Um KMÍ
Á döfinni

16.8.2019

Fjöldi íslenskra mynda á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi

Fjöldi íslenskra kvikmynda verða sýndar og kynntar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, sem hefst á morgun og stendur til 23. ágúst. 

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason verður sýnd í aðal dagskrá hátíðarinnar og kvikmynd Baldvins Z, Lof mér að falla, verður sýnd sem hluti af Nordic Focus dagskrá hátíðarinnar.

Fimm kvikmyndir verða sýndar á lokuðum markaðssýningum NNF markaðarins; Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur; Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson; Eden eftir Snævar Sölvason; Skuggahverfið eftir Jón Gústafsson og Karoline Lewicka; Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmasson.

Þá verður kvikmynd Ragnars Bragasonar, Gullregn, sem er nú í framleiðslu kynnt á „Verk í vinnslu“ hluta hátíðarinnar.  

Nánari upplýsingar um kvikmyndahátíðina í Haugasundi má finna hér