Um KMÍ
Á döfinni
  • KMI_logo_171203

1.10.2019

Fjárlagafrumvarp ársins 2020 lagt fram á Alþingi

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarpið gerir tillögu um að fjárheimildir til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) muni nema 1.220 m.kr. á árinu 2020, sem skiptast á milli rekstrarliðar KMÍ og framlags til Kvikmyndasjóðs.

Framlag til Kvikmyndasjóðs er óbreytt milli ára eða 1.109,8 m.kr., en framlag til rekstrarliðar og starfsemi KMÍ hækkar um 2% milli ára úr 107,7 m.kr. í 110,3 m.kr., fyrst og fremst vegna verðlagsuppfærslu launaliðar.

Af 1.100 milljónum króna sem varið er til Kvikmyndasjóðs má ætla að um milljarði verði varið til úthlutana handrits-, þróunar- og framleiðslustyrkja. Skiptingin milli tegunda kvikmyndaverka er þannig að til leikinna kvikmynda og stuttmynda er varið 65%, til leikins sjónvarpsefnis 18% og 17% til framleiðslu heimildamynda.

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 má finna á vef Alþingis.