íslandi taka þátt í hátíðinni í ár.

Besta norræna heimildamyndin

Soviet Barbara, sagan um Ragnar Kjartansson í Moskvu

Leikstjórn: Gaukur Úlfarsson

SOVIETBARBARA_stills_A001

Árið 1992, viku eftir fall Sovétríkjanna, varð sápuóperan Santa Barbara eins konar gluggi rússneskra sjónvarpsáhorfenda inn í vestræna lifnarðarhætti og naut gríðarlegra vinsælda. Þrjátíu árum síðar færir íslenskur myndlistarmaður, Ragnar Kjartansson, Rússum þættina á ný.

Heimaleikurinn

Leikstjórn: Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson

Heimaleikurinn er gamansöm íþróttaheimildamynd um tilraun manns til að uppfylla draum föður síns; að safna í lið heimamanna til að spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem faðirinn lét byggja á Hellissandi 25 árum áður.

Besta norræna stuttmyndin

Fár

Leikstjórn: Gunnur Martinsdóttir Schlüter

Far_Still-5_1691164187281

Einstaklingur tekst á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna.

Nýjar norrænar raddir (New Nordic Voices)

Þegar trén koma

Leikstjórn Berglind Þrastardóttir

When-The-Trees-Come

Þar sem trén vaxa í berangrinu á Íslandi, fara orðrómar á flug á milli trjánna um að varúlfarnir séu að snúa aftur.

Ungnorræn (Young Nordic)

Sætur

Leikstjórn Anna Karín Lárusdóttir

Hinn 11 ára Breki verður sífellt fyrir barðinu á stóru systur sinni Bergdísi, en hann þráir ekkert heitar en viðurkenningu frá henni. Dag einn þegar Breki er einn heima, stelst hann í föt og make-up systur sinnar og skilur herbegið eftir í rúst. Þegar fjölskyldan kemur óvænt heim, tekur við atburðarás sem leiðir til löngu tímabærs uppgjörs milli systkinana.

Frekari upplýsingar má finna á vef Nordisk Panorama.